Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2009, Blaðsíða 89

Frjáls verslun - 01.10.2009, Blaðsíða 89
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 9 89 e n d u r m e n n t u n Punkturinn yfir i-ið Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson er yfirlæknir slysa- og bráðadeildar Landspítalans. Hann hélt til Bandaríkjanna að loknu læknanámi við Háskóla Íslands árið 1989. Hann stundaði árin 1992–1995 nám í almennum lyflækningum við University of Connecticut, árin 1995–1997 var hann í námi í heimilislækningum við University of Massachusetts og árin 1997–1999 var hann aðstoðarprófessor við heimilislæknadeild University of Massachusetts og yfirlæknir legudeildar við UMass-Memorial Medical Center í Worcester í Massachusetts. Eftir að hann flutti aftur til Íslands árið 1999 var Ófeigur yfirlæknir í nokkur ár á lyflæknissviði HSS á Selfossi, hann var yfirlæknir gæsludeildar á vegum slysa- og bráðasviðs LSH, hann var settur sviðsstjóri slysa- og bráðasviðs LSH frá október 2006–mars 2007 og hann hefur verið yfirlæknir slysa- og bráðadeildar Landspítalans frá 2005. „Ég held að það sé voðalega gott að örva hausinn á sér með því að fara aftur í nám. Innst inni fannst mér ég þurfa að taka upp þráðinn á ný og byrja að læra aftur. Ég sá þetta sem frábært tækifæri og frábært nám,“ segir Ófeigur sem er á öðru ári í stjórnun í lýðheilsufræðum og heilbrigðisþjónustu við Háskólann í Reykjavík. „Mér finnst þetta vera punkturinn yfir i-ið á því sem ég var að læra fyrir tólf árum síðan.“ Það fylgir því óneitanlega álag að vera bæði í vinnu og námi. „Þetta virkar sem minna álag af því að þetta er gefandi og skemmtilegt.“ Ófeigur segist hafa verið óöruggur við að fara aftur í háskólanám. „Ég hafði áhyggjur af því að ég væri að gera mistök en svo var þetta besta ákvörðun sem ég hef tekið í langan tíma og ég sé ekki eftir þessu. Þetta er svo skemmtilegt; ekki bara námið heldur að setjast á skólabekk með öðru fólki. Ég er að gera það sem mig langar virkilega til að gera. Þegar ég var í námi áður fyrr var ég búinn að vera samfleytt í skóla árum saman og það var komin svolítil þreyta í mann en núna er kominn áhugi og vilji. Ég er að búa til ný tækifæri og þetta ýtir á mig að fara að gera nýja hluti.“ Ófeigur segist í dag vera gagnrýnni á sjálfan sig og aðra í kringum sig en þegar hann var í námi á árum áður. „Maður tekur þetta allt öðrum tökum og þetta er skemmtileg fjölbreytni og upplyfting miðað við það sem maður hefur gert. Þetta er öðruvísi nám en ég hef verið í áður. Í háskóla í „gamla daga“ var maður „fóðraður“ – tók við upplýsingum en gaf ekkert endilega til baka af sjálfum sér. Það taka allir miklu meiri þátt í kennslunni í þessu námi.“ Læknirinn segir að það sé gott fyrir sig andlega að vera í námi. Og fyrir heilsuna yfir höfuð. „Ég er léttari – þetta sparkaði aðeins í mig. Ég er meira til í að prófa eitthvað nýtt. Mér finnst ég ekki vera að staðna lengur.“ Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson. „Maður tekur þetta allt öðrum tökum og þetta er skemmtileg fjölbreytni og upplyfting miðað við það sem maður hefur gert. Þetta er öðruvísi nám en ég hef verið í áður.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.