Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2009, Blaðsíða 64

Frjáls verslun - 01.10.2009, Blaðsíða 64
64 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 9 „ég er mikið jólabarn og hlakka alltaf til,“ segir Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, frétta- maður og þáttastjórnandi. „ég reyni samt að byrja ekki á jólalögunum fyrr en aðventan nálgast. ég skrifa ansi mörg jólakort og byrja snemma að skrifa. Mér finnst notalegt að setjast niður í skammdeginu, kveikja á kerti og skrifa kortin. Gef mér þá alltaf tíma til að hugsa til þeirra sem ég skrifa til hverju sinni og rifja um leið upp notalegar samverustundir. Þetta finnst mér dýrmætt í jólaundirbúningnum og ég hef alltaf mynd af börnunum mínum fjórum í kortinu. Mér finnst gott að byrja snemma á jólagjöfunum og velta því fyrir mér hvað ég og fjölskyldan ætlum að gefa hverjum. Best er að vera snemma búin að gera ráðstafanir vegna jólagjafanna svo nota megi aðventuna til að undirbúa gjafirnar og skrifa kortin sem fara á pakkana. Við í minni fjölskyldu tökum forskot á sæluna sem felst í jólunum og setjum jólatréð upp snemma. Maðurinn minn á afmæli 20. desember og þá höldum við jólaboð. Þá gefst nú heldur betur tæki- færi til að fást við eldamennskuna, pæla í því hvað við ætlum að hafa og nostra svo við matargerðina dagana á undan. Þegar því boði er lokið er ég yfirleitt byrjuð á undirbún- ingi aðfangadagskvölds. Við höfum kalkún með öllu tilheyrandi og heimatilbúinn ís á eftir með möndlu. Fyrst förum við í kirkju og svo njótum við kvöldsins saman, borðum góða matinn og opnum gjafir. Þegar ég var í námi í Sviss og við vorum þrjú í heimili hafði ég í fyrsta skipti kalkún á aðfangadag. ég fékk ekki nema átta kílóa fugl sem þýddi að við borðuðum ekkert nema kalkún dögum saman. Sem reyndar gaf okkur endalausar hugmyndir að réttum. Jólasteikin á mínu heimili er kalkúnn með fyllingu. ég er hins vegar alin upp við rjúpur og finnst þær góðar – en það varð sameiginleg niðurstaða, eftir að hafa búið í Sviss um árabil, að kalkúnn yrði okkar hefð. en í eftirrétt er alltaf heimatilbúinn ís með bræddu súkkulaði og möndlu. Mikil spenna er á meðan hver muni vera með möndluna og möndlugjöfin er yfirleitt gjöf sem hentar ólíkum aldurshópum á heimilinu. Heimatilbúinn ís 1/2 l rjómi 6 egg 6 msk sykur 100 g rjómasúkkulaði (má vera meira) Þeytið rjómann og setjið í skál. Þeytið egg og sykur saman svo úr verði þykk og freyðandi blanda. Blandið nú varlega saman þeytta rjómanum og eggja- og sykurblöndunni. Hellið í álform og setjið í frysti; ef þið eruð með möndlu þá fer hún núna í ísinn. Ísinn geymist vel í frystinum. Brjótið súkkulaði í skál og bræðið í vatns- baði þar til súkkulaðið er bráðnað. Setjið ísinn á diska og súkkulaðið yfir, bíðið örstutta stund þar til súkkulaðið er harðnað og berið fram. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir. „Best er að vera snemma búinn að gera ráðstafanir vegna jólagjafanna svo nota megi aðventuna til að undirbúa gjafirnar og skrifa kortin sem fara á pakkana.“ Jólaboð 20. desember jólin koma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.