Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 49
LÆKNAblaðið 2014/100 481 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R vegna þess að flugurnar drápust af eitrinu sem fólk lætur úða garða sína með. Ég hef aldrei fengið kvartanir vegna flugnanna enda gera þær engum neitt.“ Hunang er heilnæmur orkugjafi Tilgangur býflugnaræktar hérlendis snýst aðallega um hunangið, fæðu guðanna, þessa merkilegu afurð sem um aldir var öflugur gjaldmiðill, heilnæmur orkugjafi úr ríki náttúrunnar, sneisafullt af nær- ingarefnum og hefur auk þess ýmsa aðra eiginleika sem nýttir hafa verið um aldir. „Hunang er í rauninni eini sykurinn sem maður ætti að láta inn fyrir sínar varir. Hvítur sykur er eitur, iðnaðarvara sem í mínum augum er ekki mannamatur. Hvert bú gefur af sér 10-50 kíló af hunangi á ári. Þetta er munaðarvara og verðlagið er eftir því en vissulega má fá ágætt hunang í verslunum á lægra verði en það íslenska. Ég myndi þó ráðleggja fólki að sneiða hjá hunangi sem upprunnið er í Asíulöndum og sérstaklega Kína, en þar er framleiðslan byggð á því að fóðra flugurnar á sykurlegi sem þær breyta í falskt hunang, allt önnur afurð en það hunang sem fæst úr blóma- safa í óspilltri náttúru.“ Torbjörn er ómyrkur í máli þegar talið berst að heilnæmu mataræði og heil- brigðum lífsháttum. „Þetta er ekkert flókið en vefst samt alveg ótrúlega fyrir mörgum. Fólk innbyrðir gríðarlegt magn af sykri og þá sérstaklega frúktósa sem er algengasta sætuefnið í gosdrykkjum og iðnaðarfram- leiddum matvælum. Frúktósi er erfitt efni fyrir mannslíkamann að vinna úr í miklu magni og lifrin brýtur hann niður á svip- aðan hátt og alkóhól og breytir honum í fitu. Hunang aftur á móti samanstendur af mörgum mismunandi sykrungum og inni- heldur auk þess fjölmörg önnur verðmæt næringarefni. Sjálfur borða ég bláber og hunang á hverjum degi og verður gott af.“ Hunang var um aldir notað sem bakter- íudrepandi smyrsl fyrir sýkt sár fyrir uppgötvun pensilíns. „Hunangið er enn notað í þessu skyni og gefur góða raun við ákveðnar sýkingar. Þá hafa einnig verið rannsökuð mjög ítarlega bakteríudrepandi áhrif propolis eða troðkíttis sem bý- flugurnar safna og nota til að verja búin gegn örverum. Það er enn ein afurðin sem býflugurnar gefa af sér en svo má ekki gleyma vaxinu sem notað hefur verið um aldir í smyrsli, til kertagerðar, sem vatns- vörn á leður og léreft auk ýmis annars gagns sem hafa má af því.“ Á heimleiðinni hefur afstaða blaða- mannsins snúist svo kirfilega að hann spyr að lokum hvað kosti að koma sér upp býflugnabúi. „Það er hægt að byrja fyrir 150-200.000 krónur ef allt er talið. Það er þó ekki hægt að fá keypt bú nema fara fyrst á námskeið enda er ævintýrið dæmt til að misheppn- ast án þess. En með réttum undirbúningi er engin ástæða til að búast við öðru en góðum árangri.“ Stytt samantekt á eiginleikum lyfs Heiti lyfsins: STRATTERA 10 mg, 18 mg, 25 mg, 40 mg, 60 mg, 80 mg eða 100 mg hörð hylki. Hvert hart hylki inniheldur atomoxetin hýdróklóríð sem jafngildir 10 mg, 18 mg, 25 mg, 40 mg, 60 mg, 80 mg eða 100 mg af atomoxetini. Ábendingar: Strattera er ætlað til meðhöndlunar á athyglisröskun með ofvirkni (Attention-Deficit/Hyperactivity Disorder (ADHD)) hjá börnum, 6 ára eða eldri, hjá unglingum og hjá fullorðnum sem hluti af heildarmeðferð. Meðferð verður að hefja af lækni með sérþekkingu á meðhöndlun ADHD, svo sem barnalækni, barna- og unglingageðlækni eða geðlækni. Sjúkdómsgreining skal gerð samkvæmt gildandi DSM viðmiðum eða leiðbeiningum í ICD. Hjá fullorðnum þarf að staðfesta að einkenni ADHD, sem voru til staðar í æsku, séu enn til staðar. Mat