Frjáls verslun - 01.10.2009, Page 39
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 9 39
s t u ð u l l
þjóðfundurinn
íslendingar hafa lært í sögubókum um Þjóðfundinn 1851 sem var haldinn á sal Lærða skólans í Reykjavík. Fundinum hefur
verið lýst sem einum afdrifaríkasta
atburði í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga
þar sem rætt var um að innlima
Ísland að fullu í Danmörku. Íslensku
fulltrúarnir risu allir sem einn úr
sætum og sögðu hin fleygu orð sem
kennd hafa verið við Jón Sigurðsson:
„Vér mótmælum allir.“
Það voru því miklar væntingar til
Þjóðfundarins í Laugardalshöll laug-
ardaginn 14. nóvember síðastliðinn.
Heiti fundarins var í stærra lagi; Þjóð-
fundur. Það voru grasrótarsamtökin
Mauraþúfan sem stóð að fundinum.
Á dagskrá var ekkert smámál þótt
ekki væri það um að innlima Ísland
í Danmörku. Ræða átti sameiginlegt
gildsamt þjóðarinnar og framtíðarsýn,
auk hugmynda um endurreisn
Íslands.
„Heiðarleiki“ var hið fleyga orð
Þjóðfundarins í Laugardalshöll. Það
var það gildi sem langoftast var nefnt.
En jafnrétti, virðing og réttlæti voru
einnig áberandi.
Ýmsir hafa gagnrýnt fundinn og
efast um gildi hans og sagt að út úr
svona fundi geti ekkert komið sem
máli skipti. Svona fundir séu fjas.
Það er í sjálfu sér einstakt að
efnt sé til svona þjóðfundar þar sem
fundargestir eru valdir af handahófi
í þjóðskrá en fulltrúum ýmissa
samtaka jafnframt boðið. Fund-
argestir voru allir á einu máli um að
andrúmið í Höllinni þennan dag hafi
verið einstakt og jafnvel ólýsanlegt;
svo frjóar voru umræður um grunn-
gildin.
Á fundinum var gestumr raðað
niður á um 160 borð, þar sem ýmis
málefni voru rædd og um þau kosið.
Það fyrsta sem þátttakendur gerðu
þegar þeir settust til borðs var að skrá
niður þau þrjú grunngildi sem að
þeirra mati væru mikilvægust.
Eftir það fór fram umræða um
gildin, og kaus hvert borð svo þrjú
gildi. Það gildi sem langoftast var
nefnt var heiðarleiki, en jafnrétti,
virðing og réttlæti voru einnig
áberandi.
Eftir það var rætt um þær
grunnstoðir sem gestir töldu að
byggja ætti íslenskt þjóðfélag á.
Menntamál, atvinnulíf, velferð,
umhverfismál, stjórnsýsla, sjálfbærni,
fjölskyldan og jafnrétti voru þar oftast
nefnd til sögunnar.
Síðan var aftur raðað niður á borð,
og hafði hvert borð það hlutverk að
kryfja eina stoð.
„heiðarleiki“ var hið fleyga orð
þjóðfundarins í laugardalshöll.
það var það gildi sem langoftast var
nefnt. En jafnrétti, virðing og réttlæti
voru einnig áberandi.