Frjáls verslun - 01.09.2008, Side 34
34 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 8
D A G B Ó K I N
Október 2008:
Ávarp forsætisráðherra
– neyðarlög sett
Ávarp forsætisráðherra kl. 16.00 í
beinni útsendingu mánudaginn 6. októ-
ber verður lengi í minnum haft. Engum
duldist á orðum hans að slæmra tíðinda
væri að vænta.
Það kom líka á daginn. Um kvöldið
voru sett neyðarlög á Alþingi sem gerði
ríkisvaldinu kleift að taka alla banka
eignarnámi.
Október 2008:
Landsbankinn
og Glitnir falla
Daginn eftir, 7. október, kom í ljós að
Landsbankinn var fallinn. Hann var þjóð-
nýttur. Samson eignarhaldsfélag, stærsti
eigandi Landsbankans, óskaði í kjölfarið
eftir greiðslustöðvun. Allra augu beind-
ust að Straumi sem er í eigu Samson
Global, félagi þeirra feðga. Glitnir var
sömuleiðis þjóðnýttur þennan dag, 7.
október, þannig að það varð aldrei neitt
úr því að ríkið keypti 75% hlut í bank-
anum.
Október 2008:
Davíð í Kastljósi
Davíð Oddsson seðlabankastjóri var í
Kastljósi að kvöldi 7. október og þar
útskýrði hann stöðu mála vegna hrika-
legra skulda bankanna og hvernig ríkið
ætlaði að taka á vandanum og forða
því að erlendar skuldir bankanna myndu
lenda á þjóðinni sem hefði aldrei tekið
lánin.
Október 2008:
Kaupþing fellur
– Brown notar terroristalög
Langflestir áttu von á að Kaupþing myndi standast álagið. En annað kom á
daginn, þ.e. daginn eftir, hinn 8. október. Bretar voru ævareiðir vegna falls
Landsbankans og þeirrar óvissu sem var um ábyrgð Íslendinga á Icesave-
reikningunum. Gordon Brown nýtti sér lög gegn terroristum og réðst á Kaupþing
með offorsi. Allir helstu lánveitendur Kaupþings gjaldfelldu lán til bankans
og kröfðust þess að hann greiddi hundruð milljarða á örfáum klukkustundum
þegar hvergi var fé að fá og allar lánalínur skraufþurrar. Að kvöldi dags gáfust
Kaupþingsmenn upp. Það voru erfið spor í Fjármálaeftirlitið.
Október 2008:
Stoðir óska
eftir greiðslustöðvun
Stærsti eigandinn í Glitni, Stoðir fjár-
festingafélag, óskaði eftir greiðslu-
stöðvun eftir fall Glitnis. Raunar heita
Stoðir ennþá FL Group, hluthafafund-
inum var frestað þar sem nafnabreyt-
ingin átti að ganga í gegn. Ekkert hefur
orðið af henni. Sömuleiðis var hætt við
að láta Baug Group renna inn í Stoðir
eins og til stóð að gert yrði á viðkom-
andi hluthafafundi. Allir fjölmiðlar veltu
fyrir sér styrk Baugs, TM og Landic
Property í kjölfar falls Glitnis.
FV0808X.indd 34 10/28/08 2:20:27 PM