Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2009, Blaðsíða 66

Frjáls verslun - 01.10.2009, Blaðsíða 66
66 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 9 Bakkus ehf. er einn af þremur stærstu léttvínsinnflytjendum landsins. Við-skiptavinir fyrirtækisins eru fyrst og fremst Vínbúðirnar, Fríhöfnin og veitinga- hús. Fókusinn er á að vera bara með einn framleiðanda í hverju landi og t.d. einn úr hverju héraði í Frakklandi. Fyrirtækið Bakkus var stofnað 16. mars árið 2003. Ástæðan fyrir vali dagsins teng- ist fjölskyldusögu annars eigandans, Birgis Hrafnssonar: „Dag nokkurn, á fyrri hluta 20. aldar, vestur í Ísafjarðardjúpi, var kind- unum hennar ömmu hleypt út í góðviðrið. Skyndilega skall á blindbylur sem varði í tvo sólarhringa og féð hvarf. Ef það hefði ekki fundist hefði framundan verið sultur og seyra en þann 16. mars (Guðmund- ardagurinn, kenndur við Guðmund hinn góða biskup) birti upp öll él og kindurnar fundust. Þá skellti amma hangikjöti í pott og hafði alltaf fyrir sið á þessum degi meðan hún lifði.“ Heppnir með viðskiptasambönd Að sögn Sverris Eyjólfssonar, annars eiganda Bakkusar, er höfuðáherslan lögð á léttvín: „Við höfum verið heppnir með viðskipta- sambönd þar sem við verslum aðallega við fjölskyldufyrirtæki sem eru í einkaeigu. Það myndast óneitanlega persónulegri tengsl en ella og á þessum tímum sem við lifum í dag er mun betra að vera í viðskiptum við slík fyrirtæki en stórar keðjur. Einn af okkar stóru birgjum, argentískt fyrirtæki sem framleiðir vínin Alamos og Catena, var að lækka umtalsvert verðið til okkar þannig að við gátum lækkað verð til neytenda. Því gerir fólk frábær innkaup í þessum tegundum í dag. Og vonandi verður sú þróun áfram hjá framleiðendum að þeir bjóði okkur betra verð. Það hefur ekki verið hægt að hagga verði síðastliðin tíu ár. En nú hefur útflutningur minnkað verulega, í bæði gamla og nýja heiminum, og framleiðendur sitja uppi með fullt af vínum sem þeir geta ekki selt.“ Birgir: „Argentínubúarnir segja okkur að þeir skilji hvernig efnahagslandslag við Íslendingar glímum við núna því þeir upplifðu svipaða tíma árið 2002. Framleiðendur fara að átta sig á aðstæðum.“ Sverrir: „Við sjáum greinilega breyt- ingar á neysluvenjum fólks; það hefur fært sig niður um einn flokk í verði og talsverð hreyfing er á ódýrari vínum. Þessi flokkur er að taka við betri vínum. Sala á vínum í fínni kantinum, frá Ástralíu og Spáni, svo dæmi sé tekið, hefur dregist mikið saman í krepp- unni. Sala í kassavínum hefur aftur á móti aukist.“ Í hvaða verðflokki eru þokkaleg vín? Sverrir: „Fyrir hrun drukku Íslendingar mest vín í 1.490 króna flokknum, sem er í dag á bilinu 1890-1990 krónur, og það eru bestu kaupin í dag í verslunum. Það þarf ekki að bæta nema 2-300 krónum við og þá ertu kominn í mjög góð vín. ÁTVR er með einar glæsilegustu vínbúðir í heiminum þar sem allar flottustu tegundirnar eru til. Ekki má gleyma Fríhöfninni í Keflavík sem státar einnig af frábæru úrvali góðra vína. Þjóðin er mjög góðu vön hvað þetta varðar.“ Hefur matar- og vínmenningin breyst mikið á undanförnum árum? Birgir: „Gríðarlega, sérstaklega á síðustu 10-15 árum, sem gerðist í kjölfar meira upplýsingaflæðis og því að áhugi fólks á vínum jókst. Í dag les fólk sér til um vín á netinu og gefin eru út vönduð fagtímarit. Góð vín hluti af jólakræsinGunum Þessi vín eru fáanleg í Vínbúðunum og kosta frá 1.500 til 2.500 kr. Bakkus ehf. texti: hrund hauksdóttir ● MyNdiR: geir ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.