Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 29
LÆKNAblaðið 2014/100 461
Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R Ú T G Á F U l æ k n a b l a ð S i n S
Doktorsritgerð Nikulásar Sigfússonar (1981) fyrrverandi yfir-
læknis Hjartaverndar sýndi verulega aukningu í meðvitund ein-
staklinga um að þeir hefðu háþrýsting en 24% þeirra sem voru
með háþrýsting vissu af því árið 1967 á móti 68% árið 1981.30 Árið
1967 voru 16% af þeim sem voru með háþrýsting á meðferð en
64% árin 1980-1981, sem var 94% af þeim sem voru með þekktan
háþrýsting þá. Hér var um mikla framför að ræða og endurspeglar
aukna meðvitund einstaklinga og læknasamfélagsins. Hins vegar
voru skilmerkin fyrir háþrýstingi á þessum tíma 160/95 mmHg
á móti 140/90 mmHg í dag. Miðað við þau skilmerki sem eru í
dag kom í ljós í Áhættuþáttakönnun Hjartaverndar (2010) að 44%
karla og 38% kvenna á aldrinum 45-64 ára voru með háþrýsting
(þekktan og nýgreindan) en einungis 72% voru á meðferð, eða 68%
karla og 74% kvenna. Af þeim sem höfðu þekktan háþrýsting voru
einungis 70% á meðferð. Í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar (2004)
þar sem meðalaldurinn var 76 ár voru 81% einstaklinganna með
háþrýsting og 64% (63% karla og 65% kvenna) voru á blóðþrýst-
ingslækkandi lyfjameðferð en 91% af þeim sem höfðu þekktan há-
þrýsting voru á meðferð. Meðferðarhlutfall hjá öldruðum er mjög
hátt en mun lægra hjá yngri aldurshópum, sem er áhyggjuefni.
Hjartavernd hefur nýtt blóðþrýstingsmælingar og blóðsýni
þátttakenda í Öldrunarrannsókninni til erfðafræðirannsókna
með CHARGE-vinnuhópnum. Þar voru notaðar blóðþrýstings-
mælingar frá miðjum aldri þátttakenda þegar þeir mættu í Reykja-
víkurrannsóknina áratugum áður til að finna gen sem höfðu áhrif
á blóðþrýsting. Fyrsta greinin um þetta birtist árið 2009 í Nature
Genetics31 og töldu bandarísku hjartaverndarsamtökin (American
Heart Association) hana eina af 10 mikilvægustu vísindagreinum
þess árs.32 Síðar voru þessi gögn og niðurstöður leiddar saman við
annan stóran vinnuhóp og vísindagrein um það birtist í Nature
árið 2011.33
Heildargildi kólesteróls í blóði
Við upphaf Reykjavíkurrannsóknarinnar, árið 1967, var meðalgildi
heildarkólesteróls miðaldra karla meira en 6,5 mmól/l og kvenna
meiri en 7 mmól/l sem var þá með því hæsta í Evrópu. Meðal-
gildin hafa síðan farið stöðugt lækkandi, sérstaklega eftir 1990, og
nemur heildarlækkunin um 1,5 mmól/l til ársins 2008.34
Bolli Þórsson og félagar hafa sýnt fram á að þessi lækkun er
fyrst og fremst vegna breyttra lífshátta þjóðarinnar og að óveru-
legu leyti vegna notkunar kólesteróllækkandi lyfja.34 Þessi upp-
götvun var mikilvæg, einkum í ljósi þess að nýleg alþjóðleg rann-
sókn um breytingar á kólesteróli einstaklinga um heim allan sýndi
lækkun í flestum vestrænum samfélögum en aukningu í Asíu og
Austur-Evrópu sem var talin lífsstílsháð.35 Ein af ályktunum þess-
arar greinar var að þar sem fall í kólesteróli var samhliða innleið-
ingu statínlyfja væri blóðfitulækkandi meðferð ein meginástæðan
fyrir lækkun kólesteróls hjá vestrænum þjóðum og því væri statín-
meðferð mikilvæg í baráttunni við hækkandi kólesteról. Rann-
sóknir á gögnum Hjartaverndar þar sem bæði kólesterólgildi og
statínnotkun voru skoðuð í sömu einstaklingunum sýndi hins
vegar að lífsstílsbreyting er meginástæðan eins og að ofan greinir.
