Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2009, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.10.2009, Blaðsíða 57
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 9 57 n æ r m y n d a F G u ð j ó n i m á G u ð j ó n s s y n i OZ meira út á sköpunarferlið frekar en að markaðssetja eina einstaka vöru. OZ var allt frá upphafi mjög móttækilegt fyrir nýjungum og þær runnu nánast sjálfkrafa inn í ferlið,“ segir Guðjón. samningur við ericsson Stærsti samningur sem OZ gerði var við Ericsson í Svíþjóð, í ársbyrjun 1999, og fólst í að hanna hugbúnað sem er áþekkur því sem Skype býður í dag. Guðjón segir að í stað þess að gefa hugbúnaðinn hafi Ericsson ákveðið að selja hann og fyrir vikið hafi hann ekki verið jafnfarsæll og Skype. „Árið 1995 fluttum við stóran hluta fyrirtækisins til Silicon Valley í Kaliforníu og vorum með einhverja tugi manna í vinnu og ég bjó þar í þrjú ár þar til ég flutti aftur heim 1998. Ég fann mig aldrei í Kaliforníu og ameríski kúltúrinn höfðaði aldrei til mín þó að viðskiptalífið gerði það. Íslendingar eru mun hreinskilnari en Bandaríkjamenn og það togaði alltaf í mig.“ Fall OZ Þrátt fyrir að margir telji að OZ hafi orðið gjaldþrota er sú ekki raunin en fyrirtækið var selt til Nokia í október í fyrra. „Persónulega tel ég að það hafi orðið OZ að falli þegar við fórum að vanda okkur of mikið við viðskiptamódelið og fara of mikið eftir bókinni. Yfirleitt gekk allt vel þegar við fórum ekki eftir bókinni og fórum okkar eigin leiðir. Við vorum undir töluverðri pressu frá fremur óþroskuðu viðskiptalífi að sýna hagnað hratt og klikkuðum á því. Eftir að Internet- og fjarskiptabólan sprakk, 2002, lokaðist á allar fjárfestingar og velta OZ féll úr tæpum milljarði í nokkra tugi milljóna á skömmu tíma og fyrirtækið lenti í miklum hremmingum og varð að hálfgerðum bastarði. OZ var aldrei rekið á lánum en byggði á fjármagni frá hluthöfum sem ætluðu að taka slaginn með okkur og fyrir vikið töpuðu margir, bæði fjölskyldan, vinir og margt ungt fólk, á fjárfestingu í fyrirtækinu. Því miður, þetta var mikið áfall og mikil reiði sem fylgdi í kjölfarið þrátt fyrir að ég fullyrði að aldrei hafi verið neinn „monkey business“ í kringum reksturinn á OZ.“ Guðjón hætti afskiptum af OZ þegar Landsbanki Íslands tók við rekstri fyrirtækisins árið 2002. Hlustar mikið á raftónlist Guðjón á níu ára gamlan son sem heitir Jason Daði úr fyrra sambandi. Hann hefur verið í sambúð með Önnu Ólafsdóttur grunnskólakennara í rúmt ár en hún á tíu ára gamla dóttur sem heitir Harpa Líf. Eins og áður segir hefur Guðjón alltaf haft áhuga á tónlist og spilar annað slagið hluti. Hvort sem það stofnar CCP, fer að vinna hjá Google, stofnar símafélög eða alls kyns sprotafyrirtæki. Mér finnst magnaðast við Guðjón hvað hann hefur haldið trúnni á það jákvæða í öllum, þrátt fyrir að hafa verið milli tannanna á alls kyns hælbítum um langa hríð. Hann heldur ótrauður áfram við að drífa áfram alls kyns verkefni og miðla reynslu og hugmyndum til hægri og vinstri. einn stjórnandi ericsson sagði mér á fundi í fyrra að honum hefði alltaf fundist vera „business case“ í því að gera það sem OZ var að gera, en fimm árum síðar. Það væri nær því að vera rétt tímasetning. Þetta má vel yfirfæra á Guðjón, þó í seinni tíð hafi hann farið nær því að framkvæma hugmyndir sínar á réttu augnabliki en áður fyrr. Að því sögðu er ég ekki frá því að hann sé geimvera.“ Grétar Hannesson, æskuvinur „ef ég á að lýsa Guðjóni Má í nokkrum orðum verð ég að segja að hann er einhver bjartsýn- asti og frjóasti maður sem ég hef kynnst. Við höfum verið vinir frá því við vorum sex ára og hann hefur alltaf búið yfir einstakri hugmynda- auðgi og getað séð hlutina frá öðrum sjón- arhornum en maður er vanur. Hann sér alltaf björtu hliðarnar, er einstaklega ráðagóður og ekkert vandamál er of stórt til að ekki sé hægt að yfirvinna það. Hann byrjaði mjög ungur að forrita og leika sér á Sinclair-tölvu sem hann átti. ég hafði bara áhuga á að leika mér í tölvuleikjum í tölvunni en hann hafði mun meiri áhuga á að búa til leiki og forrit. Þegar á unglingsaldurinn kom fékk Guðjón mikinn áhuga á tónlist og náði að tengja áhuga sinn á tölvum og tónlist. Hann var mjög öflugur að semja tónlist á tölvur og hljómborð og búa til raftónlist undir miklum áhrifum frá depeche Mode. Guðjón stofn- aði hljómsveit með nokkrum vinum okkar og ég man að þegar við vorum að rigga upp alls kyns tölvubúnaði og hljómborðunum í tónabæ á Músíktilraunum, þá bentu hljóðmennirnir okkur á að tölvunámskeiðið væri í kjallaranum og fannst það mjög fyndið að menn væru að nota tölvur í að búa til tónlist. Hugmyndaauðgi og tilhneiging til að hugsa stórt er mikilvægur hluti af hans karakter. Þessir eiginlegar hafa alltaf búið í Guðjóni. ég man til dæmis eftir því að þegar við vorum 11-12 ára, á þeim tíma sem krakkar gera símaat og svoleiðis, þá tók Guðjón listina að gera símaat á hærra plan. Það var tengibox frá símanum í kjallaranum í húsinu hjá foreldrum hans. Guðjón var náttúrulega sífiktandi og komst í boxið og sá að í því voru símatenglar fyrir allt hverfið. Þetta veitti Guðjóni náttúrlega margar góðar hugmyndir og næstu daga voru menn einstaklega stórtækir í símaötum og var gert at hjá nánast öllum í hverfinu. Þetta stóð yfir í nokkra daga, eða alveg fram að því að mjög þungbrýndir menn frá Símanum komu í heimsókn til foreldra Guðjóns, sem voru náttúrlega grunlaus, og innsigluðu boxið í framhaldinu og læstu því.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.