Frjáls verslun - 01.09.2008, Page 50
50 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 8
Er fall krónunnar og hluta-
bréfa að undanförnu versta
krísa sem þú hefur upplifað
sem stjórnandi?
„Þetta er náttúrulega mikill efna-
hagslegur ólgusjór sem við erum
að gana í gegnum og ýmislegt
sem þarf að takast á við. Hins
vegar er það nú svo undarlegt
að það eru litlu málin sem sitja
oft eftir sem það erfiðasta sem
maður hefur þurft að glíma við í
gegn um tíðina.
Hvaða lærdóm getum við
dregið af þessari krísu?
Allt er best í hófi! Ekki samt að
það séu ný sannindi.
Hvað hefur staðið upp úr hjá
fyrirtæki þínu á árinu?
Gott starfsfólk, krefjandi verkefni
og ánægðir viðskiptavinir.
Telur þú að krónan sé búin
að vera sem gjaldmiðill
Íslendinga?
Já og nei, það eru kostir og
gallar við allt og hlutina þarf
að skoða út frá öllum sjón-
arhornum.
Ert þú hlynnt því að Ísland
gangi í Evrópusambandið ef
það er eina leiðin til að taka
upp evru?
Ef taka verður upp evru, þá sé
ég ekki annað í stöðunni.
Hefur þú trú á að hin alþjóð-
lega lánsfjárkreppa leysist á
næstu mánuðum?
Ég trúi að það sé til lausn á
öllum málum og lausn getur fal-
ist í því að fara þurfi algerlega
nýjar leiðir, leiðir sem ekki voru
augljósar áður.
Ef þú ættir að gefa Geir H.
Haarde forsætisráðherra
eitt gott ráð, hvaða ráð yrði
það?
Hugsa vel um landið okkar og
landann, Ísland er yndislegt og
ég vil að svo verði áfram.
SIGRÚN EVA ÁRMANNSdóTTIR, FRAMKVÆMdASTJóRI ESKILS:
Litlar krísur líka erfiðar
„Ég trúi að það sé til
lausn á öllum málum og
lausn getur falist í því að
fara þurfi algerlega nýjar
leiðir, leiðir sem ekki
voru augljósar áður.“
Sigrún Eva Ármannsdóttir, framkvæmdastjóri Eskils.
FV0808X.indd 50 10/28/08 2:28:38 PM