Frjáls verslun - 01.10.2009, Blaðsíða 14
14 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 9
T ö LV u p ó S T u R I N N
Til: Þorvalds Lúðvíks Sigurjónssonar,
forstjóra Saga Capital.
Efni:
Þú fjallaðir nýlega um leiðtoga á tímum breytinga í
erindi á Málþingi Háskólans á Akureyri. Á hvað lagðir
þú áherslu í erindinu? Hver var niðurstaða þín?
Leiðtogar
á tímum breytinga
Svar:
„Á tímum mikilla breytinga skiptir
mestu að fá alla starfsmenn til að horfa
yfir hólinn því það er til einskis að dvelja
við þær systur Ef og Hefði. Það þarf að
horfa á nústöðu mála og hvernig lands-
lagið muni líta út handan hólsins. Að
mínu mati er best að ná þessu fram með
því að halda starfsfólki mjög vel upplýstu
um raunstöðu og það sem er í farvatn-
inu. Ennfremur að minna á grunngildi
fyrirtækisins, enda hafi þau þá staðist endurskoðun og halda
stefnu þótt gefi á bátinn. Við komumst best áfram með því að
setja einfaldlega hausinn undir okkur og sinna áfram því sem við
gerum best. Í því felst líka að hlusta ekki of mikið eftir dægur-
þrasinu sem einkennist af heift, reiði, vanmætti og oft á tíðum
ónákvæmum upplýsingum. Halda sínu striki og vinna. Það eru
engar skyndilausnir til við núverandi vanda en almennt gildir sú
regla að best er að vinna sig út úr vandamálum með því að halda
rónni og halda áfram eða „keep calm and carry on“, eins og Bret-
arnir orða það svo vel.“
Til: Jóns Snorra Snorrasonar,
lektors við HÍ.
Efni:
Þú fluttir nýlega erindi um kúltúr fyrirtækja við samruna
og yfirtökur. Á hvað lagðir þú áherslu í erindinu?
Hver var niðurstaða þín?
Kúltúrinn gleymist
í áreiðanleika-
könnunum
Svar:
„Rannsóknir sýna að flestar yfirtökur ná
ekki tilgangi sínum, sem er að ná samlegð-
aráhrifum og auka afkomu og verðmæti
eigenda í sameinuðu fyrirtæki. Má færa rök
fyrir því að ein erfiðasta hindrum í því að ná
þessum árangri sé hin ólíka fyrirtækjamenn-
ing, sem einkenna þau fyrirtæki, sem reynt
hefur verið að sameina í gegnum tíðina og
liggur vandinn því fyrst og fremst í þeim
þáttum sem einkenna fyrirtækjamenningu
fremur en nokkrum öðrum rekstrarþáttum í starfsemi fyrirtækja. Það
er því mjög mikilvægt að stjórnendur hugi að þessum þáttum um leið
og þeir huga að annarri samlegð í rekstri, s.s. afkomu og rekstrarár-
angri.
Áreiðanleikakannanir, sem eiga að vera til að safna öllum mögu-
legum upplýsingum um fyrirtækin, fjalla sjaldnast um menningu eða
starfsfólk og fáar greiningar eru gerðar á menningu og öllu sem henni
fylgir.
Ef hægt væri að nýta betur tímann frá áreiðanleikakönnun að sam-
þættingu til þess að greina ólíka menningu og samlegð henni tengda,
þá mun það leiða til meiri verðmæta fyrir hluthafa og draga um leið
úr líkum á að yfirtakan mistakist. Hér þarf að gera mannauðnum
jafnhátt undir höfði og fjárhagslegum auði fyrirtækjanna, enda verður
hann ekki til ef ekki er hlúð að starfsfólki.“
TöLVupóSTuRINN