Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 35
LÆKNAblaðið 2014/100 467 endurmenntun, meðal annars með þátttöku í námskeiðum og ráð- stefnum erlendis sem þá var ekki algengt. En samtímis hélst sú alúðlega umönnun sem gerði hjartadeildina að flaggskipi Land- spítalans næstu áratugi. Í landinu var skolli n á kreppa þar sem skyndilega veiddist engin síld, og gengi íslenskrar krónu fellt um helming. Vegna fjár- skorts var neyðarvagn byggður á trésmíðaverkstæði spítalans. Sá var engin smásmíði því að hin öldnu rafloststæki vógu 50 kíló og þar við bættist súrefniskútur og ýmis áhöld. Vagninn var skírður Stóri Kláus! (mynd 2) Hjartaþræðingar Forssman3 þræddi sitt eigið hjarta 1929 og Cournand4 lýsti þræð- ingu hægri hluta hjartans hjá mönnum 1941. Þeir fengu Nóbels- verðlaunin fyrir vikið. Prófessor Sigurður Samúelsson var næmur á framfarir í lyf- læknisfræði og lagði drög að hjartaþræðingastofu á Landspítal- anum ásamt Ásmundi Brekkan prófessor á röntgendeild og fleiri góðum mönnum. Þegar árið 1966 var keypt röntgenborð með C- armi sem hafði 32 mm kvikmyndavél á öðrum enda og röntgen- lampa á hinum og sett niður í smáskika framan við verðandi hjarta- deild (mynd 3). Sigurður kom til leiðar við próf. John Goodwin yfirlækni hjartadeildar á Hammersmith-spítalanum í London að undirritaður, sem þá var aðstoðarlæknir þar, yrði þjálfaður í alls kyns hjartaþræðingum hjá fullorðnum og börnum. Þótt þræðingastofan væri formlega opnuð 13. júní 1969 varð bið á fyrstu formlegu þræðingunni. Hjartaþræðing er teymisvinna en ekki voru heimildir til ráðninga annarra en læknisins. Djúp kreppa var í landinu, eins og áður sagði. Unnur Sigtryggsdóttir hjúkr- unarstjóri á hjartadeildinni lánaði rannsóknarstofunni hjúkrunar- fræðinginn Sigrúnu Gísladóttur. Gísli Blöndal hagsýslustjóri hafði alræðisvald um nýráðningar ríkisstarfsmanna og með fortölum tókst að fá eina stöðuheimild tæknimanns, Viktors Magn ússonar, nánast einu viðbót ársins hjá ríkinu! Fóru þau Sigrún og Viktor nú á námskeið á Hammersmith og komu heim með slatta af notuðum æðaleggjum sem þau fengu í nestið, en í þá daga voru æðaleggir til þræðinga margnotaðir, látnir liggja í bakka með sóttvarnarlegi. Ekki voru til mælitæki til blóðfræðilegra rannsókna (þrýstings- og súrefnismælinga) né æðaleggir og önnur áhöld. Keyptir voru tveir einfaldir þrýstingsmælar, þriggja rása síriti og sýni voru mæld í tækjum rannsóknadeildarinnar. Flest skurðáhöld voru aflagðar græjur frá skurðdeildinni. Ásmundur Brekkan hafði þrætt upp í ósæð til að taka æða- myndir en fyrsta formlega hjartaþræðingin var 27. janúar 1970. Á þeim tíma þurfti að skera inn á bláæð í olnbogabót til að komast í hægri hluta hjartans, stungið í náraslagæð og með Seldinger-tækni þrætt upp í vinstra slegil. Útöndunarlofti var safnað í Douglas- poka, þrýstingur og súrefnismettun mæld í öllum hjartahólfum og meginæðum, útfall hjartans reiknað og tekin röntgenkvikmynd þar sem þurfa þótti. Þrýstisprauta var fengin að láni hjá röntgen- deildinni og fylgdi Ásdís Guðmundsdóttir röntgenhjúkrunar- fræðingur með til frambúðar og röntgenlæknir stjórnaði mynda- tökunni. Tveir meinatækninemar, Guðrún Bjarnadóttir og Þórdís Kolbeinsdóttir, komu í starfsnám hjá okkur í lífeðlisfræði og ílent- ust að námi loknu. Eftir þessa erfiðu fæðingu dafnaði króginn hratt. Fyrsta árið var gerð 51 þræðing til að rannsaka bæði sjúklinga með hjarta- lokusjúkdóma en aðallega þó börn vegna meðfæddra hjartagalla. Allir voru reiðubúnir að koma utan vinnutíma þegar nýfædd börn þurftu þræðingu þótt bakvaktir væru ekki í boði. En nú duga oft- ast ómskoðanir af hjarta en þær uppgötvuðust síðar og þróuðust þá undir handleiðslu Ragnars Danielsen. Með tilkomu hjartarannsóknastofunnar var unnt að stofna á lyflækningadeildinni nýtt starfsstig milli kandídats og sérfræð- ings, stöðu aðstoðarlæknis, og átti hann kost á að hafa umsjón með nokkrum legusjúklingum auk þess að framkvæma ýmsar rann- sóknir, meðal annars þræðingar á hægri hluta hjartans. Mason Sones í Cleveland í Bandaríkjunum hafði 1958 lýst hvernig mætti greina þröngar og lokaðar kransæðar með því að sprauta skuggaefni inn í þær.5 Strax á öðru ári stofunnar var farið að framkvæma kransæðaþræðingar. Algengast var að nota svo- nefnda Judgkins-tækni með stungu í náraslagæð, en Guðmundur Oddsson, sem hafði lært hjá Sones, notaði aðferð hans en þá var skorið inn á handleggsslagæð. Nú voru komnir til landsins fleiri læknar sem voru þjálfaðir í hjartaþræðingum, þeir Kjartan Pálsson, Magnús Karl Pétursson og Ólafur Stephensen barnahjartalæknir. Með batnandi árangri í hjartaskurðlækningum fjölgaði hjarta- þræðingum hröðum skrefum, sérstaklega kransæðamyndatökum og stúlkurnar okkar urðu að byrja kl. 6 á morgnana til að gera allt klárt. Eftir 5 ár var hætt að lána okkur þrýstidæluna og óhag- kvæmt þótti að endurnýja röntgenlampa í borðinu og þræðingum því holað niður í einu stofuhorni á röntgendeildinni, nema barna- þræðingum og gangráðsígræðslum sem fengu að vera áfram uppi á fjórðu hæðinni næstu 5 árin. Í óefni stefndi þegar röntgenlýsing var orðin svo dauf að allar myndir svifu í þoku (fækkun þræðinga árið 1985 sem sést á mynd 4 var vegna úr sér genginna tækja). Loks árið 1986, eftir 15 ár og fleiri en 3000 hjartaþræðingar, tókst að fá fullkomna hjartaþræðingastofu sem fyrsta skref í flutningi opinna hjartaaðgerða til Íslands og til að hægt væri að hefja svo- nefndar innæðaaðgerðir í hjartaþræðingu (mynd 4). Mynd 2. Heimasmíðaður neyðarvagn (teikning höfundar). Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R Ú T G Á F U l æ k n a b l a ð S i n S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.