Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2009, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.10.2009, Blaðsíða 54
54 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 9 H ann var einn af forsvarsmönnum Þjóðfundarins. Hann er löngu þekktur í viðskiptalífinu sem Guðjón Már í Oz en það fyrirtæki stofnaði hann aðeins 17 ára gamall. Hann rekur Hugmyndaráðuneytið og á dögunum var hann heiðraður af JCI samtökunum fyrir að vera framúrskarandi ungur Íslendingur – ásamt þeim Páli Óskari Hjálmtýssyni og Völundi Snæ Völundarsyni. Í viðurkenningarskjalinu var m.a. sagt að lögð væri áhersla á að verðlauna unga einstaklinga sem hafa gefið af sér til samfélagsins og eru góðar fyrirmyndir ungs fólks. Guðjón Már er frumkvöðull af lífi og sál. Hann er fæddur í Reykjavík 16. febrúar 1972. Hann er sonur hjónanna Helgu Jónsdóttur, sem starfar við Læknasetrið, og Guðjóns Hafsteins Bernharðssonar, stofnanda og framkvæmdastjóra Tölvubankans. Þegar Guðjón fæddist bjuggu foreldrar hans í Breiðholtinu en fjölskyldan flutti fljótlega í Skipasund þar sem Guðjón ólst upp. Systkini hans eru Guðrún Líneik, sem rekur Óðinn Design ásamt manni sínum, og Jón Atli, sem rekur kvikmyndafyrirtækið Rec Studio. „Það var mikið af börnum í Sundahverfinu á þessum tíma og frábært að alast þar upp. Ég man eftir því að það var verið að sprengja fyrir Sundahöfninni á þeim tíma og okkur krökkunum þótti gaman að leika okkur þar í klettunum. Ég og félagi minn, níu eða tíu ára gamlir, þóttumst vera miklir náttúruverndarsinnar og fórum oft á nóttinni til að klippa á dínamítstrengi sem var búið að leggja í jörðina. Við földum líka dínamítkassa sem við fundum og héldum okkur vera að vinna mikið hugsjónastarf og vernda náttúruna,“ segir Guðjón. stofnaði Gr international fjórtán ára Skólaganga Guðjóns hófst í leikskólanum Brákarborg við Skipasund og að eigin sögn fór hann yfirleitt sjálfur í leikskólann. Eftir það gekk hann í Langholtsskóla og lauk samræmdu prófunum þar. „Síðan fór ég í Verslunarskólann en hætti þegar ég átti eina önn eftir í stúdentinn og þar með lauk formlegri skólagöngu minni.“ Guðjón byrjaði ungur að bera út Morgunblaðið og var það hans fyrsta starf. Fimmtán ára fór hann að vinna hjá tölvuverslun sem afgreiðslu- og sölumaður. Hann hafði að vísu stofnað lítið óformlegt tölvufyrirtæki, þar sem hann var ekki fjárráða, ásamt félaga sínum á meðan hann var í n æ r m y n d a F G u ð j ó n i m á G u ð j ó n s s y n i texti: Vilmundur hansen ● MyNdiR: geir ólafsson Fólk á að treysta á sjálFt siG Guðjón Már Guðmundsson var fjórtán ára þegar hann stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki og sautján ára stofnaði hann OZ. Í dag rekur hann Hugmyndaráðuneytið og hann var einn af forsvarsmönnum Þjóðfundarins. Guðjón á litríkan feril að baki og er langt frá því að vera uppiskroppa með hugmyndir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.