Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2009, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.10.2009, Blaðsíða 18
18 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 9 mynt,“ segir Friðrik. „Það er auðvelt að lækka verð en erfitt að ná því upp aftur.“ Þetta er reynsla sem á jafnt við um fisk og ferðir. „Íslenska krónan hefur lengi verið meira eins konar reiknieining en eiginlegur gjaldmiðill sem gengur kaupum og sölum á erlendum mörkuðum,“ segir Friðrik. „Það er vitanlega afar erfitt fyrir fyrirtæki í alþjóðaviðskiptum að þurfa að notast við þannig mynt, en ég tel jafn- framt að upptaka evru ein og sér myndi litlu breyta til batnaðar. Það verður að ná fyrst tökum á sveiflukenndu efnahagslífinu, en ég veit ekki hvort okkur tekst það. Veiðimannseðlið er ennþá ríkt í okkur og stundum veiðist vel og þá sláum við upp veislu.“ bæta þjónustuna „Aðferðin til að auka tekjurnar er að bæta gæðin og þjónustuna,“ segir Friðrik. „Við getum ekki tekið endalaust við fleiri ferðamönnum en við getum aukið tekjurnar ár frá ári með því að bjóða verðmeiri þjónustu.“ Friðrik sér þannig ekki fram á að til landsins komi milljón manns á ári í náinni framtíð. „Við erum einfaldlega ekki tilbúin að taka við þeim fyrr en við höfum styrkt innviðina mun betur,“ segir Friðrik. „En samt eru miklir möguleikar á vexti í greininni með því að bjóða meiri þjónustu lengri tíma ársins og fleiri möguleika á afþreyingu.“ „Ferðaþjónusta er þess konar grein að það er hægt að auka tekj- urnar verulega á skömmum tíma, til dæmis með vel heppnaðri auglýsingaherferð en þá þarf að vera hægt að taka sómasamlega við ferðamönnum,“ segir Friðrik. „Um leið hefur verð þjónust- unnar mikið að segja og ferðaþjónustan þolir því illa hækkanir á sköttum og gjöldum sérstaklega núna, þegar litið er sérstaklega til hennar við að hjálpa hraustlega til við að ná hærra atvinnustigi.“ Trúaður á jaðaráhrif „Það er fleira að sjá á Íslandi en bara allra þekktustu staði,“ segir Friðrik. „Gestunum þykir margt merkilegt sem heima- menn sjá ekki. Hinn nýstofnaði Vatnajökulsþjóðgarður býður til dæmis upp á svo gríðarlega möguleika að við höfum ekki hugmyndaflug til að sjá það allt fyrir okkur.“ „Erlendir ferðamenn koma til Íslands fyrst og fremst til að upplifa náttúruna. Þeir vilja fara út á land, lifa sig inn í veðrið, víðernið, sum- arbirtuna, vetrarmyrkrið og norðurljósin,“ segir Friðrik. „Það er hins vegar misvægi í fjárfestingum milli Reykjavíkur og landsbyggðarinnar. Bankarnir hafa verið mun fúsari til að lána í framkvæmdir í Reykjavík en úti á landi. Möguleikarnir á vexti eru hins vegar að mínu mati mestir utan höfuðborgarinnar.“ „Ég er trúaður á svokölluð jaðaráhrif,“ segir Friðrik. „Vöxturinn verður mestur á jöðrum þeirra svæða sem nú eru mest sótt. Á Suð- urlandi flyst t.d. ferðamannastraumurinn austar. Ferjuhöfnin við Bakkafjöru stuðlar meðal annars að þessu og á eftir að stórauka áhug- ann á Vestmannaeyjum.“ gisting á þremur stöðum Hótelhaldarinn á Rangá er vel í sveit settur í ljósi þessa. Í Hótel Rangá á Hellu eru um 50 herbergi. Það er flaggskipið í flotanum. Síðan er sama fyrirtæki með 20 herbergi í lúxushóteli við Hrauneyjar og auk þess 80 herbergi í gömlum vinnubúðum vegna virkjanafram- kvæmda þar. Það kallar Friðrik 0-stjörnu hótelið sitt til gamans. Síðan eru 12 herbergi í litlu lúxushóteli á Skógum. Friðrik kom upphaflega að þessum rekstri sem ráðgjafi eftir að hann hætti hjá SH árið 1999. Síðan kom hann inn sem einn eigenda árið 2003 og hefur haft hótelreksturinn að aðalstarfi síðan. Friðrik lýsir sjálfum sér sem „algerum sveitamanni“ og að hann hafi aldrei náð að festa rætur á mölinni þótt það hafi orðið hlutskipti hans að búa þar. Hann er Norðlendingur - frá Bjargi í Miðfirði – en hefur í þrjá áratugi verið með annan fótinn í hestabúskap í Fljótshlíðinni. Ferðir og fiskur Hann segist fyrst og fremst vera markaðsmaður og frá þeim sjón- arhóli séð sé munurinn á fiski og ferðum ekki mikill. Rekstri Hótels Rangár er skipt upp í eignarhaldsfélag um húsin og svo rekstrarfélag. Reksturinn hefur gengið vel en þyngra er fyrir fæti hjá eignarhaldsfélaginu um sinn, meðal annars vegna erlendra skulda sem hafa hækkað mikið í gengisfallinu. Friðrik vill líkja ferðaþjónustunni núna við sjávarútveginn eins og hann var fyrir 30 árum. Menn hugsa oft meira um magn en gæði og innviðir eru of veikir, sérstaklega utan Reykjavíkur. „Það þarf að leggja meiri áherslu á gæðin og þjónustuna og fá meira út úr fjárfestingunum. Það gerum við jafnframt með því að bjóða upp á stöðugt fjölbreyttari og meiri afþreyingu,“ segir Friðrik. „Síðast en ekki síst er það skylda okkar að fara vel með mjólkurkúna, náttúruna okkar. Hún er perlan sem dregur gestina til okkar.“ BERÐU SAMAN VERÐ OG ÞJÓNUSTU NÆST ÞEGAR ÞÚ FLÝGUR HVERS VEGNA VELUR ÞÚ ICELANDAIR? • Í flugvélum Icelandair er meira bil á milli sæta og gott rými fyrir alla farþega. • Hver farþegi hefur sinn eigin skjá á sætisbakinu fyrir framan sig. • Rafmagnsinnstungur eru í hverju sæti á Economy Comfort og Saga Class til hleðslu á tækjum. • Aukið athafnarými og betri stuðningur við líkamann gera flugferð með Icelandair ánægjulegri. HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.