Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2009, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.10.2009, Blaðsíða 39
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 9 39 s t u ð u l l þjóðfundurinn íslendingar hafa lært í sögubókum um Þjóðfundinn 1851 sem var haldinn á sal Lærða skólans í Reykjavík. Fundinum hefur verið lýst sem einum afdrifaríkasta atburði í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga þar sem rætt var um að innlima Ísland að fullu í Danmörku. Íslensku fulltrúarnir risu allir sem einn úr sætum og sögðu hin fleygu orð sem kennd hafa verið við Jón Sigurðsson: „Vér mótmælum allir.“ Það voru því miklar væntingar til Þjóðfundarins í Laugardalshöll laug- ardaginn 14. nóvember síðastliðinn. Heiti fundarins var í stærra lagi; Þjóð- fundur. Það voru grasrótarsamtökin Mauraþúfan sem stóð að fundinum. Á dagskrá var ekkert smámál þótt ekki væri það um að innlima Ísland í Danmörku. Ræða átti sameiginlegt gildsamt þjóðarinnar og framtíðarsýn, auk hugmynda um endurreisn Íslands. „Heiðarleiki“ var hið fleyga orð Þjóðfundarins í Laugardalshöll. Það var það gildi sem langoftast var nefnt. En jafnrétti, virðing og réttlæti voru einnig áberandi. Ýmsir hafa gagnrýnt fundinn og efast um gildi hans og sagt að út úr svona fundi geti ekkert komið sem máli skipti. Svona fundir séu fjas. Það er í sjálfu sér einstakt að efnt sé til svona þjóðfundar þar sem fundargestir eru valdir af handahófi í þjóðskrá en fulltrúum ýmissa samtaka jafnframt boðið. Fund- argestir voru allir á einu máli um að andrúmið í Höllinni þennan dag hafi verið einstakt og jafnvel ólýsanlegt; svo frjóar voru umræður um grunn- gildin. Á fundinum var gestumr raðað niður á um 160 borð, þar sem ýmis málefni voru rædd og um þau kosið. Það fyrsta sem þátttakendur gerðu þegar þeir settust til borðs var að skrá niður þau þrjú grunngildi sem að þeirra mati væru mikilvægust. Eftir það fór fram umræða um gildin, og kaus hvert borð svo þrjú gildi. Það gildi sem langoftast var nefnt var heiðarleiki, en jafnrétti, virðing og réttlæti voru einnig áberandi. Eftir það var rætt um þær grunnstoðir sem gestir töldu að byggja ætti íslenskt þjóðfélag á. Menntamál, atvinnulíf, velferð, umhverfismál, stjórnsýsla, sjálfbærni, fjölskyldan og jafnrétti voru þar oftast nefnd til sögunnar. Síðan var aftur raðað niður á borð, og hafði hvert borð það hlutverk að kryfja eina stoð. „heiðarleiki“ var hið fleyga orð þjóðfundarins í laugardalshöll. það var það gildi sem langoftast var nefnt. En jafnrétti, virðing og réttlæti voru einnig áberandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.