Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2014, Síða 46

Læknablaðið - 01.09.2014, Síða 46
478 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J ö l l U n O G G R E i n a R Að halda býflugur er fremur nýleg búgrein á Íslandi og ekki margir sem stunda hana en þó hafa nær 100 manns látið heillast og eru félagar í Býi, Býflugnaræktendafélagi Íslands. Þar eru tveir læknar fremstir í flokki og manna fróðastir um býflugna- rækt. Egill Rafn Sigurgeirsson heilsu- gæslulæknir hefur gegnt formennsku í félaginu frá stofnun þess árið 2000 og haldið námskeið í býflugnarækt fyrir nýliða í greininni og Torbjörn Andersen heimilislæknir hefur setið í stjórn félagsins og haldið utan um ýmsa þætti starfsins. Reyndar hafði blaðamaður Læknablaðs- ins aldrei velt fyrir sér býflugnarækt og var satt að segja ekki sérlega upprifinn af hugmyndinni um að komast í návígi við þúsundir slíkra sem gættu bús og barna af mikilli einurð. Upphaflega var bent á Gísla Vigfússon svæfingalækni sem bý- flugnaræktanda og viðmælanda. Hann kvaðst vera byrjandi í greininni og enginn sérfræðingur á þessu sviði. „Talaðu við Egil eða Torbjörn. Þeir vita manna mest um býflugur á Íslandi.“ Torbjörn varð vel við beiðni um samtal um býflugnarækt en setti það skilyrði að blaðamaður fylgdi honum í eftirlitsferð austur í Grímsnes þar sem hann væri með 28 bú og þyrfti að hyggja að þeim. „Þá geturðu líka séð býflugurnar vinna, skoðað búin og tekið myndir af þessu öllu saman í návígi.“ Hvað eru þetta sirka margar býflugur? „Það eru svona 20-50.000 í hverju búi.” Er ég semsagt að fara að skoða 800.000 býflugur í návígi? „Já, svona gróft áætlað.” Hmmm, já það verður áreiðanlega mjög skemmtilegt. Óþarfi að greina frá því að blaðamaður þjáðist af fóbíu fyrir randaflugum í æsku og komst ekki yfir þann ótta fyrr en hann horfðist í augu við reiðan geitung og áttaði sig á því að hann var í rauninni mjög lítill og ástæðulaust að óttast kvikindið. Sérstaða hunangsbýflugunnar Á leiðinni austur í Grímsnes útskýrir Tor- björn síðan hver reginmunur er á humlum, geitungum og hunangsbýflugum því þó Ísland hentar vel til býflugnaræktar Hér er það blaðamaðurinn sem heldur á nokkur hundruð bý- flugum og hefði ekki trúað því að óreyndu að slíkt ætti fyrir honum að liggja. Hver fluga fer í allt að 10 ferðir eftir blómasafa á hverjum degi að sögn Torbjörns. Þær fara inn um rifu neðst á búinu, kassanum, og finna síðan rétta staðinn til að losa sig við farminn. Magnið í hverri ferð er örlítið en mörg þúsund flugur í 10 ferðum á dag skila talsverðu dags- verki. ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.