Frjáls verslun - 01.09.2008, Blaðsíða 51
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 8 51
setið fyrir svörum
Er fall krónunnar og hluta-
bréfa að undanförnu versta
krísa sem þú hefur upplifað
sem stjórnandi?
Fall krónunnar og hlutabréfa
hefur gríðarleg áhrif á íslenskt
þjóðfélag. Því miður sýnist
mér að áföllin og afleiðing-
arnar séu ekki að öllu komnar
fram og líklega upplifum við nú
mestu krísu stjórnenda á öllum
sviðum. Krónan hefur auk þess
verið mikill verðbólguvaldur und-
anfarna mánuði og hefur því
einnig talsverð áhrif á heimilin í
landinu.
Hvaða lærdóm getum við
dregið af þessari krísu?
Við þurfum stöðugleika.
Við byggðum hús á sandi.
Ómarkviss peningamálastjórn
hefur reynst þjóðinni dýr, þau
mistök hafa kostað þjóðina
mikil verðmæti og við hljótum
að draga lærdóm af þeim mis-
tökum. Of sterk króna á tímabili
gerði okkur kleift að gera hluti,
sem tæplega var innistæða fyrir,
skapaði viðskiptahalla og ýtti
undir skuldsetningu í erlendum
gjaldmiðlum.
Hvað hefur staðið upp úr hjá
fyrirtæki þínu á árinu?
Ég held að ótrúlegur vöxtur
og velgengni Bónus á árinu
standi upp úr hjá okkur. Bónus
hefur í tæplega 20 ár verið
langódýrasta matvöruverslunin
hér á landi og vinsælasta fyr-
irtæki landsins mörg ár í röð.
Þegar kreppir að veit fólk hvar
það gerir hagstæðustu kaupin.
Einnig opnuðum við nýja og
glæsilega Hagkaupsverslun í
Garðabæ sem hefur fengið mjög
góðar viðtökur.
Telur þú að krónan sé búin
að vera sem gjaldmiðill
Íslendinga?
Já. Hún getur ekki verið okkar
framtíðargjaldmiðill í þeirri mynd
sem nú er.
Ert þú hlynntur því að Ísland
gangi í Evrópusambandið ef
það er eina
leiðin til að taka upp evru?
Við eigum að lýsa því yfir að við
viljum fara í viðræður og komast
að raun um hvaða valkosti við
höfum.
Hefur þú trú á að hin alþjóð-
lega lánsfjárkreppa leysist á
næstu mánuðum?
Já, ég hef trú á því að það verði
bjartara með vorinu.
Ef þú ættir að gefa Geir H.
Haarde forsætisráðherra eitt
gott ráð, hvaða
ráð yrði það?
Það þarf mikinn leiðtoga til þess
að leiða þjóðina út úr þeim erf-
iðleikum sem að henni steðja.
Það þarf að sameina þjóðina
og ná sátt um áherslur okkar
til framtíðar. Ég ráðlegg Geir að
setjast við stýrið og láta öðrum
eftir hliðarsætið. Auk þess þarf
Geir að endurskoða hug sinn til
aðildarviðræðna. Þá umræðu
þarf að taka, hvert svo sem
þær viðræður leiða. Valkostirnir
verða að vera skýrari, bæði
kostir og gallar.
Finnur árnAsOn,
FrAmKVæmdAstJÓri HAGA:
Við Íslendingar byggðum hús á sandi
„Því miður sýnist mér að áföllin og
afleiðingarnar séu ekki að öllu komnar
fram og líklega upplifum við nú mestu
krísu stjórnenda á öllum sviðum.“
Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Haga.
FV0808.ok.indd 51 10/29/08 11:55:32 AM