Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 15
LÆKNAblaðið 2014/100 447
reykinga og það reyndist vera marktækt línulegt samband á milli
aukinnar notkunar og áhættu á geðrofi, OR 1,2 (95%CI: 1,1-1,3)
(tafla I).
Árið 2011 birtust niðurstöður tíu ára eftirfylgdar hópsins.20 Þar
kom fram að notkun kannabis jók áhættu á að fá einkenni geðrofs
um 90%; OR 1,9 (95%CI 1,1-3,1) (tafla I). Jafnframt voru þeir sem
höfðu notað kannabis lengst líklegri en aðrir til að búa við þrálát
geðrofseinkenni; OR 2,2 (95%CI 1,2-4,2).
National Psychiatric Morbidity Survey
Árið 2000 var gerð könnun í Bretlandi þar sem fólk á aldrinum 16-74
ára var valið af handahófi og einkenni ýmissa geðsjúkdóma metin
með stöðluðu viðtali.21 Alls taldi úrtakið 8500 manns og var þeim
sem uppfylltu nægilega mörg skilyrði geðrænna einkenna, auk
20% einstaklinga sem reyndust ekki hafa nein slík einkenni, fylgt
eftir 18 mánuðum síðar. Markmið rannsóknarinnar var að kanna
algengi ýmissa geðsjúkdóma í samfélaginu og þætti sem kynnu að
hafa áhrif á algengi þeirra.21 Wiles og samverkamenn birtu grein
byggða á þessu úrtaki árið 2006 þar sem þeir greindu frá algengi
geðrofseinkenna.22 Við mat á áhættuþáttum geðrofseinkenna voru
þeir sem höfðu kannabisfíkn rúmlega þrisvar sinnum líklegri til
að upplifa geðrofseinkenni í einþátta aðhvarfsgreiningu. Við fjöl-
þátta aðhvarfsgreiningu lækkaði líkindahlutfallið þegar leiðrétt
var fyrir truflandi þáttum og var þá ekki lengur marktækt (tafla I).
Mater – University Study of Pregnancy-rannsóknin (MUSP)
Mater – University Study of Pregnancy er framskyggn rannsókn á
úrtaki einbura og allra mæðra sem þáðu þjónustu mæðraverndar
frá Mater háskólanum í Brisbane í Ástralíu á árunum 1981 til 1984.23
Hópnum var fylgt eftir með ítarlegum spurningalistum varðandi
heilsufar og venjur við 5, 14 og 21 árs aldur barnanna.
Árið 2010 birtist rannsókn um tengsl kannabisnotkunar og
geðrofseinkenna við 21 árs aldur.24 Þeir sem höfðu notað kannabis
í 6 ár eða lengur voru tvisvar sinnum líklegri til að fá geðrof við
21 árs aldur en hinir sem ekki höfðu notað efnið (tafla I). Að auki
voru tilfellin pöruð við systkini sín og aldur við upphaf notkunar
kannabisefna og niðurstöður spurningalista um geðrofseinkenni
borin saman. Þeir sem höfðu byrjað að nota kannabis fyrr voru
líklegri til að upplifa fleiri geðrofseinkenni samanborið við systk-
ini sín. Í þeirri greiningu var marktæk fylgni milli þess hversu
snemma notkunin hófst og sögu um þróun geðrofseinkenna við
21 árs aldur.24
Tilfellaviðmiðarannsóknir
Þó svo að framskyggnar ferilrannsóknir séu það rannsóknarsnið
sem er best til þess fallið að varpa ljósi á tengsl kannabisnotkunar
og geðrofs geta tilfellaviðmiðarannsóknir einnig lagt nokkuð af
mörkum þegar kannað er samband skýribreytna og sjaldgæfra
sjúkdóma. Í leit okkar komu upp 9 tilfellaviðmiðarannsóknir
byggðar á jafnmörgum rannsóknarþýðum.
Sú fyrsta sem birtist var eftir Rolfe og samverkamenn og var
gerð á hópi fólks í Gambíu25 og birtist árið 1993. Í þeirri rann-
sókn var kannabis mælt í þvagi og spurningalistar lagðir fyrir
fólk sem lagðist inn vegna geðrofs. Hópurinn var borinn saman
við viðmiða hóp sem var valinn úr hópi vina og skyldfólks tilfella-
hópsins. Kannabisnotkun mældist þar sem einn af áhættuþáttum
geðrofs, OR 4,5 (95%CI 2,1-9,9) (tafla II).
Tafla II. Tilfellaviðmiðarannsóknir sem greinarhöfundar vísa til um tengsl kannabis og geðrofs.
Höfundar Ár Rannsóknarsnið Mæling svarbreytu* Svarbreyta Truflandi þættir oR** (95%CI)
Rolfe et al25 1993 Þversnið Geðrofseinkenni, DSM-III Innlögn vegna geðrofs Reykingar, ferðalög til Evrópu,
fjölskyldusaga, áfengisneysla,
neysla ataya, menntun
4,5 (2,1-9,9)
Grech et al26 1998 Þversnið Innlögn vegna geðrofs Innlögn vegna geðrofs Ekki tekið fram 2,3 (1,2-4,1)
4,3 (0,4-42,6)
Degenhardt
et al27
2001 Þversnið CIDI Einkenni geðrofs Aldur, kyn, félagslegar
aðstæður
2,0 (1,4-2,8)
Miller et al28 2001 Þversnið PSE Einkenni geðrofs Ekki tekið fram 6,1 (2,1-17,6)
Farrell et al29 2002 Þversnið SCAN schedule, ICD-10 Geðrof á undanförnu ári Aldur, kyn, kynþáttur,
félagslegar aðstæður, aldur við
fyrsta dóm í fangelsi, önnur
eiturlyf
3,3 (1,2-9,0)
Agosti et al30 2002 Þversnið DSM-III-R Einkenni geðrofs Engir 3,5 (1,6-9,0)
Stefanis et al31 2004 Þversnið CAPE spurningalisti Einkenni geðrofs önnur eiturlyf, kyn, einkunnir í
grunnskóla
Ekki birt
Sevy et al32 2010 Þversnið SCID-I/P, SADS-C+PD Yngri aldur við upphaf
geðrofseinkenna
Aldur, menntun, félagsfærni
í æsku, félagsleg staða,
aldur við upphaf einkenna,
ofskynjanir og ranghugmyndir
við upphaf rannsóknar
Ekki birt
Dragt et al33 2012 Framskyggn IRAoS-listinn, metur
prodromal einkenni
Einkenni geðrofs Kyn, félagsleg hæfni, einkenni
á barnsaldri og áfengisneysla
Yngri aldur við upphaf
neyslu leiðir fyrr til
geðrænna einkenna
*CIDI=Composite International Diagnostic Interview, PSE= Present State Examination, SCAN= Schedules for Clinical Assessment in Neuropsychiatry, CAPE= Community Assessment
of Psychic Experiences, SCID-I/P= Structured Clinical Interview for DSM-IV Axis I disorders, SADS-C= Schedule for Affective Disorders and Schizophrenia Change Version, PD=
Psychosis and Disorganization items, IRAoS= Interview for the Retrospective Assessment of the onset of Schizophrenia.
**Líkindahlutfall, oR, leiðrétt fyrir truflandi þáttum nema annað sé tekið fram.
Y F I R L I T