Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 40
472 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Áfram skal haldið við að taka hús á rit- stjórum Læknablaðsins í gegnum tíðina. Eins og fram kom í máli Arnar Bjarnason- ar í síðasta blaði lét hann af starfi ritstjóra Læknablaðsins árið 1993. Nokkru áður hafði hann veitt nýjan mann í ritstjórnina sem tók við keflinu af Erni. Sá heitir Vilhjálmur Rafnsson. Hann var ritstjóri í 12 ár en starfar sem forstöðumaður heilbrigðis- og faraldsfræðisviðs læknadeildar Háskóla Íslands. Hann hefur aðsetur í Stapa sem áður hýsti Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut og þangað sótti blaðamaður hann heim. Vilhjálmur segist muna hvernig störf hans fyrir blaðið hófust. „Ég hafði skrifað töluvert í blaðið, þar á meðal komment á fræðilegar greinar þar sem ég gagnrýndi oft framsetningu þeirra. Þetta var nýjung í Læknablaðinu, menn hrukku dálítið við en Örn hafði gaman af þessu og bauð mér að setjast í ritstjórn. Það var gjarnan þannig með menn sem voru virkir í skrifum í blaðið að þeim var boðið að vera með. Það æxlaðist svo til að ég tók við af Erni sem ábyrgðarmaður og ritstjóri árið 1993.“ Galopinn vettvangur Vilhjálmur tók þátt í að flytja prentun blaðsins aftur heim frá Danmörku en það var gert í ritstjóratíð Vilhjálms. „Já, það var mikilvægt skref í endur- reisn blaðsins að færa prentunina til Danmerkur á sínum tíma. En þegar komið var fram yfir 1990 var þetta fyrirkomulag orðið dýrt og erfitt viðureignar. Við leituðum tilboða í prentun hérlendis og héldum svo áfram að leita leiða til að hafa framleiðsluna sem ódýrasta. Tekjur blaðs- ins voru fyrst og fremst auglýsingatekjur, en áskriftartekjur voru einnig nokkrar. Ég flutti á hverjum aðalfundi Læknafélags Íslands skýrslu um útgáfu blaðsins og af- koman fór stöðugt batnandi. Blaðið skilaði töluverðum hagnaði á þessum árum og læknafélögin þénuðu ágætlega á þessari útgáfu. Ritstjórnarvinnan var ólaunuð en undir lokin var farið að greiða mér laun fyrir að vera ábyrgðarmaður blaðsins og ritstjóri. En það náði aldrei að svara til þeirrar vinnu sem lögð var í starfið. Á þessum árum voru í ritstjórninni prófessorar og verðandi prófessorar, nestorar í læknisfræði sem margir höfðu töluverða reynslu af því að birta greinar á alþjóðlegum vettvangi. Við vildum að Læknablaðið stæðist samanburð við alþjóð- leg fræðirit. Þess vegna hafði verið settur upp ritrýnisferill sem varð ákveðnari með tímanum. Við gerðum til dæmis strangar kröfur um að ritrýndar greinar sem birtust segðu frá nýjum rannsóknum lækna. Ef menn vildu segja tíðindi úr heimi læknis- fræðinnar voru greinar þeirra ekki rit- rýndar og birtust í umræðuhluta blaðsins. Þar var galopinn vettvangur fyrir skoð- anaskipti lækna um alla skapaða hluti. Við tókum upp þann sið að panta rit- stjórnargreinar frá læknum. Þær tengdust annaðhvort einhverri fræðigrein í blaðinu eða fjölluðu um mál sem var í gangi í samfélaginu og varðaði heilbrigðismál. Þær voru ekki ritrýndar, enda var ekki um að ræða fræðigreinar heldur frekar heilsupólitískar og túlkuðu þá sjónarmið lækna.“ Námskeið um ritrýni „Ritrýniferillinn var okkur mikilvægur og við Birna Þórðardóttir ritstjórnarfulltrúi fórum til Englands þar sem við sóttum námskeið á vegum breska læknablaðsins um það hvernig ritstjórn og starfsmenn ættu að haga sér við ritrýnina. Ég man að ritstjórinn sem stóð fyrir þessu námskeiði fjallaði um það í blaði sínu og sagði það hafa komið sér á óvart að hitta lækna og prófessora héðan og þaðan úr heiminum sem unnu að því í frístundum, nánast í sjálfboðavinnu, að gefa út fræðirit sem möluðu gull fyrir eigendur sína, lækna- og sérgreinafélögin. Á þessu námskeiði var meðal annars rætt talsvert um það hvernig ný blöð kæm- ust inn í skráningarkerfin, gagnagrunnana sem voru náttúrlega mjög mikilvægir fyrir öll fræðileg læknablöð. Læknablaðið hafði áður verið á Medline en dottið út, kannski vegna þess að gæðin höfðu minnkað eða við ekki sinnt skráningu nógu vel. En þarna fengum við hugmyndir um það hvernig við gætum komist aftur þangað inn. Sá ferill tók allmörg ár og þegar við komumst inn á Medline opnuðust „Við vildum að Læknablaðið stæðist samanburð við alþjóðleg fræðirit“ – segir Vilhjálmur Rafnsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Læknablaðsins 1993-2005 ■ ■ ■ Þröstur Haraldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.