Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2009, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.10.2009, Blaðsíða 15
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 9 15 T ö LV u p ó S T u R I N N Svar: „Þegar á móti blæs gildir að halda ró sinni og huga að áfangastað, enda ber „hugurinn þig hálfa leið“ var mér oft sagt í æsku. Ef við horfum til forgöngumanna liðinna kynslóða, s.s. Abrahams Lincoln, þá er ljóst að þrautseigja og æðruleysi eru besta veganesti á vandrötuðum vegi. Lincoln lenti í hverju áfallinu á fætur öðru áður en hans var minnst á fimm dollara seðli fyrir afrek sín í borgarastyrjöldinni og fyrir fram- lag hans til að enda þrælahald í landi hinna frjálsu. Leið hans var mörkuð af ástarsorg, missi, pólitískum ósigrum og gjaldþrotum – en uppgjöf var aldrei í boði og hann einbeitti sér að viðfangsefnum sínum af einstökum vilja og virðingu. Leið okkar Íslendinga er vörðuð af sömu eiginleikum – dugn- aði og vinnusemi, festu og heiðarleika, og allra gullnu ráðanna sem við finnum í Hávamálum. Einnig er gott að hafa hugfast nokkrar lexíur fræðimanna um árangur. Að sögn meistara, eins og Collins og Coveys, skiptir viðhorf okkar til viðfangsefnisins höfuðmáli – að sjá tækifærin í kreppunni, að sjá möguleikana í því ómögulega. Ábyrgð okkar, kraftur og virkni er forsenda allra framfara. Fagmennska og skýr framtíðarsýn munu ávallt þjóna langtíma- árangri. Kjarkurinn til að skilja kjarnann frá hisminu og getan til að ein- beita okkur að mikilvægustu verkefnum dagsins gerir okkur kleift að nýta tímann vel og forgangsraða í takt við setta stefnu. Að koma auga á sameiginlega hagsmuni þeirra sem deila eða þeirra sem semja er leiðin að sigri beggja. Slíkt „win-win“ hugarfar er lykilatriði í öllum samningaviðræðum. Skilvirk hlustun er leiðin að skilningi, hún er forsenda þess að vinna með fólki á grunni gagnkvæmrar virðingar. Að sammælast um að leita að bestu leiðum og að beita sköpunar- gleði við úrlausn viðfangsefna, málamiðlun þjónar ekki tilgangi – er önnur leið en „mín leið“ eða „þín leið“. Að lokum ber að hlúa að sjálfum sér og standa vörð um lík- amlega, andlega og félagslega vellíðan þína og annarra. Guðríður Þorbjarnardóttir sigldi með föruneyti sínu til Vínlands löngu áður en Covey skrifaði sína metsölubók. Leiðangrar Guðríðar einkenndust af svipuðum gildum og lífssýn og nútímahöfundar rita um. Erfiðleikar hennar, ástvinamissir, áskoranir á láði og legi, og menningarárekstrar drógu ekki úr forvitni hennar eða lífsgleði og stöðugri leit að nýrri upplifun og fróðleik. Ferðir Guðríðar frá Snæ- fellsnesi til Grænlands, til Hóp við Hudson Bay, aftur til Íslands og þaðan fótgangandi á fund páfa í Rómarborg einkenndust af dugn- aði og krafti og ferskri sókn eftir nýjum sannleika. Sóknin endaði í Skagafirði þar sem hún miðlaði komandi kynslóðum af sýn sinni. Þegar á móti blæs gilda sömu viðhorf og hafa þjónað okkar for- göngumönnum – dugnaður í bland við auðmýkt, skýr sýn, næmt auga fyrir sameiginlegum hag og kjarkurinn til að ná settum mark- miðum. Vinir okkar við MIT-háskólann hafa sett þetta fram með sýnum hætti: 1) Staldraðu við og skildu nýjar aðstæður (Make sense of the new world) og náðu til allra hagsmunaaðila með þessum skilningi. 2) Miðlaðu stöðugt (Communicate constantly) vertu sýni- legur, segðu sannleikann, segðu bæði það sem þú veist – og veist ekki. Og segðu það aftur og aftur. 3) Skapaðu heillandi sýn (Create a compelling vision) og byggðu framtíð okkar á tærum gildum og sýn og tilgangi.“ Til: Guðrúnar Högnadóttur, framkvæmdastjóra Opna Háskólans: Efni: Þú varst nýlega með námskeiðið Að laða fram það besta í lífsins ólgusjó. Þar kynntir þú aðferðafræði „coaching“, þjálfun. Hver er galdurinn við að laða fram það besta? Laða fram það besta TöLVupóSTuRINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.