Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 24
456 LÆKNAblaðið 2014/100
S a G a l æ k n i S F R æ ð i n n a R
Reykjavíkurrannsóknin
Landssamtök Hjartaverndar voru stofnuð 25. október 1964. Upp-
hafsmaður að stofnun samtakanna og fyrsti formaður var Sig-
urður Samúelsson prófessor og yfirlæknir á lyflækningadeild
Landspítalans. Nafnið Hjartavernd sótti Sigurður til Halldórs
Halldórssonar prófessors í íslensku. Sigurður tekur fram í skrifum
sínum frá þessum tíma að honum og samstarfsmönnum hans á
Landspítalanum, þeim Snorra Páli Snorrasyni og Theódóri Skúla-
syni, hafi verið orðið ljóst að eitthvað þyrfti að gera til að hefta
framgang kransæðasjúkdóms á Íslandi sem þá var í miklum vexti.1
Í kjölfar stofnfundar var safnað fé hjá íslenskum fyrirtækjum og
einstaklingum til kaupa á húsnæði að Lágmúla 9 í Reykjavík og
gekk sú söfnun vel. Undirbúningur var síðan hafinn að stofnun
Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar í því húsnæði. Megintilgangur-
inn var að gera umfangsmikla hóprannsókn til að kanna meðal
annars útbreiðslu hjarta- og æðasjúkdóma hér á landi og finna
helstu áhættuþætti þeirra svo unnt yrði að beita árangursríkum
forvörnum. Rannsóknarstöðin var tilbúin til notkunar haustið
1967 og hófst þá hóprannsókn sem síðar hefur fengið nafnið
Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar.
Samkvæmt dagblöðum þessa tíma voru ekki allir landsmenn
jafn sannfærðir um ágæti þessa og vöruðu sumir heilbrigðisyfir-
völd við að styrkja þetta glapræði. Sigurður Samúelsson og sam-
starfsfólk hans létu þetta ekki á sig fá heldur héldu sínu striki.
Starfsmenn Rannsóknarstöðvarinnar við upphaf rannsóknar-
innar voru 23 í 13 stöðugildum. Fyrsti yfirlæknir stöðvarinnar var
Ólafur Ólafsson og gegndi hann því starfi til 1972 þegar hann tók
Rannsóknarstöð Hjartaverndar,
fortíð og nútíð
Vilmundur Guðnason, nikulás Sigfússon, Gunnar Sigurðsson
LÆKNAbLAðIð hefur komið út síðan 1915 og í þessum 100. árgangi blaðsins eru
greinar sem ritstjórnin hefur kallað eftir af því tilefni. Höfundar greinanna skrifa um
ýmis málefni sem snerta lækna, félagsleg, söguleg og fræðileg.
Rannsóknarstöð Hjartaverndar tók til starfa haustið 1967. Megintilgangur
hennar var að kanna algengi hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi sem þá
voru í miklum vexti og finna helstu áhættuþætti þeirra svo unnt yrði að
beita árangursríkum forvörnum. Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar var
sett af stað í þessum tilgangi sama ár og náði til allra karla og kvenna
fæddra 1907-1935 sem bjuggu á stór-Reykjavíkursvæðinu. Alls tóku þátt
í rannsókninni tæplega 20 þúsund manns, eða rúmlega 70% þeirra sem
boðin var þátttaka. Eftirlifandi hópur, tæplega 6000 einstaklingar, er uppi-
staðan í öldrunarrannsókn Hjartaverndar sem framkvæmd var 2002-2011.
Niðurstöður úr rannsóknum Hjartaverndar hafa lagt grunninn að þekkingu
á helstu áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi og verið undir-
staða markvissra forvarna gegn þessum sjúkdómum. öldrunarrannsóknin
hefur einnig gefið möguleika á ítarlegum rannsóknum á öðrum langvinnum
sjúkdómum meðal aldraðra. Í grein þessari verður einungis farið yfir helstu
niðurstöður hjarta- og æðasjúkdóma Reykjavíkur- og öldrunarrann-
sóknarinnar frá upphafi.
Ágrip
Undirritun samnings Hjartaverndar og Öldrunarstofnunar bandarísku heilbrigðis-
stofnunarinnar vegna Öldrunarrannsóknar Hjartaverndar fór fram árið 2001. Undir
samninginn skrifuðu Gunnar Sigurðsson, Vilmundur Guðnason og Richard Hodes,
forstöðumaður Öldrunarstofnunar Bandaríkjanna, að viðstöddum Jóni Kristjánssyni
heilbrigðisráðherra.
Fyrsta framkvæmdastjórn Hjartaverndar (myndin tekin árið 1965). Talið frá vinstri:
Óskar Jónsson framkvæmdastjóri, Davíð Davíðsson prófessor, Sigurður Samúelsson
formaður, Eggert Kristjánsson aðalræðismaður og Pétur Benediktsson bankastjóri.