Frjáls verslun - 01.09.2008, Qupperneq 129
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 8 129
Lífsstíll
Gunnar einarsson, bæjarstjóri
í Garðabæ, á sumarbústað
í Biskupstungum. „Áhugi á
trjárækt kviknaði þegar ég fór
að sinna sumarbústaðaland-
inu. Ég velti meðal annars
fyrir mér hvað hentaði best að
rækta, ég heimsótti skógrækt-
arstöðvar og ræddi við mann
og annan. Ég fylgdist með hvað
lifir af, við hvaða aðstæður og
hvernig best sé að hlúa að
trjánum.“
Gunnar og eiginkona hans,
sigríður dísa Gunnarsdóttir,
hafa aðallega gróðursett birki,
furu, hlyn, reynitré, öl, kvista
og grenitré, auk þess sem
þau hafa gróðursett blágresi
og maríustakk en þær plöntur
taka þau úr garðinum sínum í
Garðabæ til að setja í börð.
„Þegar ég fer í vinnugallann,
set á mig hanskana og róta í
moldinni þá losna ég við allt
stress. Það er engin lognmolla
í bæjarstjórastarfinu. Heilbrigt
stress hjálpar manni þó til að
standa sig vel og það drífur
mann áfram. engu að síður
er gott að komast úr svona
ástandi í ákveðinn tíma þar
sem er stöðug pressa og það
geri ég með því að róta í jörð-
inni.“
Gunnar Einarsson. „Þegar ég fer í vinnugallann, set á mig hanskana og
róta í moldinni þá losna ég við allt stress. Það er engin lognmolla í bæj-
arstjórastarfinu. Heilbrigt stress hjálpar manni þó til að standa sig vel og
það drífur mann áfram.“
Trjárækt:
rótað í jörðinni
Golf:
mætir fersKur til vinnu
Stefán Konráðsson. „Ég get keppt við menn sem eru bæði með
betri og lélegri forgjöf en ég sjálfur. Þetta er fjölbreytt sport og
því fylgja miklir möguleikar.“
stefán Konráðsson, framkvæmda-
stjóri íslenskrar getspár, segir að
golf sé sitt aðaláhugamál þegar
kemur að íþróttaiðkun.
„Ég byrjaði að spila golf árið
2000 og síðan hefur það átt hug
minn allan. Þetta er frábærlega
fjölbreytt sport og því fylgir mikil
útivera, hreyfing og góður félags-
skapur.“
stefán spilar golf aðallega með
félögum sínum og vinum, Lárusi
Blöndal og ellert B. schram,
og 16 ára gömlum syni sínum,
stefáni snæ.
„Ég get keppt við menn sem
eru bæði með betri og lélegri
forgjöf en ég sjálfur. Þetta er fjöl-
breytt sport og því fylgja miklir
möguleikar.“
stefán fer stundum á golfvöll-
inn snemma á morgnana áður
en haldið er á skrifstofuna. „Ég
mæti þá ferskari til vinnu en ella.“
stundum slær hann golfboltann
seint á kvöldin. Hann fer árlega
til útlanda til að spila golf með
félögum sínum og hefur leiðin
meðal annars legið til skotlands,
spánar og Flórída. um vikuferðir
er að ræða og er spilað frá
morgni til kvölds.
FV0808X.indd 129 10/28/08 2:50:21 PM