Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 22
454 LÆKNAblaðið 2014/100 heim daginn eftir. Vefjagreining sýndi að um góðkynja kalkkirtla- blöðru var að ræða (mynd 5). Fylgst var með S-Ca+2 eftir aðgerðina sem hélst eðlilegt. Tveimur mánuðum frá aðgerð var hún við góða líðan, kynging nánast eðlileg og S-Ca+2 og S-PTH mælingar innan eðlilegra marka. Umræður Góðkynja blöðrur eru um 12-20% fyrirferða í miðmæti, en algeng- astar eru garnablöðrur (enteric cysts) og berkjublöðrur.1 Miðmæti er skipt í efri og neðri hluta og er neðra miðmæti síðan skipt í fremra, aftara og miðsvæði. Blöðrur er helst að finna í miðhlutanum. Al- gengustu frumkomnu æxlin í miðmæti eru hóstarkirtilsæxli og eitilfrumukrabbamein, sem greinast oftast í fremra miðmæti, og taugafrumuæxli sem yfirleitt eru staðsett í aftara miðmæti. Yfir- leitt eru þessar fyrirferðir án einkenna en í tveimur þriðju tilfella greinast góðkynja fyrirferðir í miðmæti fyrir tilviljun. Illkynja æxl- um, sem oftast finnast í fremra miðmæti, fylgja hins vegar oftar einkenni eins og brjóstverkir.2 Kalkkirtlablöðrur eru oftast staðsettar á hálsi. Þær eru mjög sjaldgæfar og er talið að þær séu innan við 1% allra fyrirferða á hálsi.3,4 Afar sjaldgæft er að þær greinist í miðmæti eins og í þessu tilfelli. Alls hefur verið lýst rúmlega 100 tilfellum í heiminum,5 en því fyrsta var lýst árið 1925 af De Quervan.6 Kalkkirtlablöðrur eru yfirleitt 3-5 cm stórar, en geta orðið allt að 10-12 cm að stærð.7 Kalkkirtlarnir, sem eru yfirleitt fjórir en geta verið fleiri, eru yfirleitt staðsettir við aftanverðan skjaldkirtil. Þeir myndast frá þriðja og fjórða tálknpoka og ferðast síðan talsverða leið á háls- svæði áður en þeir ná endastöð bakvið skjaldkirtil. Um 20% kalk- kirtla eru staðsettir utan skjaldkirtilssvæðis á hálsi sem rekja má til truflana í myndun þeirra á fósturskeiði.8 Neðri kirtlarnir mynd- ast frá þriðja tálknpokanum eins og hóstarkirtillinn og ferðast því stundum með honum niður í miðmæti.9 Kalkkirtlablöðrur í mið- mæti eru oftast taldar upprunnar frá neðri kirtlunum tveimur. Ekki er vitað hvernig kalkkirtlablöðrur myndast en nokkrar tilgát- ur hafa verið settar fram; til dæmis að um fósturfræðilegar leifar tálknpoka sé að ræða, hrörnun á kalkkirtilsæxli, vökvamyndun í kalkkirtli eða samruni margra smásærra blaðra.7 Kalkkirtlablöðrur valda oftast engum eða vægum einkennum og algengast er að þær greinist fyrir tilviljun vegna myndgrein- ingar á óskyldum sjúkdómum.4 Í 90% tilfella er blaðran óstarfhæf, það er ekki hormónamyndandi, líkt og í þessu tilfelli, og kalkvaki (S-PTH), S-Ca+2 og skjaldkirtilspróf eðlileg.10 Hjá 10% sjúklinga er blaðran hins vegar virk og framleiðir hormón.10 Kalkvaki og S-Ca+2 eru þá hækkuð og einkenni frumkomins kalkvakaóhófs geta komið fram, eins og nýrnasteinar, þreyta, liðeinkenni, beinþynn- ing, þunglyndi og kvíði.11 Algengustu einkennin eru staðbundinn þrýstingur á nálæg líffæri, til dæmis kyngingaróþægindi, mæði, hæsi og hósti. Í þessu tilfelli var kyngingarvandamál aðalkvört- unin vegna þrýstings blöðrunnar á vélindað. Athyglisvert er að þótt æxlið hafi þrýst á berkjuna voru einkenni frá öndunarfærum hverfandi. Meðferð á kalkkirtlablöðru fer aðallega eftir einkennum. Ef um virka hormónamyndandi blöðru er að ræða er talin ábending fyrir skurðaðgerð, óháð stærð og hvort einkenni kalkvakaóhófs eru til staðar eða ekki.7 Óstarfhæfar blöðrur má meðhöndla með ástungu sem fyrstu meðferð en árangur er umdeildur og hætt er við endur- komu.4,12 Ef óþægindi eru til staðar vegna þrýstings á nálæg líffæri er mælt með skurðaðgerð, eins og í þessu tilfelli þar sem blaðran þrengdi að barka. Herslismeðferð (sclerotherapy) með etanóli og tetracyclíni hefur einnig verið reynd en lítið er vitað um árangur.13 Nákvæm greining kalkkirtlablaðra getur verið erfið þar sem útlit þeirra er ósértækt á myndgreiningu. Auk þess getur verið erf- itt að fá vefjasýni til greiningar með fínnálarástungu. Hægt er að mæla kalkvaka úr vökva í blöðrunni. Magn kalkvaka í blöðrunni segir þó ekki til um hvort um óstarfhæfa eða starfhæfa blöðru er að ræða.4 Í þessu tilfelli var slík mæling ekki gerð. Hægt er að fjarlægja blöðru í framanverðu miðmæti í gegnum hálsskurð í þremur tilfellum af fjórum. Þetta reyndist vel í þessu tilfelli. Stundum liggur blaðran þó það djúpt að gera þarf bringu- beins- eða brjóstholsskurð (thoracotomy) til að fjarlægja hana.7 Einnig hefur verið lýst tilfellum þar sem notast hefur verið við brjóstholssjá (thoracoscopy) og jafnvel aðgerðarþjarka (robot).14 Þegar kalkvakaóhóf er til staðar verður að gæta vel að S-Ca2+ eftir aðgerðina.7,15 Þetta tilfelli sýnir að greining á blöðrum í miðmæti getur verið vandasöm, enda einkenni þeirra og útlit á myndgreiningu ósér- tæk. Greining getur því verið erfið og fæst oft ekki staðfest nema með því að fjarlægja þær með skurðaðgerð. Enda þótt kalkkirtla- blöðrur séu sjaldgæfar verður að hafa þær í huga sem mismuna- greiningu fyrirferða í miðmæti eða neðarlega á hálsi. Þakkir fá Maríanna Garðarsdóttir röntgenlæknir og Margrét Sigurðardóttir meinafræðingur fyrir aðstoð við gerð mynda. Mynd 4. Mynd úr aðgerð. Blaðran var fjarlægð í heild sinni í gegnum skurð á neðan- verðum hálsi. Mynd: Tómas Guðbjartsson. Mynd 5. Smásjársýni úr blöðruveggnum. Til vinstri (H&E litun) sjást eyjar af frumum með kringlótta kjarna og umfrymi sem er ýmist eosinophilt eða tært og getur samrýmst kalkkirtlafrumum (chief cells) og oxyphil frumum. Hægra megin hafa þessar frumur verið ónæmislitaðar fyrir kalkvaka og með því staðfest að um kalkkirtlavef er að ræða. S J Ú k R a T i l F E l l i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.