Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 34
466 LÆKNAblaðið 2014/100 Hjartalækningar fyrir hálfri öld Árni kristinsson próf. emer. fyrrv. yfirlæknir á hjartadeild Landspítalans kristinsson@simnet.is Á tuttugustu öldinni leiddu miklar framfarir á flestum sviðum læknavísinda til lækkandi nýgengi og dánartíðni vegna sjúkdóma. En einn vágestur, hjarta- og æðasjúkdómurinn, fór um miðja öld- ina að færast í aukana og varð að faraldri sem menn stóðu varnar- lausir gegn. Á Íslandi voru hjartalækningar ekki fyrirferðarmiklar fyrir hálfri öld þegar höfundur var unglæknir á Landspítalanum. Sjúklingar með kransæðastíflu lágu á almennri lyflækningdeild í gamla spítalanum, fastir í rúminu fyrstu vikuna, og næstu tvær eða þrjár með hægt vaxandi fótaferð. Meðferð, auk rúmlegu, var súrefni í nös, nítróglycerín, digitalis, kínidín og kúmadín-lyf. Þeir máttu reykja að vild alveg fram í andlátið. Um fjórðungur dó í legunni.1 Einu rannsóknirnar voru röntgenmynd og hjartalínurit. Ritin voru tekin á filmustrimil sem kandídat á vakt framkallaði í myrkrakompu niðri í kjallara þegar tóm gafst til, oftast um nótt- ina, klippti niður og hefti á blað fyrir morgunstofuganginn. Hjartadeild á Landspítalanum Á sjötta áratugnum kom í ljós að halda mætti blóðrásinni gang- andi með hjartahnoði og gefa raflost, hvort tveggja án þess að opna brjóstkassann. Julian birti árið 1961 grein um jákvæðan árangur af hjartagjörgæslu sem fólst í að vista sjúklinga með bráðan krans- æðasjúkdóm nálægt hjúkrunarmiðstöð svo að mætti endurlífga þá.2 Árið 1966 voru opnaðar tvær lyflækningadeildir á Landspítal- anum á fjórðu hæð í nýbyggingu þar sem nú eru 14 E og 14 G. Ryk var dustað af Lown rafloststæki og hjartasírita sem Snorri P. Snorrason prófessor hafði látið kaupa og undirritaður kom heim og hélt námskeið í endurlífgun. Hjartadeild var svo formlega stofnuð 13. júní 1969. Við fjögur sjúkrarúm voru hjartasíritar, tengdir við stjórnstöð inni á hjúkrunarmiðstöðinni (mynd 1). Deildin var undir dyggri stjórn Unnar Sigtryggsdóttur hjúkrunardeildarstjóra. Hún sá um að hjúkrunarfræðingarnir væru í stöðugri þjálfun og Fyrir hálfri öld var fárra kosta völ í rannsókn og meðferð hjartasjúklinga. En með kennslu í endurlífgun, raflostsmeðferð og stofnun sérhæfðra hjartadeildar með hjartagjörgæslu lækkaði dánartíðni vegna bráðrar kransæðastíflu. Stórt skref var stigið með tilkomu hjartarannsóknarstofu þar sem fram fór þræðing til greiningar á meðfæddum göllum og sjúk- leika í hjarta, ásamt ígræðslu gervigangráða. Kransæðamyndatökur ruddu braut fyrir víkkanir og skurðaðgerðir á þrengslum í æðunum. Greining og meðferð hjartalækna á áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma sneri vörn í sókn gegn háskalegum faraldri æðakölkunar. LÆKNAbLAðIð hefur komið út síðan 1915 og í þessum 100. árgangi blaðsins eru greinar sem ritstjórnin hefur kallað eftir af því tilefni. Höfundar greinanna skrifa um ýmis málefni sem snerta lækna, félagsleg, söguleg og fræðileg. Ágrip Mynd 1. Stjórnstöð á hjúkrunarvakt. S a G a l æ k n i S F R æ ð i n n a R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.