Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 54
486 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J ö l l U n O G G R E i n a R Það var Dr. Sheldon C. Reed, höfundur Counseling in Medical Genetics, sem fyrstur notaði heitið erfðaráðgjöf árið 1947.1 Hann lagði áherslu á að „erfðaupplýsingar ætti að setja fram á skýran og einfaldan hátt með hluttekningu og án söluræðu“. Hann sinnti sjálfur yfir 4000 erfðaráðgjafatil- fellum á ferli sínum og safnaði mikilli þekkingu og reynslu. Hvað er erfðaráðgjöf? Samtök erfðaráðgjafa í Bandaríkjunum, The National Society of Genetic Coun- sellors (NSGC) skilgreindu árið 2006 erfðaráðgjöf þannig: „… ferli þar sem fólk fær aðstoð við að skilja og aðlagast læknis- fræðilegum, sálfræðilegum og ættgengum vísbendingum um erfðaþætti sem stuðlað geta að sjúkdómum.2 Í sjálfu sér má segja að hvaða heil- brigðisstarfsmaður sem til þess er bær geti veitt einfalda erfðaráðgjöf, en mennt- aður erfðaráðgjafi hefur lokið tveggja ára meistaranámi í greininni. Í því námi er lögð áhersla á erfðafræði og þætti henni tengda en einnig þjálfun í að gera sér grein fyrir og sinna sálfélagslegum þörfum ráð- þega.3 Erfðaráðgjafar vinna meðal annars með sérfræðingum í erfðalækningum (erfðalæknum) en þeirra hlutverk er, auk erfðaráðgjafar, að greina mögulega erfða- sjúkdóma og fæðingargalla. Sérfræðingar skipuleggja og ráðleggja viðeigandi rann- sóknir, eftirlit og meðferð. Helstu ástæður þess að einstaklingar og fjölskyldur koma í erfðaráðgjöf eru: • Þekktur erfðasjúkdómur í fjölskyldu • Grunur um erfðasjúkdóm • Vanþroski barns eða fullorðins ein- staklings • Vaxtarseinkun • Útlitsgallar • Endurtekin fósturlát • Burðarmálsdauði • Aukinn fjöldi eða óvanaleg krabba- mein í fjölskyldu • Ógreindur sjúkdómur • Skyldleiki foreldra Hin eiginlega erfðaráðgjöf felst fyrst og fremst í upplýsingagjöf til ráðþega varðandi erfðir viðkomandi sjúkdóms, áhættumat, mögulegar rannsóknir og útkomu úr þeim ásamt því hvaða eftirlit og meðferð eru í boði. Mikilvægi fjöl- skyldusögunar er ótvírætt í greiningu erfðasjúkdóma.4 Ráðþegi veitir ýmsar upp- lýsingar um fjölskyldusöguna og heilsufar og eru þær upplýsingar notaðar til að gera ættartré. Ættartré er notað til að skilgreina og útskýra erfðir en jafnframt er það notað til að kanna hvort ástæða sé til að skoða fleiri í fjölskyldu. Upplýsingagjöfin er afar mikilvægur hluti erfðaráðgjafar og grundvöllur þess að einstaklingar og fjölskyldur geti brugð- ist við. Mismunandi er þó hvernig ráðþegi tekur upplýsingum um eigin arfgerð, erfðir stökkbreytinga og eigin áhættu og ættingja á því að fá sjúkdóm. Það getur valdið hugarangri og við því þarf að bregðast. Í sumum tilvikum er ekki sérstök þörf á öðru en að gera erfðarannsókn og vísa viðkomandi í viðeigandi eftirlit og/ eða meðferð eftir því sem tilefni er til. En oft er þörf á því að hlusta vel eftir undir- liggjandi sálfélagslegum þáttum, ekki síst ef í hlut á einstaklingur sem þarf að taka erfiðar ákvarðanir eða aðlagast miklum breytingum í kjölfar nýrrar vitneskju um arfgengan sjúkdóm. Mikilvægt er að ráðþega sé gert auðvelt að tjá áhyggjur sínar og hugsanir, að hann geti spurt þeirra spurninga sem hann vill fá svör við og að hann geti treyst því að brugðist sé við þeim. Einstaklingsmiðuð ráðgjöf, byggð á líkani Carl Rogers (1961) eða sambærilegu líkani, hentar vel í erfðaráðgjöf. Þar er áhersla á að stýra ekki og að einstak- lingurinn sjálfur sé best fallinn til að leysa eigin vandamál með stuðningi ráðgjafa. Stundum er eindregið ráðlagt að láta gera ákveðnar (erfða)rannsóknir, taka þátt í eftirliti eða meðferð. Í þeim tilvikum má segja að „ekki stýrandi“ eigi ekki við.5 Grunnur einstaklingsmiðaðrar ráðgjaf- ar er að ráðgjafi noti jákvæða hlustun og spyrji opinna spurninga. Einnig líkams- tjáningu til að koma á framfæri óyrtum skilaboðum um stuðning og áhuga. Endurgjöf, samhygð og þögn eru góðar aðferðir til að auðvelda ráðþega að deila því sem á honum liggur. Árangursrík erfðaráðgjöf byggist á því að nota ofangreindar leiðir eftir því sem við á hverju sinni. Heimildir 1. Resta RG. Defining and redefining the scope and goals of genetic counseling. Am J Med Genet C Semin Med Genet 2006; 142C: 269-75. 2. National Society of Genetic Counselors‘ Definition Task Force1, Resta R, Biesecker BB, Bennett RL, Blum S, Hahn SE, t al. A new definition of Genetic Counseling: National Society of Genetic Counselor’s Task Force report. J Genet Couns 2006; 15: 77-83. 3. Skirton H, Patch C, Voelckel MA. Using a community of practice to develop standards of practice and education for genetic counsellors in Europe. J Community Genet 2010; 1: 169-73. 4. ama-assn.org/ama/pub/physician-resources/medical- science/genetics-molecular-medicine/family-history. page – júlí 2014. 5. Wolff G. Genetic Counseling: Nondirectiveness. eLS. 2006. Erfðaráðgjöf og sálfélagslegir þættir Vigdís Stefánsdóttir1,2, Reynir arngrímsson1,2, Jón Jóhannes Jónsson1,2 1Erfða- og sameindalæknisfræðideild, 2læknadeild Háskóla Íslands vigdisst@landspitali.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.