Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 45
LÆKNAblaðið 2014/100 477 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R lærifaðir. Það eru svo mörg atriði sem þarf að hafa í huga við rétta meðhöndlun fræði- greina. Á þessum árum þróaðist sá háttur sem beitt var við ritrýni og tekin var upp blinduð ritrýni þar sem höfundar og ritrýnar vita ekki deili hver á öðrum. Þetta var í samræmi við alþjóðlega staðla sem virtustu fræðitímarit í læknisfræði höfðu sett sér. Ýmislegt varðandi réttindamál, meðferð ýmissa upplýsinga, siðferðileg álitamál, allt þetta þarf að hafa í huga og gera rétt í þessum efnum. Þetta var því mikill skóli fyrir mig og ég lærði þarna mikilvægi yfirlegu og vandvirkni.“ Örn Bjarnason lét af ritstjórn blaðsins 1992 og við tók Vilhjálmur Rafnsson sem gegndi því starfi til ársloka 2005. Birna ber þeim vel söguna og segir þá báða hafa verið mjög góða stjórnendur og samstarfs- menn. „Ritstjórinn ber alla ábyrgð á blaðinu og er faglega og efnislega ábyrgur fyrir því. Ritstjórnarfulltrúinn sér síðan um framkvæmdina við vinnslu og útgáfu blaðsins enda er starf ritstjórans ólaunað og hefur ávallt verið. Sér til fulltingis hefur ritstjórinn ritstjórn blaðsins sem skipuð er læknum með sérfræðiþekkingu á ýmsum sviðum læknisfræði. Þar var öndvegis- fólk og samstarf mitt við ritstjórana og ritstjórn irnar var ávallt með miklum ágætum. Þetta var ákaflega samhentur hópur. Þegar ég lít til baka er það með mikilli ánægju.“ Íslensk myndlist í öndvegi Birna rifjar upp að gerðar hafi verið breytingar á útliti blaðsins á þessum árum. „Við stækkuðum brotið þannig að blaðið varð veglegra og það er ennþá í þessu sama broti. Einnig var ákveðið að breyta forsíðunni en hún hafði um langa hríð verið hönnuð með vísan í tiltekið efni þess tölublaðs. Það gat verið nokkur höfuðverkur að finna alltaf myndræna útfærslu á læknisfræðilegu efni og því var ákveðið að fara allt aðra leið og birta ljósmynd á forsíðunni af listaverki eftir íslenska myndlistarmenn. Í fyrstu fengum við myndir frá Listasafni Íslands en seinna leitaði ég til myndlistarmanna eða þeirra er höfundarrétt höfðu, var það í og með hugsað af minni hálfu að þeir fengju þá greitt beint fyrir myndbirtinguna. Þetta þróaðist síðan áfram og ég fékk Jón Proppé listfræðing til að skrifa kynningu á við- komandi listamanni. Útkoman var mjög skemmtileg og vonandi fræðandi um leið.“ Samtal okkar Birnu er á enda en í lokin svarar hún spurningunni hvort starf hennar á Læknablaðinu hafi nýst henni við önnur störf síðar. „Já, eins og ég sagði þér í upphafi hef ég sinnt formennsku í stjórn listamanna- launa í 5 ár. Þar skiptir miklu máli að fara að lögum og reglum og tileinka sér hlut- lægni, verkefni stjórnar er að sjá til þess að fjallað sé um allar umsóknir eingöngu á grundvelli þeirra upplýsinga sem liggja fyrir. Láta ekki persónulega skoðun ráða um niðurstöðu, en nefndir tilnefndar af fagfélögum listamanna annast úthlut- anir launa. Vinnubrögðin sem ég lærði í starfi mínu við Læknablaðið hafa reynst mér ómetanleg reynsla og gert mér mun auðveldara um vik en ella. Ég tel reyndar að ýmislegt í okkar samfélagi myndi fara betur ef slíkar reglur væru hafðar til hlið- sjónar oftar en raun ber vitni.“ „Starf mitt við Læknablaðið var mikill skóli fyrir mig og ég lærði þar mikilvægi yfirlegu og vandvirkni,“ segir Birna Þórðardóttir sem var ritstjórnarfulltrúi blaðsins 1985-2001.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.