Frjáls verslun - 01.09.2008, Side 23
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 8 23
s.s. nafnspjöldum, panta eyðublöð eða hvað
sem menn setja inn í kerfið. Þá hefur við-
komandi fullkomna yfirsýn yfir hvað hefur
verið pantað, hvenær o.s.frv. Allir þeir sem
eru í reglulegum viðskiptum við okkur geta
fengið aðang að þessu kerfi. Þá er verið að
opna þjónustu á vefnum þar sem fólk getur
hlaðið inn myndum og fengið útprentaðar
ljósmyndabækur. Eins rekum við póstkorta-
vef þar sem hægt er að búa til t.d. jólakort á
mjög fjölbreyttan hátt.“
Hvað varðar prentun erlendis fyrir ís-
lenskan markað segir Jón Ómar kostina
mikla við að láta prenta hér heima: „Það eru
ákveðin verkefni sem hægt er að fá ódýrari
erlendis, en því fylgir að panta þarf stór
upplög og afgreiðslufrestur er langur með til-
heyrandi óþægindum og fjárbindingu. Oftar
en ekki er kostnaðurinn þess vegna meiri
þegar allt er tekið saman, auk þess sem við
getum veitt mun hraðari og persónulegri
þjónustu.“
Starfsemi í mörgum löndum
Móðurfélag Odda, Kvos, stjórnar erlendu
starfseminni, sem er í góðum vexti: „Mest
er starfsemin í Suðaustur-Evrópu þar sem
systurfyrirtæki okkar, Infopress, er leiðandi
á prentmarkaðinum. Mikill uppsveifla er í
þessum löndum og og markaðir að vaxa og
þegar við bætist sú fag- og rekstrarþekking
sem kemur frá íslensku starfseminni eru
möguleikarnir miklir.“
Hvað varðar framtíðina hér á landi segir
Jón Ómar bjart framundan: „Oddi hefur
alltaf fylgst vel með breytingum í prentið-
naðinum og verið í fararbroddi og þar verður
engin breyting á. Viðskiptavinir okkar eru af
öllum stærðum og gerðum og í samvinnu við
þá ætlum við að ná því markmiði að verða
ekki einingis besta prentfyrirtæki landsins
heldur einnig besta þjónustufyrirtækið.“
Prentsmiðjan Oddi ehf.
Höfðabakka 3-7
110 Reykjavík
Sími: 515 5000 - Fax 515 5001
Netsíða: www.oddi.is
Jón Ómar Erlingsson, framkvæmdastjóri Odda: „Með þeirri miklu þekkingu og reynslu sem
starfsmenn okkar búa yfir getum við þjónað viðskiptavinum á þann hátt sem enginn annar
getur á íslenskum markaði.“
Helstu markmið sem nást með
sameiningu fyrirtækjanna:
Oddi býður langbreiðasta •
vöruúrval í prentun og
umbúðavinnslu á Íslandi.
Uppbygging fyrirtækisins er •
einföld, skilvirk og skýr.
Stærð fyrirtækisins nýtist •
til öflugrar vöruþróunar,
hagkvæmni í framleiðslu
og aukins sveigjanleika í
þjónustu.
Kraftar, reynsla og fagþekk-•
ing starfsfólks sameinast
á einum stað í öflugasta
þjónustufyrirtæki landsins í
prentun og umbúðavinnslu.
FV0808X.indd 23 10/28/08 2:13:56 PM