Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 52
484 LÆKNAblaðið 2014/100 Það er eiginlega þannig að þegar maður hefur náð inntökuprófinu í læknadeild er engin leið til baka. Það hætta mjög fáir. Inntökuprófið sjálft er erfitt og það er mik- ill heiður að ná því ágæta prófi, svo ekki sé minnst á stolt foreldranna yfir þessum áfanga þínum. Meirihluti nýnema við læknadeild HÍ eru konur og því ávarpa ég þig sem konu og ætla að útskýra nokkrar af þeim áskor- unum sem framundan eru á næstu árum. Kannski get ég gefið góð ráð vegna þess að ég er líka kona. Þegar ég lauk námi við læknadeild HÍ árið 1992 voru afar fáir kvensérfræðingar starfandi í stéttinni hér á Íslandi. Sérstaklega í minni sérgrein, lyflæknisfræði. En förum nú aðeins yfir hvað bíður þín: Þú þarft að ákveða hvenær er heppileg- ur tími til barneigna. Það hentar illa með- an þú ert í læknadeildinni, er erfitt þegar þú ert kandídat eða deildarlæknir vegna mikils vaktaálags og ekki verður það auðveldara þegar þú ferð utan í sérnám. Ef þú ákveður að bíða þar til þú snýrð heim úr námi verðurðu sennilega orðin eldri en 35 ára og þeim aldri fylgir minni frjósemi og áhættusamari meðganga ef þér tekst þá yfirhöfuð að verða þunguð. Þegar börnin eru orðin eldri er ólíklegt að þú komist úr vinnunni á atburði í skólanum þeirra, þú getur ekki skroppið af skurðstofunni eða af deildinni en ef þú veist hvað stendur til með góðum fyrirvara nærðu kannski að skipuleggja þetta allt vel. Gerðu ráð fyrir að það sé alltaf einhver að bíða eftir þér. Það er venjulega alltaf sjúklingur að bíða eftir þér meðan þú klár- ar samtal við þann sem er inni hjá þér. Og þó þú vildir gjarnan eyða meiri tíma með hverjum og einum ert það ekki þú sem ræður bókunum heldur þarf að hámarka afköstin. Þetta getur komið niður á þér, sérstaklega ef þú ert góður hlustandi og vilt fá heildarmynd af vanda viðkomandi. Gott er að hafa stóra þvagblöðru og þurfa ekki að borða reglulega. Það tekur á að láta bíða eftir sér í 10-20 mínútur oft á dag sem gerist ef þú ferð framyfir tímann fyrri hluta dags. Þú verður komin undir fertugt þegar þú ferð út á vinnumarkaðinn sem sér- fræðingur eða á svipuðum aldri og atvinnufótboltamaður þegar hann lætur af störfum vegna aldurs. En fjárhags- legar aðstæður þínar eru allt aðrar en fótboltamannsins. Þú verður búin að safna skuldum eða rétt skrimta á nemalaunum í tæp 20 ár og komið að skuldadögum. Það er viðbúið að þú skuldir margar milljónir í námslán og svo þarftu að koma þér þaki yfir höfuðið um það bil 10-15 árum á eftir jafnöldrum þínum sem völdu styttra nám og betur launað starf. Byrjunarlaunin þín eftir 6 ára háskólanám eru nú kr. 340.734 fyrir skatt og eftir að sérnámi lýkur (gjarn- an 6 ár erlendis) ferðu á launataxta ríkisins með byrjunarlaun sérfræðings kr. 530.556 fyrir skatt. Auðvitað getur þú aukið tekj- urnar með vaktavinnu, tekið aukavaktir á kvöldin og um helgar eða verið bundin á bakvakt heilu og hálfu vikurnar til að fá sömu laun og íslenskur millistjórnandi sem á frí um helgar, jól, áramót og páska. Læknastarfið er heillandi og gefandi starf en því fylgir mikið álag. Framan af ferlinum er lítið mál fyrir þig að sofna aftur þegar þú ert vakin á bakvaktinni. En trúðu mér, 45 ára og allt breytist! Nú geturðu ekki sofnað aftur ef þú hefur verið vakin eftir miðja nótt. Þú getur auð- vitað hætt að taka vaktir 55 ára samkvæmt okkar kjarasamningi en mundu að þá ferðu aftur á grunnlaunin sem getið er hér að ofan. Launin þín eru háð vaktaálaginu og því miður verður þú ekki búin að klára að borga námslánin 55 ára. Þú ert verðandi meðlimur í fagstétt sem hefur eina hæstu sjálfsvígstíðni í heimi. Hvað þýðir það? Jú það þýðir að margir læknar eru undir miklu langvarandi álagi, þjakaðir af streitu og áhyggjum af sjúklingum sínum alla daga. Almenningur