Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2008, Qupperneq 10

Frjáls verslun - 01.09.2008, Qupperneq 10
10 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 8 RitstjóRnaRgRein NORNAVEIÐAR Í KREPPUNNI: Leitað logandi ljósi að sökudólgum En hver ber ábyrgðina? Hverjir eru sökudólgarnir? Ég held að þessi leit standi lengi yfir. Gamlir pólitíkusar eru hins vegar byrjaðir að slá keilur og krossfesta. Þjóðin leitar nú logandi ljósi að sökudólgum út af falli bankanna. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sýnist helsta skotmarkið. Svo er að skilja á gömlum pólitískum andstæðingum hans að þetta sé allt honum að kenna. Þetta er auðvitað mjög ódýr skýring. Ég held hins vegar að leitin eigi eftir að taka langan tíma og kannski hittir þjóðin sig sjálfa fyrir í þeirri leit. Og líklegast er verið að leita langt yfir skammt; við erum of upptekin af okkar eigin landi; það er heimskreppa og það varð ekki við neitt ráðið þegar fellibylurinn fór af stað. Það er gott að hugsa út fyrir rammann. Ég hef hins vegar sagt það áður að ef Davíð ber ábyrgð á einhverju er það að hafa ekki byrjað undirbúning fyrir nýjan gjaldmiðil meðan hann var forsætisráðherra og efnahagsástandið var stöðugt. Það var fyrirsjáanlegt að krónan væri allt of lítil mynt eftir íslensku útrásina. Það átti að segja bönkunum að þeir væru of stórir fyrir okkur og við gætum ekki bakkað þá upp með nægilegu lausafé og gjaldeyrisvarasjóði; þeir þyrftu helst að vera skráðir úti. en Það er Þetta með ábyrgðina. Hver ber ábyrgðina á útrásinni? Voru það þeir sem gerðu EES-samninginn, Davíð og Jón Baldvin? Sá samningur er forsendan fyrir útrásinni. Sá samningur gekk út á stór- aukið frelsi, m.a. frjálsa fjármagnsflutninga innan svæðisins. Þar með gátu bankarnir og kaupahéðnarnir hafið útrás. Ég er efins um að eitthvert opinbert apparat, eins og Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið, hefði getað bannað t.d. Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og öðrum útrásarvíkingum að fjárfesta í útlöndum og taka erlend lán að vild – ef einhver útlendur banki vildi á annað borð lána þeim. Sama með bankana, hver átti að banna íslensku bönkunum að sækja fram og stækka út til Evrópu? Enginn. EES-samningurinn er sá gjörningur sem hefur veitt mestu frelsi inn í íslenskt samfélag og íslenskt viðskiptalíf. Frelsið gekk út á að leyfa viðskiptalífinu að láta ljós sitt skína. Og þegar menn tala um skipbrot er mikilvægt að hafa í huga að frelsi í heims- viðskiptum ætti frekar að auka en hefta. Engu að síður hamast núna allir við að sparka í frjáls- og markaðshyggj- una fyrir að leyfa markaðsöflunum að njóta sín. Áfram með leitina að sökudólgunum. Hver ber ábyrgðina? Alþingi, ríkisstjórnin, Fjármálaeftirlitið, Seðlabankinn, útrásarvíkingarnir, bankarnir eða kannski bara þjóðin sjálf? Þjóðin var mjög meðvirk í gullæðinu. Og hvað með stóru útlendu bankana sem dældu í okkur fé? Þeir verða auðvitað að taka skellinn ef kaupahéðn- arnir og bankarnir geta ekki borgað. Þannig er það í viðskiptum. Útlendu bankarnir tóku áhættuna en héldu hins vegar að íslenska þjóðin „leyfði ekki“ íslensku bönk- unum að fara á höfuðið. Og það þótt efnahagsreikningur bankanna, hér heima og ytra, væri orðinn 20 þúsund milljarðar, landsframleiðsla á Íslandi 1.200 milljarðar og ríkisútgjöld um 480 milljarðar. Það er galið að halda að 300 þúsund manna þjóð geti staðið undir slíkum ofur- skuldum bankanna. Enda á hún ekki að gera það. Þetta voru viðskipti á milli stóru útlendu bankanna, stóru og ríku strákanna á Íslandi og íslensku bankanna – og það samkvæmt leikreglum EES-samningsins. BrÁst fjÁrmÁlaeftirlitið? Það hafði full- yrt hvað eftir annað að bankarnir væru traustir, stórir og sterkir, og að þeir hefðu komið sterkir út úr álagsprófum. Fjármálaeftirlitið gerði hins vegar ekki ráð fyrir að allar lánalínur banka í heiminum þornuðu upp á sama tíma og það kæmi harðasta heimskreppa í 150 ár þar sem hver stórbankinn af öðrum riðaði til falls og þyrfti á ríkisað- stoð að halda. Það má líkja þessu við prófanir á Kára- hnjúkavirkjun, þar hafa margs konar tæknilegar prófanir verið gerðar og ekki síst útreikningar varðandi arðsemina. En það hefur engum dottið í hug að reikna út arðsemina ef allt yrði vatnslaust á svæðinu; árnar þornuðu upp. Ég ÁrÉtta samt að ég tel að Fjármálaeftirlitið hefði átt að ýta við bönkunum og segja þeim að þeir væru orðnir of stórir fyrir okkar hagkerfi og við gætum ekki bakkað þá upp með krónuna sem gjaldmiðil. Bankarnir sjálfir áttu hins vegar að vera búnir að ákveða að fara úr landi; fara til evrunnar fyrst hún kom ekki til þeirra. Átti Fjármálaeftirlitið að banna Landsbankanum að stofna Icesave-reikningana með þeim hætti sem gert var og láta bankann fara Kaupþings-leiðina? Ég held það hafi ekki verið hægt vegna EES-samningsins. Gleymum ekki að ábyrgð Bretanna sjálfra, sem lögðu inn á Icesave-reikn- ingana, er hins vegar mest. Hvernig gátu þeir verið svo vitlausir að setja í sumum tilvikum tugi milljarða, eins og nokkur bæjarfélög gerðu, inn á þessa reikninga og halda að því fylgdi engin áhætta? Þeir máttu vita að loforð um góða ávöxtun, gull og græna skóga, þýddi áhætta. en hver Ber ÁByrgðina? Hverjir eru söku- dólgarnir? Ég held að þessi leit standi lengi yfir. Gamlir pólitíkusar eru hins vegar byrjaðir að slá keilur og kross- festa. jón g. hauksson Radisson SAS Saga Hotel Sími: 525 9900 hotelsaga@hotelsaga.is www.hotelsaga.is P IP A R • S ÍA • 7 18 48 andrúmsloft á fundum Nýtt Fundargestir í einum af glæsilegum fundarsölum Radisson SAS Hótel Sögu láta fara vel um sig og fylgjast með kynningu á stórum flatskjá. Umhverfið er glænýtt, allar innréttingar, húsgögn og tækjabúnaður. Allir fundar- og ráðstefnusalirnir á Radisson SAS Hótel Sögu hafa verið endurnýjaðir frá grunni. Salirnir eru fjölbreyttir og henta fyrir fjölmenna fundi, fámenna fundi, morgunverðarfundi, hádegisverðarfundi, ráðstefnur og aðalfundi. Veitingar eru í boði sem henta tilefninu og tæknimaður er til staðar svo allt gangi snurðulaust fyrir sig. Það er nýtt andrúmsloft á fundum og ráðstefnum á Radisson SAS Hótel Sögu. FV0808X.indd 10 10/28/08 2:03:10 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.