Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2009, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.10.2009, Blaðsíða 11
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 9 11 Breski sálfræðingurinn Adrian Furnham segir að annar hver forstjóri í hverju landi sé misheppnaður. Það sé bara spurn- ing um tíma hvenær forstjórinn bregst. Oftast eru misheppnaðir stjórar bara reknir og búið með það. Meðalseta á forstjórastóli í vestrænum ríkjum varir aðeins í þrjú ár. Sárafáir forstjórar sitja mjög lengi og verða frægir. Stundum eru afleiðingarnar verri en brottrekstur og núna í fjármálakreppunni er óvenjumikið framboð af misheppnuðum for- stjórum. Og oft eru þeir í minnstu áliti núna sem fóru hæst fyrir aðeins nokkrum miss- erum. Snillingurinn reyndist vera skúrkur og hefur þó ekkert breyst. í Bandaríkjunum sitja nú 26 forstjórar stórra fyrirtækja í fangelsi, dæmdir fyrir fjár- málamisferli. Furnham er höfundur margra bóka um skuggahliðarnar á góðum forstjórum. Hann bendir á að oftast eru það sömu eiginleik- arnir, sem eru bæði kostir og gallar stjórn- enda. Þetta liggur í mannlegu eðli. Snjalli forstjórinn frá í gær er misheppnaður í dag. Furnham hefur dregið fram sex persónu- einkenni sem öll má telja til kosta á einum manni en geta reynst slæmir gallar. Og hann bætir við einum galla sem stundum er kostur: Maður liðsheildarinnar. 1. Þetta er stjóri sem líkja má við góðan fótboltamann. Hann eða hún leikur alltaf fyrir liðið. En svo kemur á daginn að stjórinn er kjarklaus þegar kemur að erfiðum ákvörðunum – er ákvarðanafælinn. Uppáhald viðskiptavinanna.2. Þessi nær oft góðu sambandi við viðskiptavinina en öll útgjöld í fyrirtækinu fara úr bönd- unum. Aðhald er ekkert því áherslan er á að hafa alla góða. Frumkvöðullinn.3. Hér skortir ekki hug- myndirnar og snjallræðin. Flestar áætl- anir eru þó óraunhæfar og mikill tími fer til spillis vegna þess að hugmynd- irnar voru ekki svo góðar þrátt fyrir allt. Hugsjónamaðurinn.4. Þessi sér hlutina í hinu stóra samhengi, hugsar á heims- vísu, en gleymir að hjá flestum fyrir- tækjum er heimamarkaðurinn mikil- vægastur. Forstjórinn flýgur hátt en skortir skýra stefnu. Góði maðurinn.5. Það er gott að vera góðmenni en það er ekki endilega kostur á manni á forstjórastóli. Mjúkir menn endast sjaldan lengi á toppnum. Greinandinn. 6. Á létt með að greina hvað ber að gera. Kemur strax auga á vand- ann en greiningaráráttan getur virkað lamandi. Það getur vafist fyrir greinand- anum að taka erfiðar ákvarðanir. Fylginn sér. 7. Stundum er forstjóri, sem er fylginn sér, ekkert annað en siðvill- ingur eða sýkópat. En er það galli? Innan fyrirtækis er hann hataður og er illa fallinn til að hafa mannaforráð en getur dugað vel í harðri samkeppni við önnur fyrirtæki. S T J ó R N u N a R m o L I TExTI: gísli kristjánsson Skuggahlið á góðum manni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.