Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2008, Page 143

Frjáls verslun - 01.09.2008, Page 143
Fólk F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 8 143 Valdís Ásta Aðalsteinsdóttir: „Í ár er stefnan sett á skíðaferð til Akureyrar, auk þess sem við vonum að skíðasvæði Reykvíkinga komi jafn- sterkt inn þennan vetur eins og síðasta vetur.“ Flugmálastjórn Íslands fer með heim-ildarveitingar og eftirlit í flugmálum Íslands og starfa um 40 starfsmenn hjá stofnuninni. Valdís Ásta Aðalsteinsdóttir gegnir starfi upplýsingafulltrúa og yfirmanns sérverkefnastofu og vinnur náið með flug- málastjóra: „Ég sinni öllum beinum sam- skiptum við fjölmiðla og þarf töluvert að leita til sérfræðinga hér innanhúss enda spurn- ingarnar oft á tíðum sértækar. Verkefni mín eru margbreytileg en oftar en ekki eiga þau upphafs- og endapunkt sem á vel við mig, allt frá útgáfu og samantektar ársskýrslu til skipulagningar árshátíðar stofnunarinnar. Fyrirferðarmest þessa dagana er öflun tölfræðigagna sem okkur ber að skila til Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) og Eurostat, m.a. um flughreyfingar til og frá landinu, farþegafjölda og fraktflutninga, auk þess sem ég er að svara könnun Evrópusam- bandsins um starfsmannaleitni (trend) í flug- iðnaðinum. Þá tek ég þátt í endurskipulagn- ingu gæðakerfis stofnunarinnar og kem til með að vera rekstrarstjóri kerfisins þegar þeirri vinnu er lokið. Þrátt fyrir erfiðleika í efnahagsmálum í heiminum í dag tel ég og hef mikla trú á að íslenskur flugrekstur með sínum sveigjan- og teygjanleika eigi eftir að koma þokkalega vel út úr þessum þreng- ingum. Kannski er meginverkefni stofnunar- innar einmitt í dag að tryggja trúverðugleika íslenskra flugmála á erlendri grund.“ Eiginmaður Valdísar Ástu er Sveinn Ingv- arsson, verkefnastjóri tjónamats farmtjóna hjá Tryggingamiðstöðinni, og eiga þau tvo syni, 12 og 8 ára: „Fjölskyldan stundar skíði saman og hefur undanfarin ár farið til Aust- urríkis í skíðaferð sem hafa verið frábærar. Í ár er stefnan sett á skíðaferð til Akureyrar auk þess sem við vonum að skíðasvæði Reykvík- inga komi jafnsterkt inn þennan vetur eins og síðasta vetur. Við höfum verið dugleg að fara í sumarfrí til Alicante á Spáni þar sem við höfum aðgang að sumarhúsi en þangað höfum við farið á hverju ári frá 2002. Ég hrökk því aðeins við þegar börnin spurðu í sumar af hverju við gætum ekki bara verið eins og venjulegar fjölskyldur og farið í útilegur. Snarlega var bætt úr útileguleysinu og við fórum í nokkrar eftirminnilegar útilegur í sumar. Við ætlum að ferðast innanlands næsta sumar og búast má við að sumarfrísgallinn verði eitthvað efn- ismeiri þetta árið en bikini. Ég byrja daginn í World Class Spöng- inni og mæti þar klukkan sex á morgnana enda morgunhani mikill og hef alltaf verið. Fór t.d. á milli Keflavíkur og Reykjavíkur með rútunni þegar ég var í Menntaskól- anum í Reykjavík. Ég leysi eina sudoku- þraut að lágmarki á dag. Ég tel mig alls ekki vera ofurkonu en segi þó stolt frá því að ég er búin að sulta og taka slátur í haust, dreg þó mörkin við kæfugerð! Sveinn dregur svo björg í bú með gæsa- og rjúpnaveiðum.“ upplýsingafulltrúi og yfirmaður sérverkefnastofu Flugmálastjórnar Íslands Valdís Ásta aðalsteinsdóttir Nafn: Valdís Ásta Aðalsteinsdóttir. Fæðingarstaður: Keflavík, 3. nóvember 1969. Foreldrar: Sigrún Valtýsdóttir og Aðalsteinn Hólm Guðnason. Maki: Sveinn Ingvarsson. Börn: Dagur Darri, 12 ára, og Goði Ingvar, 8 ára Menntun: BA-próf frá HÍ í félags- fræði, með fjölmiðlafræði sem aukagrein. Mannauðsstjórnun hjá Endurmenntunarstofnun HÍ. ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 37 74 1 0/ 08 Orkuveita Reykjavíkur starfar í sátt við umhverfið. Vistvæn tilvera www.or.is Hreint og tært vatn, heitt og kalt, og vistvænir orkugjafar eru ómetanlegar auðlindir sem hafa búið okkur Íslendingum öfundsvert hlutskipti. Með einstöku brautryðjendastarfi, rannsóknum og tækni- framförum við nýtingu á endurnýjanlegum orkugjöfum hefur Orkuveita Reykjavíkur gert tilveru okkar vistvænni og betri. Njótum þess að vera til í sátt við umhverfið. Nánari upplýsingar um Orkuveituna og umhverfismál má finna á www.or.is TExTI: hilmar Karlsson MYNDIR: geir ólaFsson FV0808X.indd 143 10/28/08 2:53:05 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.