Frjáls verslun - 01.09.2008, Page 16
Fyrst þetta...
16 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 8
E
in
n
, t
v
e
ir
o
g
þ
r
ír
3
12
.2
50
Ertu að leita að góðum
innlánsvöxtum?
• Betri innlánsvextir
• Öruggur sparnaður
• Engin lágmarksupphæð
www.s24.isSæktu um... 533 2424 – Sætún 1M.v. vaxtatöflu S2421. 10. 2008
7,70% innlánsvextir
á verðtryggðum sparnaðarreikningi
Veitingastaðurinn Osushi, sem
matgæðingar þekkja vel frá
Iðuhúsinu í Lækjargötu, hefur
nú opnað nýjan stað og komið
sér vel fyrir í Borgartúninu. Að
sögn eigendanna (og systkin-
anna), Önnu Þorsteinsdóttur og
Kristjáns Þorsteinssonar, hefur
hinum nýja nágranna verið
tekið ljómandi vel í hverfinu:
„Fjölmörg fyrirtæki hafa
aðsetur á þessum slóðum
og fannst fólki kærkomin til-
breyting að fá sushistað í
nágrennið. Við bjóðum upp á
afbragðs sushi sem er bæði
heilsusamlegt og ljúffengt og
fyrirkomulag staðarins hefur
slegið í gegn hjá viðskipta-
vinum okkar; en á Osushi er
engin bið eftir þjónustu. Flott
færiband rennur fullhlaðið
sushi-veitingum framhjá gest-
unum sem geta á einfaldan
hátt valið þá bita sem þeim
þykja bestir.
Þótt Osushi sé með alþjóð-
legu ívafi leggjum við einnig
stolt okkar í að bjóða upp
á þjóðlega rétti eins og lax,
hrossalundir og hval. Það
hefur mælst einstaklega vel
fyrir.
Við erum með „tveir fyrir
einn“ tilboð á drykkjum frá
kl. 16 til 18 alla virka daga
en það getur einmitt verið
notalegt fyrir önnum kafið
kaupsýslufólk og aðra að ljúka
deginum með frískandi drykk
og gómsætum sushibita hjá
okkur.“
Þess ber að geta að í boði
er að taka veitingar með sér
heim. Osushi býður upp á
mikið úrval af „take away“
sushi-bökkum sem eru tilvaldir
fyrir vinnustaði, í veislur eða
bara til að njóta heima. Þá
er mælt með að hringt sé og
pantað.
nýr nágranni
Sushi-systkinin Anna og Kristján Þorsteinsbörn voru glöð í bragði á
opnunarteiti Ósushi.
Fjölmennt var við opnun nýja
Osushi staðarins í Borgartúni 29
fyrir skömmu og gæddu gestir sér á
ljúffengum veitingum.
FV0808X.indd 16 10/28/08 2:09:12 PM