Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2009, Blaðsíða 92

Frjáls verslun - 01.10.2009, Blaðsíða 92
92 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 9 Kvikmyndir Danska kvikmyndin Brødre er komin í bandaríska endurgerð með Jake Gyllenhaal, Tobey Maguire og natalie Portman í aðalhlutverkum Bræður í Blíðu og Stríðu TEXTI: hiLmar KarLsson d anska verðlaunakvikmyndin Brødre, sem Susanne Bier leikstýrði, vakti verðskuldaða athygli hvar sem hún var sýnd fyrir fáeinum árum og ekki síst í Bandaríkjunum. Myndin fjallar um tvo bræður og er sá eldri orðum prýddum frá danska hernum. Hinn hefur komist upp á kant við lögin. Hermaðurinn er sendur til Afghanistan þar sem þar sem hann hafnar í klóm talíbana og fjölskyldan í Danmörku, sem samanstendur af eiginkonu og tveimur dætrum, telur að hann hafi verið drepinn. Brødre varð til þess að Susanne Bier fékk tilboð um að leikstýra bandarískri kvikmynd, Things We Lost in Fire, sem frumsýnd var seint á árinu 2007. Ekki er laust við að söguþráðurinn í henni sé í líkingu við Brødre, en myndin fjallar um ekkju sem býður vini eiginmanns síns, sem hefur átt í miklum vandræðum, að búa hjá sér. Í aðalhlutverkum eru Halle Berry, Benicio Del Toro og David Duchovny. Things We Lost in Fire fékk yfirleitt góða dóma hjá gagnrýnendum en aðsókn var ekki mikil. týndur í Afganistan Fljótlega eftir að Brødre var sýnd í Bandaríkjunum var farið að huga að endurgerð hennar og var Sigurjón Sighvatsson þar fremstur í flokki og fór það svo að hann er einn aðalframleiðandi Brothers. Eins og við var að búast var dönskum persónum breytt í bandarískar, en að öðru leyti er atburðarásin mjög lík. Bandarískur hermaður er týndur í Afganistan þegar hann er í fjórðu ferð sinni til Afganistan og Íraks. Er það hald manna að hann hafi verið drepinn.Yngri bróðir hans sem fáir hafa mikið álit á og er nýsloppinn úr fangelsi tekur að sér að sjá um eiginkonu hermannsins og tvær dætur þeirra. Ekki vantar hann sjarmann og er hann fljótur að aðlagast fjölskyldulífinu og heillar dæturnar tvær, sem og eiginkonuna. Þegar hermaðurinn snýr óvænt aftur, en hann hefur verið í haldi talíbana, er ekki laust við að titringur fari um bróður hans og eiginkonu sem hafa náð ágætlega saman. Í hlutverkum bræðranna eru Tobey Maguire, sem leikur her- manninn Sam, og Jake Gyllenhaal, sem leikur svarta sauðinn, Tommy. Natalie Portman leikur eiginkonuna Grace og í hlutverkum foreldra bræðranna eru Sam Shephard og Mare Winningham. Vonast eftir óskarstilnefningum Í upphafi átti að hefja sýningar á Brothers um mitt árið en því var frestað fram í desember til að vera með í óskarsslagnum. Nú verða tíu kvikmyndir tilnefndar til óskarsverðlauna sem besta kvikmynd á næsta ári í stað fimm og Sigurjón og félagar eru bjartsýnir á að Brothers fái tilnefningar. Ekki ætti leikstjóri myndarinnar að slá á þær vonir en það er Írinn Jim Sheridan, sem meðal annars leikstýrði My Left Foot og In The Name of the Father, sem báðar voru tilnefndar til óskarsverðlauna sem besta kvikmynd. Handritið skrifar David Benioff eftir handrit Susanne Biers. Benioff skrifaði meðal annars handritið að Flugdrekahlauparanum (The Kite Runner). Jim Sheridan er ekki afkastamikill leikstjóri. Brothers er sjöunda kvikmyndin sem hann leikstýrir frá árinu 1989 þegar hann sendi frá sér My Left Foot. Aðrar kvikmyndir hans eru The Field (1990), In the Name of the Father (1993), The Boxer (1997), In America (2002) og Get Rich or Die Trying (2005). Sheridan er óvenju sprækur um þessar mundir og er með tvær myndir í takinu fyrir utan Brothers. Önnur er Black Mass, sem byggð er á sannri sögu og fjallar um bræðurna William Bulger og James „Whitey“ Bulger, en annar varð mikilsvirtur stjórnmálamaður, hinn mafíuforingi. Hin myndin er Emerald City sem fjallar um írska glæpamenn í New York. Ekki er ljóst á hvaða stigum þessar myndir eru en víst er að Black Mass seinkar þar sem hún átti að fara í tökur á þessu ári en ekkert hefur enn gerst í þeim efnum. Þess má svo geta að dóttir Jim Sheridans, Kirsten Sheridan, hefur fetað í fótspor föður sín og leikstýrði síðast hinni tilfinningaþrungnu August Rush. Hún ásamt föður sínum og systur, Naomi Sheridan, voru tilnefnd saman til óskarsverðlaunanna árið 2003 fyrir handritið að In America. Tommy Cahill (Jake Gyllenhaal) ásamt eiginkonu bróður síns (Natalie Portman) og dætrum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.