Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2008, Side 136

Frjáls verslun - 01.09.2008, Side 136
136 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 8 lífsstíll Svo mörg voru þau orð „Íslenskt viðskiptalíf hefur gengið í gegnum mikla upp- sveiflu síðastliðin ár. Á þessum tíma hefur innheimtuárangur innlánsstofnana og fyrirtækja verið mjög góður. Nú hafa skilyrðin gjörbreyst á stuttum tíma. Við, sem störfum að innheimtumálum, finnum hvernig verulegar breytingar hafa átt sér stað á síðustu mánuðum og misserum. Vanskil hafa verið að aukast og flest bendir til þess að þau eigi eftir að aukast enn meira. Reyndar hefur breytingin verið svo mikil að nánast er hægt að merkja aukningu vanskila frá viku til viku.“ Alexander Þórisson, rekstrarhagfræðingur og fram- kvæmdastjóri Alskila, innheimtuþjónustu. Morgunblaðið, 11. september. „Yfir alþjóðlega fjármálakerfið dynja nú einar þær mestu hamfarir sem orðið hafa í áratugi.“ Lárus Welding, forstjóri Glitnis. Morgunblaðið, 18. september. „Í stað þess að líta á núverandi þrengingar sem ástæðu til aukinna umsvifa hins opinbera ætti að líta á þær sem hvata og tækifæri til aðhalds og ráðdeildar. Af undangeng- inni þjóðfélagsumræðu síðustu vikna vita allir Íslendingar að aðstæður eru erfiðar. Segja má að andlegt ástand þjóð- arinnar sé með þeim hætti að nú, fremur en oft áður, ætti að vera almennur skilningur á því að taka þurfi erfiðar ákvarð- anir og grípa til óvinsælla aðgerða. Í þessu kristallast raun- verulegt hlutverk stjórnmálamanna. Það væri allra hagur að við framlagningu fjárlaga í október rísi þeir undir þess- ari miklu ábyrgð og haldi aftur af frekari þenslu opinberra útgjalda.“ Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Morgunblaðið, 18. september. Golf: Félagsskapur, sjálFsstjórn og einBeiting Hrannar Hólm. „Það er ekki spurning að golf eflir tengsl milli mín og þeirra sem ég vinn með.“ „Pabbi spilaði golf og ég byrj- aði að spila sem pjakkur,“ segir Hrannar Hólm, fram- kvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Capacent. „Það var síðan bylting þegar Halla, konan mín, fór að spila golf því golfið getur verið sérlega fjöl- skylduvænt sport.“ Þess má geta að stórfjölskyldan hefur farið í frí til útlanda þar sem golfið er veigamikill hluti ferð- arinnar. „Golfið gefur fólki kost á að vera saman í frábæru umhverfi.“ Hrannar segir að golfinu fylgi veruleg hreyfing ef mikið er spilað. „Maður er stundum genginn upp að hnjám og aumur í skrokknum eftir langa daga. Golfið hjálpar mér að halda mér í formi.“ Þegar Hrannar er beðinn um að lýsa golfíþróttinni í nokkrum orðum segir hann: „Skemmtun, félagsskapur, keppni, sjálfs- stjórn og einbeiting.“ Fyrir utan fjölskylduna stunda margir félagar og vinnufélagar Hrannars golfí- þróttina. Starfs síns vegna fer hann yfirleitt til einhverra Norðurlandanna í hverri viku og ef færi gefst er dagurinn tekinn snemma og farið út á golfvöll með starfsfélögum áður en alvaran tekur við. „Það er ekki spurning að golf eflir tengsl milli mín og þeirra sem ég vinn með.“ Hrannar mundar kylfuna. NYHERJI_KONAN_MIN_FRJALS_V. 2.2.2007 15:33 Page 1 Composite C M Y CM MY CY CMY K FV0808X.indd 136 10/28/08 2:52:18 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.