Frjáls verslun - 01.09.2008, Page 21
Fyrst þetta...
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 8 21
SKIPHOLTI 17 105 REYKJAVÍK SÍMI: 588 4699 FAX: 588 4696 VEFSÍÐA: OBA.IS NETFANG: OBA@OBA.IS
Þú þekkir okkur af gæðunum - og lága verðinu!
Þessir tæta allt að 20 síður í einu
Einnig fyrir geisladiska og plast í sér ruslrými
50 lítra ruslrými fyrir pappír
Hljóðlátir, afkastamiklir, umhverfisvænir og
síðast en ekki síst ÖRUGGIR!
Ekki láta trúnaðarmálin fara á flakk...
Látið TAROS frekar tæta þau í sig!
Er trúnaðargögnum þínum fargað með öruggum hætti?
Við eru sérfræðingar í mörgu
og þar með eru taldir pappírstætarar!
Ný kynslóð
pappírstætara
frá
Steinunn Benediktsdóttir viðskiptafræð-
ingur vann listann yfir 300 stærstu fyrir-
tæki landsins að þessu sinni. Hún hélt
utan um vinnuna við gerð listans, safnaði
upplýsingum og bjó þær til birtingar. Frjáls
verslun þakkar Steinunni gott samstarf í
sumar – sem og þeim fjölmörgu fyrir-
tækjum sem sendu inn upplýsingar.
Upplýsingasöfnun hófst snemma í
sumar og lauk ekki fyrr en í byrjun október.
Vinnan síðustu metrana bar þess auðvitað
merki að bankakreppa væri skollin á
og íslenskt efnahagslíf væri að ganga í
gegnum verstu tíma í sögu lýðveldisins.
Steinunn útskrifaðist í sumar frá
Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn,
Copenhagen Business School, með BS
í Business Administration and Service
management.
Í lokaverkefni sínu rannsakaði hún
íslenska útvistunarmarkaðinn og kannaði
viðhorf stjórnenda til útvistunar á launa-
vinnslu og hvort eftirspurn væri eftir slíkri
þjónustu og vit í að að stofna fyrirtæki um
hana.
Lokaritgerðin gaf þá niðurstöðu að það
væri góður leikur að stofna slíkt fyrir-
tæki. Ritgerðin bar yfirskriftina „Strategic
Business plan for Payroll Outsourcing
Service in Iceland“.
Á meðal annarra áhugaverðra niður-
staðna í ritgerðinni var að nú þegar úthýsa
20% fyrirtækja á Íslandi launavinnslu
sinni. „Það er mun hærri tala en ég bjóst
við,“ segir Steinunn.
Steinunn segir að könnun sín hafi leitt
í ljós að 32% þeirra, sem ekki hafa þegar
úthýst launavinnslunni, hafi sýnt því áhuga
að útvista þessa vinnu. „En reyndar eru
breyttar aðstæður í íslensku viðskiptalífi
frá því í sumar. “
Steinunn vann 300 stærstu
Hún skrifaði athyglisverða lokaritgerð við Viðskipta-
háskólann í Kaupmannahöfn um úthýsingu á launa-
vinnslu fyrirtækja. Niðurstöðurnar komu á óvart.
Steinunn Benediktsdóttir viðskiptafræðingur
vann listann yfir 300 stærstu fyrirtækin.
FV0808X.indd 21 10/28/08 2:11:47 PM