Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2008, Qupperneq 144

Frjáls verslun - 01.09.2008, Qupperneq 144
144 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 8 F élag kvenna í atvinnurekstri var stofnað 1999 með þau meginmarkmið að efla samstöðu kvenna í atvinnurekstri og auka sýnileika þeirra og tækifæri í viðskipta- lífinu. Félagið hefur eflst og dafnað þessi ár og eru nú um 700 konur í félaginu. Sofía G. Johnson er framkvæmdastjóri FKA: „Ég hef mikil samskipti við félagskonur, sé um fjármál og bókhald, félagatal og margs konar undirbúningsvinnu fyrir fundi og ráðstefnur sem félagið stendur fyrir eða er aðili að. Við fórum nýlega með hóp 50 kvenna til Hels- inki og er það þriðja utanlandsferð félagsins. Þar hlýddum við m.a. á mjög áhugaverðan fyrirlestur Eiju Ailasmaa, forstjóra Sanoma Magazines, sem er fjórða stærsta tímarita- útgáfa Evrópu en hún hefur verið kjörin viðskiptakona ársins í Finnlandi.“ Sofía og eiginmaður hennar, Jón Ólafs- son, ráku eigið fyrirtæki í 20 ár en seldu það á vordögum 2005 og ákváðu að „setjast í helgan stein“. „Eiginmaðurinn hefur haldið sig við það en ég tók þetta hlutastarf hjá FKA sjálfri mér til ánægju og dundurs. Starfið hefur veitt mér mikla ánægju, ég hef kynnst fjölda dugmikilla og frábærra kvenna og eignast margar góðar vinkonur og það met ég mikils. Börnin eru að sjálfsögðu löngu flogin úr hreiðrinu og hafa fært okkur sjö barnabörn á aldrinum 1 árs til 18 ára. Þessi 18 ára býr hjá okkur og poppar upp heimilislífið en hún er í námi í FB. Dóttir okkar er búsett á Spáni með þrjú barna sinna en sonurinn er hér með sína fjölskyldu.“ Sofía segir að ekki hafi verið mikill tími fyrir áhugamálin þegar þau hjónin ráku eigið fyrirtæki: „Okkur fannst samt alltaf gaman að skoða landið og fórum m.a. í gönguferðir með allt á bakinu í nokkra daga. Svo eignuðumst við sumarbústað í Hraun- borgum í Grímsnesi og vorum þar allflestar helgar á sumrin og oft á veturna á meðan við vorum að vinna og nú reynum við að vera þar mestallt sumarið. Við erum að ljúka byggingu gestahúss svo betur fari um börnin Fólk Sofía G. Johnson: „Utanlandsferðir síðustu ár hafa verið ýmist til Spánar að heimsækja dóttur okkar og taka í leiðinni nokkra golf- hringi eða til Flórída og spila golf.“ framkvæmdastjóri FKA sofía G. Johnson Nafn: Sofía Guðrún Johnson Fæðingarstaður: Reykjavík, 30. nóvember 1947 Foreldrar: örn Ó. Johnson og Margrét Þ. Johnson Maki: Jón Ólafsson Börn: Margrét (f. 1969) og Ólafur örn (f. 1971) Menntun: Stúdentspróf. Próf úr rekstrar- og viðskiptafræði hjá Endurmenntun HÍ og barnabörnin ef þau vilja heimsækja okkur í sveitina. Áður en við hættum í rekstri höfðum við lengi gælt við hugmyndina um að snúa okkur að golfi svo við skelltum okkur af fullum krafti í golfið vorið 2005. Þegar við erum í sumarbústaðnum spilum við aðallega á golfvellinum á Kiðjabergi en á Nesinu þegar við erum í bænum. Vellirnir eru afar ólíkir og skemmtilegar andstæður. Kiðjabergsvöllurinn reynist mörgum erf- iður á fótinn en okkur finnst þetta hin besta ganga og góð líkamsrækt. Utanlandsferðir síðustu ár hafa verið ýmist til Spánar að heimsækja dóttur okkar og taka í leiðinni nokkra golfhringi eða til Flórída og spila golf. Ekki kemur til greina að fara úr landi á sumrin og missa af okkar björtu sumarnóttum og íslenskri náttúru þegar hún skartar sínu fegursta. Við erum á leið til Spánar nú seinni hluta október og gerum ráð fyrir að fara til Flórída í mars á næsta ári.“ FV0808X.indd 144 10/28/08 2:53:20 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.