Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 30
462 LÆKNAblaðið 2014/100 S a G a l æ k n i S F R æ ð i n n a R doktorsverkefni sínu að sykursjúkir höfðu nær þrefalda áhættu á því að fá hjartabilun, sem er að hluta tengt öðrum áhættuþáttum kransæðasjúkdóma.44 Rannsókn ERFC á dánarorsökum sykur- sjúkra, sem byggði á úrtaki frá 97 framskyggnum rannsóknum, þar á meðal Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar, sýndi að hjarta- sjúkdómar umfram aðra sjúkdóma, eru langalgengasta dánaror- sökin.45 Þögul hjartadrep Emil Sigurðsson sýndi fram á í doktorsverkefni sínu ásamt Guð- mundi Þorgeirssyni að horfur karla með mismunandi stig krans- æðasjúkdóms við komu í Reykjavíkurrannsóknina voru háðar alvarleika sjúkdómsins ásamt þeim áhættuþáttum kransæðasjúk- dóms sem þeir höfðu. Allir höfðu þó verulega aukna áhættu á að deyja vegna frekari áfalla.46 Einn hópur voru þeir karlar sem fengið höfðu þögla kransæðastíflu (hjartalínuritsbreytingar án einkenna), sem var um þriðjungur allra kransæðastíflna, en þeir höfðu svip- aðar horfur og aðrir með sögu um þekkta kransæðastíflu.47 Lilja S. Jónsdóttir fann síðar svipaða tíðni þögullar kransæðastíflu meðal kvennahópsins.48 Rannsókn á um 1000 einstaklingum úr Öldrunarrannsókninni þar sem gefið var skuggaefni sem safnast í örvef og teknar segul- ómmyndir af hjarta sýndi fram á að miklu fleiri einstaklingar en áður var talið reyndust hafa þögult hjartadrep.49 Rannsóknir Emils og Lilju höfðu vissulega gefið vísbendingar um að þetta hefði verið frekar algengt, sérstaklega í eldri aldurshópum, en þessi rannsókn sem birtist í JAMA 2012 sýndi fram á að fyrir hvern einstakling sem hafði þekkt hjartadrep voru nærri tveir sem höfðu óþekkt hjartadrep og voru horfur þeirra svipaðar og þeirra sem höfðu þekkt hjartadrep.49 Lípópróteinið Lp(a) Í undirhópi 1332 karla var lípópróteinið Lp(a) mælt í sermi við fyrstu komu í Reykjavíkurrannsóknina og afdrif þátttakenda könn- uð á næstu árum.50 Lp(a) reyndist sjálfstæður áhættuþáttur fyrir kransæðasjúkdómi í þessum hópi. Þetta var meðal fyrstu fram- skyggnra rannsókna til að kanna forspárgildi þessa arfbundna lí- pópróteins. Þessi tengsl voru könnuð frekar í öllum þátttakendum Reykjavíkurrannsóknarinnar51 og síðar í mun stærri hóp í ERFC sem fyrr er minnst á og staðfest þar.52 Til þessa hefur þó engin virk meðferð með mataræði eða lyfjum fundist til að minnka áhættuna samfara þessu ættlæga lípópróteini. Þáttur Lp(a) var kannaður í kölkun ósæðarloku og ósæðar- þrengsla. Kalk í ósæðaloku var mælt í þátttakendum Öldrunar- rannsóknarinnar og samband þess við Lp(a) sem mælt hafði verið í blóðsýnum þessara sömu einstaklinga í Reykjavíkurrannsókninni skoðað. Sýnt var fram á orsakatengsl Lp(a) við kölkun í ósæðarloku og ósæðarþrengsli og birtust niðurstöður þessarar rannsóknar í New England Journal of Medicine árið 2012.53 Bólguþættir Blóðsökk var mælt í þátttakendum Reykjavíkurrannsóknarinnar. Margrét Andrésdóttir og félagar könnuðu þennan bólguþátt sem hugsanlegan sjálfstæðan áhættuþátt fyrir kransæðasjúkdómum. Rannsóknin staðfesti að svo reyndist vera hjá báðum kynjum þannig að þeir sem voru í hæsta þriðjungi dreifingarinnar reynd- ust hafa 40% meiri áhættu en lægsti þriðjungurinn.54 Þetta sam- ræmdist því að bólgumyndun skiptir máli í æðakölkun. Aðrir bólguþættir hafa hins vegar verið rannsakaðir meira. Sá bólguþáttur sem mest hefur verið rannsakaður er C-reactive protein mælt með hánákvæmniaðferð (high sensitivity) (hsCRP). Hjartavernd setti upp fyrstu stafrænu myndgreiningardeildina þar sem auk segulómtækis sem sést á myndinni var sett upp tölvusneiðmyndatæki, ómskoðunartæki og tvíorku beinþéttnimælir (DEXA). Framkvæmdar hafa verið um 90 þúsund mælingar í vísindarannsóknum gegnum árin. Hér sjást geislafræðingarnir Grímheiður F. Jóhannsdóttir og Sara Katrín Stefánsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.