mun telja að þú sért með allt þitt á hreinu, kunnir þína læknisfræði upp á 10 en þú veist auðvitað að læknisfræði dagsins í dag úreldist á aðeins örfáum árum. Það eru fá fög sem eru í jafn hraðri framþróun og það sem þú valdir. Það kallar á símenntun, þú verður aldrei búin! Þú þarft að lesa um nýjungar alla daga, fylgjast með á netinu, á þingum og í tímaritum. Nútímatækni hefur að sumu leyti gert þetta auðveldara en um leið flóknara því nú lesa sjúkling- arnir þínir alls konar dellu á netinu. Mikið af tímanum fer í að leiðrétta rangfærslur og misskilning sem kuklarar og markaðs- öfl hafa komið inn hjá fólki. Þú þarft að læra að takast á við streitu strax og finna jafnvægi milli einkalífs og vinnu. Þú verður áhrifavaldur í lífi margra og getur látið gott af þér leiða en þá þarftu sjálf að halda ró þinni. Þú munt taka nærri þér þegar þú þarft að flytja fólki slæmar fréttir og þú munt gleðjast með sjúkling- um þínum þegar vel gengur. Þú mátt ekki láta deigan sína í rétt- indabaráttu þinnar stéttar, þú þarft að taka þátt. Launin þurfa að vera há til að standa undir náminu og tekjutapinu sem óneitanlega verður þegar námið tekur 12-16 ár. Þess vegna þarft þú að vera hörð samningakona. Það er ekki annað í boði! En sé ég þá eftir að hafa lært læknisfræði? Myndi ég velja annan starfsvettvang í dag en ég gerði fyrir tæpum 30 árum? Svarið er að sjálfsögðu nei því þetta er stórkost- legt starf sem hægt er að sinna hvar sem er í heiminum. Því fylgja spennandi áskor- anir á hverjum degi með skemmtilegu samstarfsfólki. Þín kynslóð mun líka gera breytingar, ég hef fulla trú á ykkur. Þið munið gera starfið fjölskylduvænna, semja um rýmri hvíldarákvæði og hærri grunn- laun. Ég hlakka til að starfa með þér og óska þér alls góðs í námi og starfi með einlægri von um að þú veljir þinn starfsvettvang á Íslandi að því loknu. Gangi þér allt í haginn! arna Guðmundsdóttir innkirtlalæknir formaður LR arnagu@landspitali.is Opið bréf til 1. árs læknanema: velkomin í stéttina! U M F J ö l l U n O G G R E i n a R DAGSKRÁ 08.30-09.00 Skráning 09.00-09.05 Setning (Formaður L.A.) 09.05-09.25 Þjónusta göngudeildar geðdeildar á Akureyri (Árni Jóhannesson) 09.25-09.45 Sálfræðiþjónusta Norður- lands. Þróun meðferðarstarfs og framtíðarsýn (Alice Harpa Björgvinsdóttir, Sigrún Heimisdóttir) 09.45-10.05 Iðjuhópur á dagdeild. Þróunarverkefni (Ragnheiður Reykjalín Magnús dóttir, Hanna Björg Héðinsdóttir) 10.05-10.25 Hópfjölskyldumeðferð (Snæbjörn Guðjónsson, Alice Harpa Björgvinsdóttir) 10.25-10.45 KAFFIHLÉ 10.45-11.05 Gamalt og nýtt í meðferð ung- barna og foreldra þeirra (Sæunn Kjartansdóttir) 11.05-11.25 Fjölskylduráðgjöf á heilsu- gæslustöð. Einstakt tækifæri til eflingar og varna (Karólína Stefánsdóttir, Ásta A. Pétursdóttir) 11.25-11.45 Hagnýting hugrænnar atferlis- meðferðar í heilsugæslu (Unnsteinn Ingi Júlíusson) 11.45-12.05 Áfallahjálp í héraði (Sigríður Jónsdóttir) 12.05-13.00 MATARHLÉ 13.00-13.20 Streituskólinn til eflingar og varna (Ólafur Þór Ævarsson) 13.20-13.40 Grófin geðverndarmiðstöð (Eymundur Eymundsson) 13.40-14.00 Geðteymi HSS og Björgin geðræktarmiðstöð Suðurnesja (Hrönn Harðardóttir, Hafdís Guðmundsdóttir) 14.00-14.20 Geðheilsustöð Breiðholts. Samfélagsþjónusta (Erik B S Eriksson) 14.20-14.40 Greining ADHD hjá börnum (Páll Tryggvason) 14.40-15.00 KAFFIHLÉ 15.00-15.25 Meðferð ADHD fullorðinna - 20 ára reynsla (Grétar Sigurbergsson) 15.25-15.50 Greining og meðferð á ofvirkni og athyglisbresti fullorðinna hjá ADHD teymi geðsviðs LSH (Þórgunnur Ársælsdóttir) 15.50-16.15 UMRÆÐUR 16.15 ÞINGSLIT HAuStþinG 2014 Geðheilbrigði Nýjar og gamlar aðferðir til eflingar og varna LAuGARDAGinn 11. oKtóbeR 2014 Að HóLum í menntASKóLAnum Á AKuReyRi Læknafélag Akureyrar og norðausturlandsdeild félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.