Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2009, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.10.2009, Blaðsíða 36
36 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 9 Forsíðu grein krumla bankanna einnig meðbyrs sem ég reikna með að þau nýti sér til skráningar á markað. En ég á von á að fyrirtækin komi úr öllum áttum fremur en að ein eða fáar atvinnugreinar verði alls- ráðandi. 10. Hversu þungt vegur það í endur- reisn hlutabréfamarkaðarins að að- gengi að lánsfé í bönkunum er erf- itt og því neyðast fyrirtæki til að leita annað, gefa út skuldabréf eða bjóða út hlutabréf? Einhver fyrirtæki kunna að leita á markað af þessum ástæðum en almennt er það til hagsbóta fyrir verðbréfamarkað, og auðvitað efnhagslífið allt, að allir þættir fjármálakerf- isins virki eðlilega. Þannig geta fyrirtæki tryggt hagkvæma samsetningu fjármögn- unar, tekið lán og aflað hlutafjár á markaði í þeim hlutföllum sem falla best að rekstri fyrirtækjanna. 11. Þegar HB Grandi tilkynnti að hann ætlaði að greiða út arð fyrr á árinu greip um sig mikil reiði í þjóðfélaginu. Sýnir það ekki best hversu erfitt það verkefni er að byggja hlutabréfamark- aðinn upp að nýju? Aðstæður voru afar sérstakar á þessum tíma, atvinnuleysi var í hröðum vexti og margir höfðu samið um skerðingu launa. Égálít að það ríki almennur skilningur á því að arður til hluthafa sé eins eðlilegur og vextir af bankainnstæðum. 12. Er nægileg bjartsýni úti á mark- aðnum, þ.e. nægileg trú á ríkisstjórn- ina, ríkisfjármálin, krónuna og hagvöxt til að fjárfestar sjái kauptækifæri í hlutabréfum? Við í Kauphöllinni höfum orðið þess áskynja undanfarið að áhugi fjárfesta á hlutabréfafjárfestingum fer ört vaxandi. Að baki liggur að mínu mati að margir eygja einmitt mikla hagnaðarvon nú þegar hag- sveiflan hefur náð botni. 13. Kauphöllin snýst ekki bara um hlutabréf, viðskipti á skuldabréfa- markaði hafa oftast verið meiri en í hlutabréfum. Hversu laskaður er skuldabréfamarkaðurinn eftir banka- hrunið? Sé litið til viðskipta á skuldabréfamarkaði má segja að hann hafi náð sér að fullu eða svo gott sem. Dagleg velta það sem af er ári er að meðaltali nærri 15% meiri en á árinu 2007. Aðeins á fyrstu níu mánuðum árs- ins 2008 voru viðskiptin meiri. Opinberir aðilar hafa verið fyrirferðarmestir í nýjum útgáfum en jákvæð teikn eru á lofti fyrir fyrirtækjaútgáfur. 14. Hversu miklar líkur eru á því að erlendir fjárfestar leggi leið sína til Íslands og kaupi hlutabréf í íslenskum fyrirtækjum við þær kringumstæður sem núna eru – þ.e. erfið ímynd landsins en þó jafnvel ágæt kauptækifæri vegna hagstæðs gengis krónunnar fyrir þá? Ein afleiðing hrunsins er sú að fleiri augu beinast að Íslandi en áður. Margir þeirra sem hingað líta sjá þau tækifæri sem við blasa og felast ílágu eignaverði í erlendri mynt, vel menntuðu starfsfólki og góðri samkeppnisstöðu. Skráning á markað getur greitt fyrir fjárfestingu erlendra aðila eins og fjárfesting Columbia Wanger Asset Management í Marel er dæmi um. 15. Eftir að erlendir hlutabréfamarkaðir hafa tekið býsna vel við sér eftir hrunið er mikið rætt um svonefnt svikalogn á erlendum mörkuðum; að seinni niður- sveiflan sé handan við hornið. Hvaða mat leggur þú á þessa hugsun og hvernig sérð þú hagsveifluna fyrir þér? Ég tel allar líkur á því að þessi hagsveifla fylgi svipuðu munstri og flestar fyrri hagsveiflur. Mjög fá dæmi eru um tvöfalda (e. „double dip“) niðursveiflu í hagsögu undangenginna áratuga. Ég álít því að hagvaxtarhorfur á heimsvísu séu ágætar. Reyndar er ólíklegt að atvinnuleysi taki að minnka fyrr en seint á árinu 2010 eða jafnvel 2011 enda er það er eðli hagsveiflna að bætt atvinnuástand fylgir í kjölfar vaxtar. En að öllu samanlögðu tel ég hagvaxtarskeið hafið í heiminum og það feli í sér að helstu hlutabréfavísitölur fari almennt hækkandi á næstu misserum, þótt að sjálfsögðu verði töluvert flökt um slíka leitni eftir því hvernig staða og horfur eru metnar á hverjum tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.