Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 59

Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 59
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 59 í öryggisráðinu. Kosið verður í október 2008 og greiða atkvæði full- trúar 192 ríkja sem sitja á allsherjarþingi SÞ. Það þarf tvo-þriðju atkvæða og reglurnar eru þannig að kjósa þarf aftur þótt aðeins tvö ríki séu í framboði fái þau ekki tvo-þriðju atkvæða. Sl. haust varð t.d. frægt þegar kosið var yfir fjörutíu sinnum milli Venesúela og Gvatemala og loks var samið um að Panama færi fram og fékk þá nauðsynlegan ⅔ hluta atkvæða. Fimmtán ríki eiga sæti í öryggisráðinu, þar af fimm fastaríki: Bandaríkin, Bretland, Rússland, Kína og Frakkland, sem eru með neitunarvald. Um hin tíu sætin er kosið – og til tveggja ára í senn. Íslendingar hafa aldrei setið í öryggisráðinu og þetta yrði því í fyrsta sinn í 62 ára sögu okkar Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum. Það yrði söguleg stund. - En hvernig bar þetta framboð Íslendinga til öryggisráðsins að og hvenær var tekin ákvörðun um það? „Það var ríkisstjórn Davíðs Oddssonar sem tók þessa ákvörðun árið 1998 – eða fyrir bráðum níu árum – og það var Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sem mælti fyrir framboðinu innan stjórnarinnar. Endanleg ákvörðun var tekin á utanríkisráðherrafundi Norðurlanda í New York í september 1998. Það var svo tilkynnt inn í Vest- urlandahópinn í apríl 2000 og þar með vissu allir ríkjahópar hjá SÞ af framboðinu. Það var hins vegar tilkynnt formlega á allsherjar- þinginu haustið 2003 í ræðu utanríkisráðherra. Íslensku utanríkis- ráðherrarnir hafa allir síðan fjallað um framboðið í ræðum sínum á allsherjarþingum. Hjálmar W. Hannesson, sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að Íslendingar eigi fullt erindi í öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna. Hann leggur áherslu á að framboð Íslendinga sé stutt af öllum Norðurlandaþjóðunum; að það megi að mörgu leyti líta á það sem norrænt framboð. Þessi norræni vinkill geri íslenska framboðið til setu í öryggisráðinu allt annars eðlis en sum önnur íslensk framboð innan SÞ og sér- stofnana þess. Keppinautarnir eru Tyrkir og Austurríkismenn. „Við verðum tilbúin – þegar þar að kemur,“ segir Hjálmar. VIÐ VERÐUM TILBÚIN! Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, er fullur bjartsýni á að Íslendingar nái sæti í öryggisráði SÞ. Við tókum hann tali í New York á dögunum og röltum um byggingu Sameinuðu þjóðanna í fylgd hans. Þess má geta að skrifstofur fastanefndar Íslands hjá SÞ eru ekki í þessari glæsilegu byggingu heldur skammt frá. Að sögn Hjálmars er aukinn þungi kominn í framboðsstarfið, en í þessum kosningum keppa Íslendingar við Tyrki og Austurríkismenn innan Vesturlandahópsins um tvö laus sæti kjörtímabilið 2009-2010 MYND: ELÍSABET DAVÍÐSDÓTTIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.