Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2009, Side 11

Frjáls verslun - 01.10.2009, Side 11
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 9 11 Breski sálfræðingurinn Adrian Furnham segir að annar hver forstjóri í hverju landi sé misheppnaður. Það sé bara spurn- ing um tíma hvenær forstjórinn bregst. Oftast eru misheppnaðir stjórar bara reknir og búið með það. Meðalseta á forstjórastóli í vestrænum ríkjum varir aðeins í þrjú ár. Sárafáir forstjórar sitja mjög lengi og verða frægir. Stundum eru afleiðingarnar verri en brottrekstur og núna í fjármálakreppunni er óvenjumikið framboð af misheppnuðum for- stjórum. Og oft eru þeir í minnstu áliti núna sem fóru hæst fyrir aðeins nokkrum miss- erum. Snillingurinn reyndist vera skúrkur og hefur þó ekkert breyst. í Bandaríkjunum sitja nú 26 forstjórar stórra fyrirtækja í fangelsi, dæmdir fyrir fjár- málamisferli. Furnham er höfundur margra bóka um skuggahliðarnar á góðum forstjórum. Hann bendir á að oftast eru það sömu eiginleik- arnir, sem eru bæði kostir og gallar stjórn- enda. Þetta liggur í mannlegu eðli. Snjalli forstjórinn frá í gær er misheppnaður í dag. Furnham hefur dregið fram sex persónu- einkenni sem öll má telja til kosta á einum manni en geta reynst slæmir gallar. Og hann bætir við einum galla sem stundum er kostur: Maður liðsheildarinnar. 1. Þetta er stjóri sem líkja má við góðan fótboltamann. Hann eða hún leikur alltaf fyrir liðið. En svo kemur á daginn að stjórinn er kjarklaus þegar kemur að erfiðum ákvörðunum – er ákvarðanafælinn. Uppáhald viðskiptavinanna.2. Þessi nær oft góðu sambandi við viðskiptavinina en öll útgjöld í fyrirtækinu fara úr bönd- unum. Aðhald er ekkert því áherslan er á að hafa alla góða. Frumkvöðullinn.3. Hér skortir ekki hug- myndirnar og snjallræðin. Flestar áætl- anir eru þó óraunhæfar og mikill tími fer til spillis vegna þess að hugmynd- irnar voru ekki svo góðar þrátt fyrir allt. Hugsjónamaðurinn.4. Þessi sér hlutina í hinu stóra samhengi, hugsar á heims- vísu, en gleymir að hjá flestum fyrir- tækjum er heimamarkaðurinn mikil- vægastur. Forstjórinn flýgur hátt en skortir skýra stefnu. Góði maðurinn.5. Það er gott að vera góðmenni en það er ekki endilega kostur á manni á forstjórastóli. Mjúkir menn endast sjaldan lengi á toppnum. Greinandinn. 6. Á létt með að greina hvað ber að gera. Kemur strax auga á vand- ann en greiningaráráttan getur virkað lamandi. Það getur vafist fyrir greinand- anum að taka erfiðar ákvarðanir. Fylginn sér. 7. Stundum er forstjóri, sem er fylginn sér, ekkert annað en siðvill- ingur eða sýkópat. En er það galli? Innan fyrirtækis er hann hataður og er illa fallinn til að hafa mannaforráð en getur dugað vel í harðri samkeppni við önnur fyrirtæki. S T J ó R N u N a R m o L I TExTI: gísli kristjánsson Skuggahlið á góðum manni

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.