Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 46
478 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J ö l l U n O G G R E i n a R Að halda býflugur er fremur nýleg búgrein á Íslandi og ekki margir sem stunda hana en þó hafa nær 100 manns látið heillast og eru félagar í Býi, Býflugnaræktendafélagi Íslands. Þar eru tveir læknar fremstir í flokki og manna fróðastir um býflugna- rækt. Egill Rafn Sigurgeirsson heilsu- gæslulæknir hefur gegnt formennsku í félaginu frá stofnun þess árið 2000 og haldið námskeið í býflugnarækt fyrir nýliða í greininni og Torbjörn Andersen heimilislæknir hefur setið í stjórn félagsins og haldið utan um ýmsa þætti starfsins. Reyndar hafði blaðamaður Læknablaðs- ins aldrei velt fyrir sér býflugnarækt og var satt að segja ekki sérlega upprifinn af hugmyndinni um að komast í návígi við þúsundir slíkra sem gættu bús og barna af mikilli einurð. Upphaflega var bent á Gísla Vigfússon svæfingalækni sem bý- flugnaræktanda og viðmælanda. Hann kvaðst vera byrjandi í greininni og enginn sérfræðingur á þessu sviði. „Talaðu við Egil eða Torbjörn. Þeir vita manna mest um býflugur á Íslandi.“ Torbjörn varð vel við beiðni um samtal um býflugnarækt en setti það skilyrði að blaðamaður fylgdi honum í eftirlitsferð austur í Grímsnes þar sem hann væri með 28 bú og þyrfti að hyggja að þeim. „Þá geturðu líka séð býflugurnar vinna, skoðað búin og tekið myndir af þessu öllu saman í návígi.“ Hvað eru þetta sirka margar býflugur? „Það eru svona 20-50.000 í hverju búi.” Er ég semsagt að fara að skoða 800.000 býflugur í návígi? „Já, svona gróft áætlað.” Hmmm, já það verður áreiðanlega mjög skemmtilegt. Óþarfi að greina frá því að blaðamaður þjáðist af fóbíu fyrir randaflugum í æsku og komst ekki yfir þann ótta fyrr en hann horfðist í augu við reiðan geitung og áttaði sig á því að hann var í rauninni mjög lítill og ástæðulaust að óttast kvikindið. Sérstaða hunangsbýflugunnar Á leiðinni austur í Grímsnes útskýrir Tor- björn síðan hver reginmunur er á humlum, geitungum og hunangsbýflugum því þó Ísland hentar vel til býflugnaræktar Hér er það blaðamaðurinn sem heldur á nokkur hundruð bý- flugum og hefði ekki trúað því að óreyndu að slíkt ætti fyrir honum að liggja. Hver fluga fer í allt að 10 ferðir eftir blómasafa á hverjum degi að sögn Torbjörns. Þær fara inn um rifu neðst á búinu, kassanum, og finna síðan rétta staðinn til að losa sig við farminn. Magnið í hverri ferð er örlítið en mörg þúsund flugur í 10 ferðum á dag skila talsverðu dags- verki. ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.