Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 16
448 LÆKNAblaðið 2014/100 Grech og félagar birtu árið 1998 rannsókn þar sem kannabis- notkun var metin sem áhættuþáttur fyrir geðrofi í tveimur menn- ingarheimum, ólíkum hvað varðar viðhorf til kannabisefna.26 Sjúklingar sem voru lagðir inn vegna geðrofs voru bornir saman við viðmiðunarhóp í hvoru landi fyrir sig með tilliti til neyslu áfengis og vímuefna. Kannabisnotkun var algengari hjá þeim sem höfðu veikst af geðrofi í báðum löndum en notkun annarra vímuefna sambærileg. Reiknað líkindahlutfall þeirra er notuðu kannabis áður en þeir lögðust inn vegna geðrofs var 2,3 (95%CI 1,2-4,1) í London og 4,3 (95%CI 0,4-42,6) á Möltu. Ekki kom fram í grein þeirra hvort um leiðrétt eða hrátt líkindahlutfall væri að ræða (tafla II). Árið 2000 var gerð lýsandi faraldsfræðileg könnun á algengi geðsjúkdóma í Ástralíu, á áhrifum þeirra og meðferð. Rannsökuð voru tengsl kannabisnotkunar og geðrofseinkenna í úrtaki 10.641 einstaklings.27 Eitt viðtal var tekið við þátttakendur og þeir beðnir að svara spurningum um kannabisnotkun undanfarna 12 mán- uði ásamt stöðluðum spurningalista um geðrofseinkenni á sama tímabili. Niðurstöður studdu að kannabisnotkun væri sjálfstæður áhættuþáttur fyrir þróun geðrofseinkenna (tafla II). Miller og samverkamenn rannsökuðu áhrif ýmissa skýribreytna á geðrofseinkenni og þróun geðrofssjúkdóma hjá há-áhættuhópi í Skotlandi.28 Hópurinn var skilgreindur þannig að þátttakendur ættu að minnsta kosti tvo fyrstu eða annarrar gráðu ættingja með geðklofa en væru ekki sjálfir með þekktan geðrofssjúkdóm. Alls samanstóð tilfellahópurinn af 155 einstaklingum á aldrinum 16 til 25 ára. Hann var borinn saman við viðmiðahóp sem var fenginn úr tengslaneti tilfellanna eða úr félagsmiðstöðvum Edinborgar. Nið- urstöður rannsakenda voru að kannabisnotkun jók líkur á geðrofs- einkennum og að auki var skammtaháð samband til staðar milli kannabisneyslu og geðrofs hjá báðum hópum. Ekki var munur á milli hópanna (tafla II). Algengi vímuefnaneyslu og geðrofseinkenna meðal fanga er almennt meira en gengur og gerist í almennu þýði. Því gerðu Far- rell og samverkamenn rannsókn á föngum víðs vegar um England til þess að kanna tengsl kannabisnotkunar og geðrofseinkenna í þeirra hópi.29 Alls tóku fangar í 131 fangelsi þátt í rannsókninni og voru 3563 fangar teknir í fyrsta viðtal. Einum af hverjum fimm föngum var boðið að fara í frekara mat og var rannsóknin byggð á gögnum frá 503 föngum. Niðurstöður fjölþátta aðhvarfsgreiningar sýndu að kannabisfíkn væri sjálfstæður áhættuþáttur fyrir geð- rofseinkennum hjá föngunum (tafla II). Á árunum 1990 til 1992 var gerð rannsókn á úrtaki Bandaríkja- manna á aldrinum 15 til 54 ára til að kanna algengi geðsjúkdóma í samfélaginu. Úr þeim gögnum var unnin rannsókn sem lýsti algengi geðsjúkdóma meðal fanga með kannabisfíkn.30 Agosti og samverkamenn birtu töflu yfir ýmsar geðgreiningar sem kannabis- fíklar voru líklegri til hafa miðað við þá sem ekki voru háðir eða notuðu reglulega kannabis. Meðal þeirra var geðrof (tafla II). Ekki voru birt leiðrétt líkindahlutföll í greininni. Grísk rannsókn frá árinu 2004 sýndi línuleg tengsl kannabis- notkunar við ýmis einkenni geðrofs.31 Rannsóknin var þversniðs- rannsókn og unnin sem hluti af framskyggnri ferilrannsókn á úr- taki fólks sem fæddist í apríl árið 1983. Við 18 ára aldur voru lagðir fyrir spurningalistar sem meðal annars mátu kannabisnotkun um ævina og einnig algengi þróunar geðrofseinkenna og geðraskana. Helstu svarbreytur voru megineinkenni geðrofs: ofskynjanir, að- sóknarkennd, mikilmennska og fyrsta stigs einkenni Schneiders (first rank symptoms). Niðurstöður voru birtar á formi aðhvarfs- stuðuls (regression coefficient) og sýndu marktæka fylgni milli þess að nota kannabis daglega og allra ofangreindra svarbreytna. Mest var fylgnin við ofskynjanir. Að auki benti rannsóknin til þess að sterkari tengsl væru við allar svarbreytur hjá þeim hluta hópsins er hóf notkun fyrir 15 ára aldur. Ein lítil rannsókn frá 2010 sýndi ekki marktæk tengsl milli ald- urs við upphaf notkunar kannabisefna og aldurs við þróun fyrstu einkenna geðrofs.32 Í rannsókninni voru 49 geðklofasjúklingar með fíkniheilkenni af völdum kannabisefna bornir saman við 51 geðklofasjúkling sem ekki hafði slíka sögu. Niðurstöður höf- unda á grunni þessara fámennu hópa voru meðal annars þær að kannabisnotkun væri ekki sjálfstæður áhættuþáttur fyrir snemm- komnum geðrofseinkennum. Styrkur slíkrar rannsóknar er þó nær enginn til að svara slíkum spurningum vegna lítils fjölda til- fella og viðmiða. Í rannsókn sem birt var árið 2012 spurðu höfundar þeirrar spurningar hvort kannabisnotkun á unglingsaldri hefði meiri áhrif á þróun geðrofseinkenna en kannabisnotkun á fullorðins- aldri.33 Rannsóknin var hluti af stærri rannsókn, EPOS (European Prediction of Psychosis Study). Úrtak rannsóknarinnar voru ein- staklingar sem voru taldir í aukinni áhættu á að fá geðrofsein- kenni. Við upphaf rannsóknar voru spurningalistar lagðir fyrir með tilliti til einkenna geðrofs, kvíða og vímuefnaneyslu. Þeim var fylgt eftir í 18 mánuði. Niðurstöður voru að marktæk fylgni reyndist á milli lægri aldurs við upphaf notkunar kannabisefna og kvíða, minnisleysis og skertrar einbeitingar á eftirfylgdartím- anum. Drógu höfundar þá ályktun að fylgni væri á milli kannabis- notkunar á unglingsaldri og ýmissa geðrænna einkenna í EPOS- hópnum. Umræða Þegar niðurstöður ferilrannsókna eru teknar saman, styðja þær að notkun kannabis sé sjálfstæður áhættuþáttur fyrir geðrof og þróun geðklofa. Margt styður að um orsakasamband sé að ræða fremur en tilviljunarháða fylgni. Í fyrsta lagi ber niðurstöðum þeirra flestra saman: kannabisnotkun virðist auka marktækt líkur á geðrofi og er áhættan sem fylgir reglulegri kannabisnotkun af Y F I R L I T Mynd 2. Tól tengd hassneyslu: Vigt, kvarnir og pípur. Mynd birt með leyfi lögreglu höfuðborgarsvæðisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.