Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2014/100 443 Inngangur Kannabis er samheiti yfir virk efni sem finna má í plöntunni Cannabis sativa. Frá alda öðli hafa menn not- að plöntuna til að breyta líðan eða komast í vímu. Í dag er kannabis einn mest notaði vímugjafi í heiminum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að árlega noti 147 milljónir manna kannabis, eða rúmlega 2% jarðarbúa.1 Í skýrslu Rannsókna og greiningar árið 2012 kemur fram að tíðni notkunar á kannabis einu sinni eða oftar um æv- ina hjá unglingum í 10. bekk á Íslandi var 9% árið 2009 og 7% árið 2012.2 Ætla verður að um nokkuð áreiðan- legar tölur sé að ræða þar sem hlutfall grunnskólanema sem hafa tekið þátt í könnuninni hefur verið afar hátt og nam til dæmis 86% árið 2012.2 Talið er að tetrahydrocannabinol (THC) og skyld virk efni í kannabis verki á viðtaka (CB1 og CB2) sem finna má víða í líkamanum en enn er þó ekki vitað hvaða hlutverki þeir gegna í mönnum.3 Þrátt fyrir út- breidda notkun kannabisefna í mörgum löndum á síð- ustu áratugum er enn margt óljóst um áhrif efna sem bindast þessum viðtökum í líkamanum. Þar er bæði um að ræða endogen (efni mynduð í líkamanum) og exogen eða utanaðkomandi kannabinoid-efni. Mest er vitað um virkni exogen efnisins delta-9-tetrahydrocannab- inols (oftast vísað til þess sem THC). Um áratugaskeið hafa vísbendingar verið um að kannabis auki hættu á geðsjúkdómum, einkum geðrofi (psychosis), sem gæti með tímanum þróast í geðklofa hjá hluta slíkra einstaklinga. Árið 1987 birtist loks um- fangsmikil ferilrannsókn, gerð á hermönnum í Svíþjóð, sem kannaði þessi tengsl. Í rannsókninni var aðferðum faraldsfræðinnar beitt til að kanna tengsl kannabis- notkunar og þróunar geðklofa í kjölfarið í fjölmennu þýði.4 Niðurstöðurnar mörkuðu viss tímamót í þekk- Á síðustu 30 árum hefur vísbendingum fjölgað um að kannabisreykingar auki hættu á geðrofi (psychosis) sem geti þróast áfram í geðklofa hjá hluta slíkra einstaklinga. Síðasta áratug hafa verið birtar margar rannsóknir sem skýra tengsl kannabis og geðrofs. Markmið þessarar yfirlitsgreinar er að taka saman og fjalla um þessi tengsl. Farið er yfir niðurstöður 14 ferilrann- sókna á 9 rannsóknarþýðum og 9 tilfellaviðmiðarannsókna. Þegar niður- stöður þeirra eru teknar saman styðja þær ótvírætt að notkun kannabis sé sjálfstæður áhættuþáttur fyrir geðrof og að öllum líkindum einnig fyrir þróun langvinnra geðrofssjúkdóma eins og geðklofa. um skammtaháð samband er að ræða þar sem áhættan eykst með tíðari neyslu. Einnig sýna rannsóknir að notkun kannabis á unglingsaldri hefur sterkari tengsl við geðrof en neysla sem hefst á fullorðinsárum. Frekari rannsókna er þó þörf enda geta geðrofssjúkdómar verið lengi í þróun og vandasamt að mæla skýribreytu og svarbreytu og flókið samband þeirra. Við teljum mikilvægt að auka þekkingu almennings á alvarlegum afleiðingum kanna- bisnotkunar og þeirri staðreynd að ekki er hægt að spá fyrir um hverjir þeirra sem nota efnið reglulega veikist af skammvinnu geðrofi og hverjir af langvinnum geðrofssjúkdómi. ÁGRIp ingarleit á þessu sviði. Rannsóknin sýndi að endurtekin neysla kannabisefna eykur hættu á geðrofi og í kjölfarið hættu á alvarlegum geðrofssjúkdómi eins og geðklofa hjá ungum karlmönnum. Síðan hafa birst margar rann- sóknir sem styrkja meginniðurstöður sænsku her- mannarannsóknarinnar og verða þær kynntar í þessari yfirlitsgrein. Einnig hafa verið birtar fjölmargar rann- sóknir sem styðja að notkun kannabisefna geti valdið versnun á geðrofssjúkdómi hjá þeim sem hafa greinst með slíka sjúkdóma, svo sem geðklofa. Þó hafa verið deilur um hvort tengslin felist frekar í því að kannabis valdi geðrofi eða hvort fylgnin kunni að skýrast af því að þeir sem fara í geðrofsástand séu líklegri til að nota efnið en aðrir og notkunin auki í raun ekki hættuna á geðrofi. Ferilrannsóknir eru öflugasta rannsóknarsniðið til að varpa ljósi á þessi tengsl. Í þessari grein eru teknar saman og fjallað um helstu niðurstöður rannsókna sem birst hafa um tengsl kannabisnotkunar, geðrofs og geð- klofa. Aðferðir Gerð var gagnaleit þann 15.01.2013 og aftur 01.10.2013 í gagnasafninu PubMed með leitarskilyrðunum ,,Schi- zophrenia and Disorders with Psychotic Features AND Cannabis“ og ,,Schizophrenia and Disorders with Psychotic Features AND Marijuana abuse“. Þegar búið var að taka út greinar sem komu fram tvisvar stóð eftir 801 grein frá árunum 1962-2013. Valdar voru greinar með ensku ágripi og á ensku sem fjölluðu um notkun kanna- bis og afleiðingar hennar meðal manna. Alls voru 408 ágrip lesin og 111 greinar valdar til frekari yfirferðar. Við val greina var meðal annars tekið tillit til fjölda til- Greinin barst 9. mars 2014, samþykkt til birtingar 2. júlí 2014. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Eykur notkun kannabis hættu á geðrofi og þróun geðklofa? Arnar Jan Jónsson1 læknanemi, Hera Birgisdóttir1 læknanemi, Engilbert Sigurðsson1,2 læknir 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2geðsviði Landspítala. Fyrirspurnir: Engilbert Sigurðsson engilbs@landspitali.is Y F I R L I T NÝ ÁBENDING Strattera er nú eina lyfið sem samþykkt er til að hefja meðferð við ADHD hjá fullorðnum Heimildir: 1. www.serlyfjaskra.is. 2. Michelson D et al. Biol Psychiatry 2003; 53(2): 112–20. 3. Young JL et al. Clin Neuropharmacol 2011; 34(2): 51– 60. 4. Adler LA et al. J Clin Psycho Pharmacol 2009; 29(1): 44–50. 5. Adler LA et al. J Clin Psychiatry 2005; 66(3): 294 –9. 6. Adler LA et al. J Atten Diord 2008; 12(3): 248–53. – Fyrsta og eina lyfjameðferðin fyrir fullorðna með ADHD sem tilheyrir ekki flokki örvandi lyfja1 – Dregur úr helstu einkennum ADHD og veitir stöðuga stjórn á einkennum allan daginn yfir lengri tíma, borið saman við lyfleysu2-6 – Tekið einu sinni á dag1 – Hefur staðfestar upplýsingar varðandi öryggi og þol sem sýna að Strattera er góð meðferð fyrir sjúklinga sem þjást einnig af félagsfælni og áfengissýki1 Með stöðugri stjórn á einkennum vekur ADHD minni athygli Strattera LIL130801
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.