Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2009, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.10.2009, Blaðsíða 55
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 9 55 Langholtsskóla. Það hét GR hugbúnaður og hannaði hugbúnað fyrir billjardstofur. „Á þeim tíma var mikið af poolstofum að poppa upp og við bjuggum til hugbúnað sem kveikti á ljósunum fyrir ofan borðin og slökkti á þeim þegar upphæðin, sem þau voru leigð fyrir, var búin. Hugbúnaðurinn þótti góður og til stóð að markaðssetja hann erlendis og hann var kynntur á ráðstefnu erlendis. Þegar við vorum að búa til kynningarbæklingana breyttum við nafninu í GR International, enda stórhuga strákar.“ Á meðan Guðjón var í Verslunarskólanum skrifaði hann viðskipta- og lagerhugbúnað fyrir verslun Sævars Karls sem var í notkun til skamms tíma. músíktilraunir Frá unga aldri hefur Guðjón haft mikinn áhuga á tónlist og á stórt tónlistarsafn sem honum er mjög annt um. Guðjón var í hljómsveit sem hét Expet og tók þátt í músíktilraunum árið 1986. „Hljóðfærin sem við spiluðum á voru samplerar og hljóðgervlar og við líklega fyrsta hljómsveitin hér á landi til að gera slíkt og ég man að þegar við komum í Tónabæ með græjurnar var okkur sagt að tölvuverið væri á neðri hæðinni,“ segir Guðjón. stofnaði OZ sautján ára Um miðjan desember 1989, sautján ára gamall, stofnaði Guðjón tölvufyrirtækið OZ sem hann er oft kenndur við jafnvel þó að hann hafi sagt skilið við fyrirtækið fyrir sjö árum. „OZ ævintýrið var stórmerkilegt ferðalag þar sem mikið af ungu fólki var samankomið að stíga sín fyrstu skref, bæði rétt og röng, í atvinnulífinu. Meðalaldur starfsmanna var lágur og fyrir bragðið ekki búið að ramma hugsun þeirra inn og því um mjög frjótt starfsumhverfi að ræða. Ég held að styrkur OZ hafi legið í því. Ég hef alla tíð trúað því að maður verði að treysta á sjálfan sig og ekki haft áhyggjur af því að vera ekki með formlegar skólagráður. Ég er mjög sáttur við mitt uppeldi og hef alltaf fundið fyrir öryggi í kringum mig persónulega tel ég að það hafi orðið OZ að falli þegar við fórum að vanda okkur of mikið við viðskiptamódelið og fara of mikið eftir bókinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.