þriðja aðila er ákjósanlegt og ekki ætti að hefja Strattera meðferð ef staðfesting á einkennum ADHD í æsku liggur ekki fyrir. Ekki er hægt að greina ADHD eingöngu á tilvist eins eða fleiri einkenna. Sjúklingar þurfa að vera með ADHD sem er a.m.k. miðlungi alvarlegt eins og sést af a.m.k. miðlungi mikilli röskun á virkni við a.m.k. tvenns konar aðstæður (t.d. félagslegri, menntunarlegri og starfrænni virkni), sem hefur áhrif á marga þætti daglegs lífs, samkvæmt klínísku mati. Skammtar og lyfjagjöf: Til inntöku. Strattera má taka í einum skammti að morgni, án tillits til máltíða. Sjúklingar sem fá ekki viðunandi klíníska svörun þegar tekinn er einn Strattera skammtur á dag gætu haft gagn af því að taka lyfið tvisvar á dag í jöfnum skömmtum að morgni og síðdegis eða snemma kvölds. Skammtar fyrir börn/unglinga upp að 70 kg: Upphafsskammtur Strattera ætti að vera um 0,5 mg/kg á sólarhring. Upphafsskammti ætti að viðhalda að lágmarki í 7 daga áður en skammtur er hækkaður samkvæmt klínískri svörun og þoli. Ráðlagður viðhaldsskammtur er um 1,2 mg/ kg/dag (háð þyngd sjúklings og hvaða styrkleikar atomoxetins eru fáanlegir). Í sumum tilfellum getur verið viðeigandi að halda meðferð áfram eftir að sjúklingur er orðinn fullorðinn. Skammtar fyrir börn/unglinga yfir 70 kg: Upphafsskammtur Strattera ætti að vera 40 mg á dag. Upphafsskammti ætti að viðhalda að lágmarki í 7 daga áður en skammtur er hækkaður samkvæmt klínískri svörun og þoli. Ráðlagður viðhaldsskammtur er 80 mg. Ráðlagður hámarksskammtur er 100 mg á dag. Skammtar fyrir fullorðna: Upphafsskammtur Strattera ætti að vera 40 mg á dag. Upphafsskammti ætti að viðhalda að lágmarki í 7 daga áður en skammtur er hækkaður samkvæmt klínískri svörun og þoli. Ráðlagður viðhaldsskammtur er 80 mg til 100 mg á dag. Ráðlagður hámarksskammtur er 100 mg á dag. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Ekki skal nota atomoxetin með mónóamín oxidasa hemli (MAO hemill). Ekki skal nota atomoxetin innan minnst tveggja vikna eftir að meðferð með MAO hemli er lokið. Meðferð með MAO hemli skal ekki hafin innan tveggja vikna eftir að meðferð með atomoxetini er lokið. Ekki skal nota atomoxetin hjá sjúklingum með þrönghornsgláku þar sem notkun atomoxetins var tengd við aukna tíðni ljósopsstækkunar í klínískum rannsóknum. Ekki má nota atomoxetín hjá sjúklingum með alvarlega hjarta og æðasjúkdóma eða sjúkdómum sem tengjast blóðæðum eða blóðnæringu til heila. Ekki skal nota atomoxetin hjá sjúklingum með krómfíklaæxli (pheochromocytoma) eða sögu um krómfíklaæxli. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is. Pakkningastærðir og leyfilegt hámarksverð í smásölu (febrúar 2014): Strattera 10 mg 28 stk: 19.406 kr, Strattera 18 mg 28 stk: 19.406 kr, Strattera 25 mg 28 stk: 19.406 kr, Strattera 40 mg 28 stk: 19.406 kr, Strattera 60 mg 28 stk: 19.406 kr, Strattera 80 mg 28 stk: 25.690 kr, Strattera 100 mg 28 stk: 28.591 kr. Ávísunarheimildir og afgreiðsluflokkur: R. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga: 0. Heiti markaðsleyfishafa: Eli Lilly Danmark A/S. Athugið að þetta er stytt samantekt á eiginleikum lyfs. Nánari upplýsingar má finna í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is. Dags. SmPC: 15. maí 2013. Ef frekari upplýsinga um lyfið er óskað skal hafa samband við umboðsaðila Eli Lilly á Íslandi: Icepharma hf. Lynghálsi 13, 110 Reykjavík. Sími: 540 8000. Fyrir ávísun lyfsins er mikilvægt að læknir hafi kynnt sér leiðbeiningar til lækna um mat og eftirlit á áhættu vegna hjarta- og æðasjúkdóma við ávísun Strattera.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.