Frjáls verslun - 01.10.2009, Blaðsíða 91
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 9 91
Þegar Margrét Leifsdóttir,
arkitekt og verkefnisstjóri hjá
skipulags- og byggingarsviði
Reykjavíkur, er spurð um
áhugamál nefnir hún meðal
annars græna drykki og
sjósund.
Um grænu drykkina segir
hún: „Þetta eru hráfæðisdrykkir
og ég drekk þá vegna
hollustunnar og vegna þess
hvað mér líður vel af því að
drekka þá.“
Þess má geta að hún sótti
á sínum tíma tveggja vikna
hráfæðisnámskeið í Puerto
Rico en ástæðan er atópískt
exem sem hún er með. „Það
var magnað að vera í Puerto
Rico. Við vöknuðum eldsnemma
og byrjuðum daginn með jóga,
svo drukkum við hveitigras auk
þess að setja það inn í eyru,
nef og augu. Við sóttum
tíma í áhrifum hráfæðis
á líkamann, hvernig
rækta eigi grænmeti
og hvernig búa á
til hráfæði. Áhersla
var lögð á tengingu
sálar og líkama og
mikilvægi hreyfingar.“ Í dag er
hún dugleg að útbúa græna
drykki og drekkur tvö glös á dag
í vinnunni. nokkrir vinnufélagar
hafa bæst í græna klúbbinn og
fer ört fjölgandi.
Margrét stundar sjósund um
einu sinni í viku. „Þetta er
áskorun. Ég er kuldaskræfa en
það tók mig margar vikur að
koma mér af stað. Þetta er
spurning um að stilla hugann.
Sjósund er gott fyrir húðina,“
segir Margrét sem syndir
yfirleitt í hverri viku – oft í
hádeginu – og skellir sér svo í
heita pottinn í nauthólsvík eftir
svamlið í sjónum. „Þetta gefur
mér innspýtingu af hressileika
og lyftir manni upp. Ég sigrast
á sjálfri mér og þetta er
ögrun.“
Grænir drykkir og sjósund
fyrir líkama og Sál
Margrét Leifsdóttir. „Þetta eru hráfæðisdrykkir og ég drekk þá vegna
hollustunnar og vegna þess hvað mér líður vel af því að drekka þá.“
Helgi Jóhannesson, lögmaður hjá LEX, eignaðist fyrst mótorhjól
rúmlega þrítugur að aldri. nokkrum árum síðar eignaðist hann
sitt fyrsta torfærumótorhjól og segist vera forfallinn hvað það
varðar. „Það sameinar útivist, „adrenalínkikk“ og spennandi
ferðalög um landið í góðum félagsskap. Það er ekkert betra en
koma heim úr góðum hjólatúr titrandi af þreytu og sælu með
nef og eyru full af mold og skít.“
Helgi fer í ferðalög með félögum sínum og hafa þeir til að
mynda farið upp á Fjallabak, á Heklusvæðið og þeir hafa hjólað
í nágrenni Þeistareykja og Ásbyrgis.
„Þetta er skemmtilegt leikfang fullorðna mannsins.“
Lögmaðurinn hóf að stunda skotveiði fyrir þremur árum.
Hann skaut hreindýr í fyrsta skipti nú síðsumars auk þess sem
hann hefur skotið rjúpu í jólamatinn og gæs skaut hann undir
Eyjafjöllum og endur í Eyjafirði. Þess má geta að hann ætlar að
elda rjúpu á aðfangadagskvöld. Hreindýrið verður á boðstólum
á gamlárskvöld.
Helgi er í annasömu og ábyrgðarmiklu starfi og segir að
þegar hann stundi þessi áhugamál þurfi hann að fókusera á
allt annað en vinnuna. Því fylgir hvíld frá amstri dagsins.
Hann býr í Reykjavík en á hús í Fljótshlíð þar sem hann
dvelur oft hvort sem er vetur, sumar, vor eða haust. „Það færist
einhver innri ró yfir mann við að komast út á land.“
Helgi nýtur íslenskrar náttúru hvort sem er á torfærumótor-
hjólinu, í skotveiðinni eða í Fljótshlíðinni. „Mér finnst Ísland vera
besta land í heimi.“ Í því sambandi nefnir hann birtuna, náttúr-
una og ferskleika. „Það þurfti ekki breyttan lífsstíl í kjölfar kreppu
og verðlækkunar krónunnar til að ég mæti mest ferðalög og
útivist innanlands. Þannig hefur það alltaf verið hjá mér.“
torfærumótorhjól og skotveiði
Birtan og ferSk náttúran
Helgi Jóhannesson.
„Þetta er skemmti-
legt leikfang
fullorðna
mannsins.“