Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2008, Síða 121

Frjáls verslun - 01.09.2008, Síða 121
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 8 121 S t j ó r n u n Skátaforinginn Hulda er fylgjandi rekstrarformi heilsufélaganna og aðhald- inu sem þau veita stjórnendum og starfsfólki. Má þá búast við að hún verði strangur forstjóri Landspítala með mæli- stikuna á lofti og eilífar kröfur um árangur og mælingar? Hulda hlær að spurningunni. „Ég varð skátaforingi 14 ára gömul. Kannski er það skýringin á þessari stjórnunar- áráttu.“ Við biðjum hana að lýsa sjálfri sér sem stjórnanda: „Ég kalla mig samhæfingarmanneskju,“ segir hún. „Ég verð óþolinmóð ef ekki næst árangur. Þetta er bara í eðli mínu að ég verð að samhæfa hlutina og fá þá til að ganga. Við verðum að skilja hvert verkefni okkar er. Við erum hér vegna sjúklinganna.“ Vil ná árangri Hún segist líka hafa gaman af að vinna. „Ég er metnaðar- gjörn en veit að til að ná árangri þarf bæði kunnáttu og vilja,“ segir Hulda. „Ég fæ kikk eða ánægjukast út úr því að ná árangri og vil meira af því sama. Og það verður að vera hægt að hlæja á hverjum degi í vinnunni. Starfsánægjan skiptir öllu.“ Hún segist líka vera óformleg og mikið meðal fólks. „Ég fer og borða í mötuneytinu og fer á deildirnar, sit hádegis- fundi hjá læknunum og tala við alla,“ segir Hulda. „Ég reyni líka að fá þá sem eru bestir á hverju sviði til að vinna saman og fer þá ekki eftir titlum. Ég held að það sé líka styrkur fyrir mig að ég hef sjálf unnið á öllum stöðum í sjúkrahúsi. Ég veit að það er mikill munur á deildum og að sjúkrahús er meira en bara skurðstofan.“ Byggði sjúkraálmur og hótel Þegar starfsferill Huldu er skoðaður kemur strax í ljós að hvar sem hún hefur unnið er hún fyrr en síðar komin í stjórnun. Aðeins 25 ára gömul er hún orðin hjúkrunar- forstjóri á Kristnesi. Hún fór síðan til framhaldsnáms í hjúkrun í Noregi árið 1989. Og náminu er vart lokið þegar hún er ráðin á sjúkradeildir á norskum sjúkrahúsum og farin að stjórna þar. Og ekki nóg með það. Hjúkrunarfræðingurinn varð byggingarstjóri. Árin 1997–1998 var hún verkefnastjóri fyrir byggingu barnasviðs á Ullevål. Það var 13.200 fermetra bygging. Síðan komu endurbætur á byggingu kvennasviðs á Ullevål í 13.600 fermetra húsnæði, og loks að sameina þessar deildir bæði á Ullevål og Aker og flytja í nýjar bygg- ingar. Þegar þessu var lokið byggði Hulda sjúklingahótel á Ullevål og var búin að því árið 2000. Og frá því að vera byggingastjóri hótels varð hún svið- stjóri hjarta- og lungnadeildarinnar á Ullevål-sjúkrahúsinu. Og þaðan fór hún árið 2005 til að taka við stjórn Aker – sjúkrahússins sem alltaf var í krísu. Í stjórnkerfi Óslóar fór það orð af Huldu að hún gæti allt! Stjórnsöm „Ég hef alltaf verið svona stjórnsöm,“ segir Hulda og hlær. Hún segist lesa sér til um stjórnun bæði erlendis og í Nor- egi og reyni að læra af öðrum í sömu aðstæðum. Hún hefur Ferill Huldu Gunnlaugsdóttur Menntun: 1981 – hjúkrunarfræðipróf frá Hjúkrunarskóla íslands. 1982 – próf í hjúkrunarstjórnun frá Hjúkrunarskólanum. 1995 – embættispróf í hjúkrunarvísindum frá óslóarháskóla. starfsferill: 1981–1989 – hjúkrunarfræðingur við sjúkrastofnanir á íslandi. 1989–1992 – hjúkrunarfræðingur við sjúkrastofnanir í Noregi. 1992–1997 – hjúkrunarframkvæmdastjóri við barnaskurðdeild ullevål-sjúkrahússins í ósló. 1996–2001 – umsjón með endurskipulagningu og nýbyggingu deilda við ullevål- og aker-sjúkrahúsin 2001–2005 – sviðstjóri við skurðdeild ullevål 2005–2008 – forstjóri aker-háskólasjúkrahússins FV0808X.indd 121 10/28/08 2:49:20 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.