Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2009, Blaðsíða 73

Frjáls verslun - 01.10.2009, Blaðsíða 73
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 9 73 jólin koma Jakob H. Magnússon, eigandi Hornsins, segir að jólaundirbúningurinn hjá sér hefj- ist á því að hengja jólakransinn utan á húsið. „Þá næst eru það jólagjafirnar, bæði handa fjölskyldunni og starfsfólki Hornsins. Konan mín skreytir heima en við hjálpumst öll að við að gera veitingahúsið jólalegt. Ég er yfirleitt ekki að stressa mig mikið yfir jólamatnum en hann er frekar hefðbundinn hjá mér. Áður fyrr, þegar við vorum mörg í mat, höfðum við oft heilsteikt svínalæri en einnig villigæs sem mér finnst besti jólamat- urinn. Við höfum líka verið með lambalæri og svo er hangikjötið á jóladag. Aspassúpa úr grænum aspas er oftast á undan. Það er algjör skylda að ég lagi jólavanillluísinn sem er gerður eftir gamalli, einfaldri upp- skrift frá henni mömmu minni og verður að vera ríflegur svo að hann dugi öll jólin. Svo er passað upp á að ég fái einhver ný föt, til dæmis skyrtu, svo að ég fari ekki í jólakött- inn.“ Fyrir ein jólin keypti Jakob fallega peysu handa eiginkonunni í byrjun desember þar sem hann vildi vera tímanlega því oft var hann allt of seinn í að kaupa jólagjöfina. „Ég faldi peysuna sem ég var búinn að pakka inn uppi á háalofti svo að konan mín fyndi hana ekki. Svo kom aðfangadagur. Ég fór snemma á fætur til þess að vera tímanlega með allt og fór upp á háaloft til þess að ná í jólagjöf konunnar en ég fann hana ekki. Ég leitaði en allt kom fyrir ekki. Nú voru góð ráð dýr. Ég hringdi í konuna í versluninni sem hafði selt mér peysuna og bað hana í öllum bænum að bjarga mér um aðra peysu. Ég var auðvitað búinn að ákveða fyrirfram að peysan væri ekki til lengur hvað þá í réttu númeri en ég var heppinn. Önnur peysa var til svo ég gat verið rólegur. Jólapakkarnir voru opnaðir eftir matinn um kvöldið og peysan fræga sló í gegn. Næsta dag ákvað ég að fara upp á loft og gera lokatilraun til að finna peysuna. Viti menn! Það fyrsta sem ég sá var jólapakkinn með peysunni og er mér það óskiljanlegt enn í dag hvernig mér gat yfirsést hann daginn áður. Kannski voru jólasveinar þarna að stríða mér. Hver veit.“ Jólasteik, svínalæri Puran er skorin í tígla á meðalstóru svína- læri og kryddað vel með grófu salti og pipar. Negulnöglum er stungið í lærið og lárvið- arlaufum líka. Steikt í ofni við ca. 220-230 gráður í allt að þrjá klukkutíma eða jafnvel meira. Prjóni er stungið í lærið við og við en þegar rauður blóðsafi hættir að leka úr lær- inu er það tilbúið. Það er alltaf gott að láta svona læri og reyndar annað kjöt standa í smátíma eftir steikingu til að hvíla það eins og við kokkarnir segjum. Á meðan lærið er að steikjast á að ausa það vatni við og við til þess að fá góða puru og lika til að fá gott soð í sósuna. Saxaður laukur er hitaður í potti og smá- vegis rauðvíni hellt út í og soðið niður um helming. Soðinu er hellt í pottinn og þykkt með smjörbollu (hveiti og olía hrært saman) eða sósujafnara. Sósan smökkuð með kjötkrafti og kannski salti. Punktar: Sumir vilja setja rjóma í sósuna og það • er allt í lagi með það. Fleytið fituna vel ofan af soðinu.• Hægt er að strá hveiti yfir fituna á soð-• inu og bíða þess að það sökkvi, hræra svo í og þykkja sósuna þannig. Hún verður þá bragðmeiri. Meðalstórt svínalæri er alveg fyrir 8 til • 10 manns eða fleiri. Setjið álpappír yfir pöruna þegar hún er • orðin stökk svo hún brenni ekki. Ég hef heimalagað rauðkál með og venju- legar sykurbrúnaðar kartöflur. Jólavanilluísinn hennar mömmu 3 heil egg 2 msk sykur eða flórsykur 1/2 l rjómi 1-2 tsk vanilludropar Eggin eru aðskilin og rauðurnar þeyttar upp með sykrinum. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar. Rjóminn er þeyttur. Honum er svo blandað saman við rauðurnar og sykurinn, og eggja- hvítunum blandað mjög varlega saman við. Smakkað til með vanilludropunum. Sett strax í frysti. Jakob H. Magnússon. „Það er algjör skylda að ég lagi jólavanillluísinn sem er gerður eftir gamalli, einfaldri uppskrift frá henni mömmu minni og verður að vera ríflegur svo að hann dugi öll jólin.“ Ný flík fyrir hver jól
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.