Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2009, Blaðsíða 96

Frjáls verslun - 01.10.2009, Blaðsíða 96
Fólk 96 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 9 Margrét Reynisdóttir. „Eitt eftirminnilegasta skíðafríið var á Akureyri um síðastliðin áramót. Við gistum í íbúð á Akureyri og skíðuðum flesta dagana. Á gaml- ársdag var að sjálfsögðu verið á skíðum og svo borðuðum við á Hótel KEA um kvöldið með eintómum útlendingum.“ framkvæmdastjóri Gerum betur MARGRÉT REYNISDÓTTIR margrét Reynisdóttir rekur ráðgja-farfyrirtækið Gerum betur, sem sérhæfir sig í námskeiðum, ráðgjöf og útgáfu á kennsluefni um þjónustu. Á vormánuðum gaf fyrirtækið út fyrstu íslensku kennslumyndböndin um þjónustu. Í þjónus- tumyndböndunum Þjónustan er fjöreggið sýnir Örn Árnason leikari, ásamt fleirum, hvernig hægt er að gera góða þjónustu framúrskara- ndi og hvað ber að varast. Fjallað er um mikilvæga þætti í þjónustu svo sem hvernig eigi að taka á móti viðskiptavinum, samskipti við óánægða viðskiptavini og símaþjónustu. Einnig hefur Margrét skrifað fyrstu íslensku bókina um þjónustu sem ber heitið Þjónusta – fjöregg viðskiptalífsins og rit um sama efni. „Ástæðan fyrir því að ég hef unnið að því að gefa út íslenskt efni er sú að starfsmenn vilja efni sem miðast við aðstæður sem þeir þekkja og eiga auðvelt með að samsama sig. Íslenskt efni sem miðast við veruleika starfs- manna og menningu er talið best fallið til að bæta þjónustuna. Kennslumyndböndin Þjó- nustan er fjöreggið og bókina Þjónusta - fjöregg viðskiptalífsins má einnig nota til að efla innri þjónustu fyrirtækja því það er gömul saga og ný að þjónustan verður aldrei betri en hún er innandyra.“ Margrét fékk Fulbright-styrk til BS-náms í Oregon í Bandaríkjunum og lauk þar námi árið 1987. „Ég settist aftur á skólabekk í Glasgow og lauk þar masters-prófi í alþjóða- markaðsfræði árið 1991. Fróðleiksþorstinn gerði aftur vart við sig og lauk ég masters- prófi í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands árið 2004.“ Stjórnun hefur lengi verið áhugamál Mar- grétar. „Ég hef verið virkur þátttakandi í starfi Stjórnvísis í fimm ár, sem er félag um fram- sækna stjórnun. Ég er núna formaður Stjórn- vísi og var áður formaður þjónustustjórnu- narhópsins innan Stjórnvísi í fimm ár. Ég mæli eindregið með því að vera félagsmaður í Stjórnvísi. Um 700 áhugamenn um stjórnun eru skráðir í félagið og á þriðja hundruð fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. Þarna er mikil gróska og hef ég kynnst gríðarlega mör- gum hæfileikaríkum einstaklingum innan félagsins. Stjórnvísi er langbesta tengslanetið á sínu sviði og er einnig mikið um áhugav- erða fyrirlestra hjá íslenskum fyrirtækjum á vegum félagsins.“ Margrét segir fjölskylduna hafa gaman af að fara á skíði. „Eitt eftirminnilegasta skíða- fríið var á Akureyri um síðastliðin áramót. Við gistum í íbúð á Akureyri og skíðuðum flesta dagana. Á gamlársdag var að sjálfsögðu verið á skíðum og svo borðuðum við á Hótel KEA um kvöldið með eintómum útlend- ingum. Við hjónin fengum okkur saltfisk og börnin pasta. Fórum svo á glæsilega brennu þar sem allir Akureyringar virtust samankom- nir. Þessi áramót voru alveg einstök upplifun, við vorum næstum eins og í skíðafríi erlendis en vorum laus við ferðaþreytuna enda voru allir endurnærðir á líkama og sál.“ nafn: Margrét Reynisdóttir fæðingarstaður: Reykjavík, 18. febrúar 1963 foreldrar: Guðrún E. Bergmann og Reynir A. Sveinsson maki: Karl Axelsson Börn: Sigríður, 13 ára og Stefanía Ásta, 10 ára menntun: BSc í matvælafræði, MS í alþjóða markaðsfræði og MS í stjórnun og stefnumótun. TEXTI: hiLmar KarLsson MynDIR: GEir ÓLaFsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.