Frjáls verslun - 01.09.2008, Blaðsíða 120
120 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 8
S t j ó r n u n
Minni áhrif stjórnmálamanna
Heilsufélögin fá framlög frá ríkinu og eiga að veita þjón-
ustu í samræmi við það. Reksturinn er hins vegar eins og
hjá hverju öðru hlutafélagi: Framleiðsla heilsufélagsins er
þjónustan við sjúklingana, þróunarvinnan, kennslan og
hvað eina sem félagið fær borgað fyrir að sinna.
Hulda segir að framförin hafi birst í tvennu: Sjúkrahús-
unum voru sett markmið – mælanleg markmið. Hitt var
að stjórnarnefndir sjúkrahúsanna urðu sjálfstæðar. Í þær var
skipað fólk úr atvinnulífinu auk fulltrúa starfsfólks. Stjórn-
málamenn misstu áhrif. Rekstrarleg markmið tóku við af
pólitískum – oft hreppapólitískum sjónarmiðum.
„Núna eru stjórnmálamennirnir komnir inn í stjórn-
irnar á ný,“ segir Hulda og telur það mistök ráðherra. Núna
eru sex af 16 stjórnarmönnum í Suðaustur-heilsufélaginu
stjórnmálamenn. Það telur hún galla og frávik frá hinni
upphaflegu hugmynd.
Fylgir rekstrarsjónarmiðum
„Það er erfiðara að vinna með stjórnmálamönnum en
fagmönnum á sviði rekstrar,“ segir Hulda. „Pólitísk mark-
mið skyggja á hin rekstrarlegu.“
Hún segir að stjórnmálamenn hafi á ný tekið sæti í
stjórnunum vegna gagnrýni á að nú væru hagfræðingarnir
farnir að stjórna öllu; hin mjúku gildi hefðu vikið fyrir
rekstrarlegum kröfum. Þarna verður að finna jafnvægi.
Hulda segir jafnframt að hún hafi mótast sem sjúkra-
húsforstjóri í þessu umhverfi heilsufélaganna. Starfsáætlanir
og mælanleg markmið eru lykilorðin.
„Þetta tek ég með mér heim,“ segir Hulda. Hún segir
að árangur náist ef menn setja sér mælanleg markmið. Það
eru markmið í fjármálastjórn, í fjölda aðgerða, í starfs-
ánægju, í baráttu gegn sýkingum á sjúkrahúsum og yfirleitt
öllu sem hægt er að mæla. Það þarf að setja gæðastaðla og
fylgja þeim.
Stjórnsýslan stjórnlaus
Hulda bendir líka á að sjúkrahúsin hafi náð rekstrarlegum
markmiðum sínum með því að reka þau sem heilsufélög.
Það sama er ekki að segja um stjórnsýsluna í heilbrigð-
iskerfinu. Hún tekur svo til orða að einstakar stofnanir þar
„blási út eins og aligrísir“.
Þarna á hún til dæmis við svokallaða Heilbrigðisstofnun
sem samsvarar landlæknisembættinu á Íslandi. Þar vinna
nú 800 manns og fer ört fjölgandi við eftirlit og mat á
árangri í heilbrigðiskerfinu. Við það bætast 500 manns í
heilbrigðisráðuneytinu og svo fjöldi fólks við stjórnsýslu
hjá héraðsheilsufélögunum. Enginn veit hvernig á að mæla
árangur í skriffinnsku.
Hulda Gunnlaugsdóttir á að baki glæsilegan feril í Noregi sem hjúkrunarfræðingur, byggingastjóri og sjúkrahúsforstjóri.
FV0808X.indd 120 10/28/08 2:49:20 PM