Engin ástæða er til að ætla að sama eigi ekki við annars staðar, en
gögnin í alþjóðlegu rannsókninni innihéldu ekki upplýsingar um
lyfjanotkun og kólesteról í sömu einstaklingum.34
Offita, sykursýki
Gögn Hjartaverndar sýna að á 40 árum, 1967-2007, hafa íslenskir
karlar þyngst um 8 kg en konur um 7 kg miðað við sömu líkams-
hæð (hjarta.is/utgafa/handbok-hjartaverndar)36 Reyndar hefur
meðalhæð karla og kvenna aukist um 5 cm á þessu tímabili. Áhrif
líkamsþyngdarstuðuls á áhættu kransæðasjúkdóma eru fyrst og
fremst óbein í gegnum áhrif á áhættuþættina, háþrýsting, hækk-
aða þríglíseríða og sérstaklega sykursýki.
Fyrir 1990 hafði algengi sykursýki af tegund tvö ekki hækkað
marktækt37 en síðan þá hefur hún hækkað verulega allt til ársins
2007 en þá hafði hún tvöfaldast meðal karla og aukist um 50%
meðal kvenna.37-39 Algengi sykursýki af tegund tvö var lág á Ís-
landi árin fyrir 1990 en nálgast nú aðrar nálægar þjóðir enda er
íslenska þjóðin með þeim þyngstu í Evrópu. Athyglisvert er að
kynjaskipting hér á landi er sterkari en víða annars staðar, um 6%
algengi meðal miðaldra karla en 3% meðal kvenna á sama aldri.39
Sigurjón Vilbergsson og félagar sýndu fram á nær tvöfalda áhættu
á kransæðasjúkdómum meðal sjúklinga með tegund tvö af sykur-
sýki þegar leiðrétt hafði verið fyrir öðrum þáttum.40
Þessi áhætta á æðasjúkdómum hefur verið talin tengd blóð-
sykrinum með logra-línulegu sambandi og hafa forspárgildi
fyrir áhættu á æðasjúkdómum langt niður fyrir sykursýkisgildi
blóðsykurs. Ítarlegar rannsóknir í Reykjavíkurrannsókninni ásamt
meta-analýsu á 26 öðrum rannsóknum sýndu hins vegar að þessi
áhætta er fyrst og fremst tengd því að hafa staðfesta sykursýki þó
aðeins aukin áhætta sjáist í þeim sem hafa vægt hækkaðan sykur,
meira en 6mmól/l.41 Hins vegar var enga áhættuaukningu að sjá
hjá þeim sem hafa eðlileg sykurgildi, ólíkt því sem áður hefur
verið talið. Þetta var síðan staðfest af ERCF í umfangsmikilli rann-
sókn sem notaði meðal annars gögn úr Reykjavíkurrannsókninni
og birtist í Lancet árið 2010.42
Rannsókn gerð fyrir árið 1990 sýndi að meðaltali 5 árum
skemmri ævilíkur sykursjúka en annarra í Reykjavíkurrannsókn-
inni.40 Þetta kann að hafa breyst síðan þá eins og Elín Ólafsdóttir
sýndi fram á í doktorsverkefni sínu, að æviskeið aldraðra sykur-
sjúkra í Hjartaverndarannsókninni er svipað og annarra séu þeir
meðhöndlaðir með statínlyfjum.43 Inga Þráinsdóttir sýndi fram á í
Hjartavernd hefur sett upp mjög öflugan og að stórum hluta til sjálfvirkan myndúr-
vinnslubúnað sem hefur verið nýttur í fjölmörgum rannsóknum þar sem niðurstöður
hafa birst í virtum vísindatímaritum. Á myndinni er Vilmundur Guðnason forstöðu-
læknir Hjartaverndar.