Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 17
svipaðri stærðagráðu í flestum rannsóknunum. Í öðru lagi er tíma- sambandinu milli skýribreytu (kannabis) og svarbreytu (geðrof) gerð góð skil í flestum ferilrannsóknanna. Oft hefur hugmyndin um sjálflyfjun (self-medication hypothesis) verið nefnd í þessu rann- sóknarsamhengi. Samkvæmt henni eru þeir sem veikjast af geð- rofi líklegri til að nota kannabis eftir að einkennin koma fram, til að draga úr geðrænum einkennum veikinda sinna.34,35 Marktæk fylgni kannabisnotkunar og geðrofs þegar tekið hefur verið til- lit til tímasamhengisins á milli notkunar efnanna og geðrofs í ferilrannsóknum styður ekki þessa kenningu. Í þriðja lagi kemur fram skammtaháð samband í mörgum af rannsóknunum.9,13,18,19 Það styður að kannabis hafi áhrif á geðrof þar sem áhætta reynist aukast í samhengi við aukna tíðni kannabisneyslu og er almennt mest í ferilrannsóknum hjá þeim sem hafa verið í daglegri neyslu. Í ferilrannsóknum kemur einnig fram að notkun kannabis á unglingsaldri hafi sterkari tengsl við geðrof og þróun geðklofa en þegar notkun þess hefst fyrst hjá fullorðnum.19,20,24 Margt bendir til þess að kannabisnotkun á unglingsaldri hafi víðtæk áhrif á vitsmunaþroska og geti meðal annars valdið lakara minni og einbeitingarskorti.36,37 Því er líklegt að miðtaugakerfi unglinga sé viðkvæmara fyrir eitrunaráhrifum kannabis en miðtaugakerfi fullorðinna, sem skýri sterk tengsl kannabisnotkunar unglinga og þróunar geðrofssjúkdóma í kjölfarið. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á þéttni kannabisviðtaka í miðtaugakerfinu benda til þess að hún sé mest á fósturstigi en minnki jafnt og þétt þangað til fullorð- insaldri er náð.38 Notkun kannabis á þeim tíma, áður en þéttni við- takanna nær lágmarki sínu, gæti því fremur útsett unglinga fyrir ýmsum kvillum í miðtaugakerfinu, til dæmis geðrofssjúkdómum, en fullorðna notendur. Tilgátur eru uppi um að röskun á sam- spili cannabinoidviðtaka (CB1 og CB2) og dópamínviðtaka hafi áhrif á þróun geðrofssjúkdóma.39 Rannsóknir hafa sýnt að teng- ingar taugasíma í heila einstaklinga sem hófu kannabisnotkun á unglingsaldri voru færri á vissum svæðum borið saman við við- miðunarhóp.38 Félagsleg áhrif kannabisnotkunar kunna einnig að vera háð aldri og það kann að skipta máli í þessu samhengi. Fólk sem hefur notkun þess á unglingsaldri kann að vera líklegra til að falla út úr skóla og einangrast félagslega fyrr en hinir sem hefja notkun á fullorðinsaldri. Það kann vitaskuld að skipta máli hvað varðar þróun geðrofssjúkdóma. Þó svo að niðurstöður ferilrannsóknanna séu nokkuð sam- hljóma má þó benda á nokkrar takmarkanir sem erfitt er að yfir- stíga að fullu. Í fyrsta lagi meta þátttakendur þar kannabisnotkun nær alltaf eftir minni og því er viss hætta á minnisbjögun. Hins vegar er afar ólíklegt að hún sé á þann veg að tengsl kannabisnotk- unar og geðrofs verði ofmetin fyrir vikið. Miklu líklegra er raunar að notkun vímugjafa sé almennt frekar vanmetin en ofmetin af notendum í faraldsfræðirannsóknum líkt og almennt gildir um slíka svörun í klínískum aðstæðum. Í öðru lagi er meginsvar- breyta flestra rannsóknanna einkenni geðrofs sem þarf ekki í öllum tilvikum að þróast yfir í eiginlegan geðrofssjúkdóm eins og geðklofa. Í nýlegri rannsókn var rúmlega 18.000 einstaklingum fylgt eftir sem höfðu greinst með geðrof af völdum einhvers til- tekins vímuefnis og mælt hversu hátt hlutfall þeirra veiktist síðar af geðklofa.40 Einstaklingar sem höfðu fengið geðrof vegna kanna- bisnotkunar voru í mestri áhættu á að þróa með sér geðklofa, eða 46% notenda.40 Aðrar rannsóknir hafa gefið svipaðar niðurstöður og sýnt að einkenni kannabistengds geðrofs geta verið langvinn og leitt til langvinns geðrofssjúkdóms eins og geðklofa.41,42 Safngreining sem birtist árið 2007 tók saman þær ferilrann- sóknir sem þá höfðu birst um tengsl kannabisnotkunar og geð- rofs.43 Í ljós kom að safnlíkindahlutfall þeirra sem höfðu einhvern tímann notað kannabis var tæplega helmingi hærra en hjá við- miðunarhópnum: 1,4 (95%CI: 1,2-1,7) og tvöfalt hærra hjá þeim notendum sem voru í mestri neyslu en hjá viðmiðunarhópnum: 2,1 (95%CI: 1,5-2,8). Höfundarnir komust að þeirri niðurstöðu að enn væri ekki hægt að segja til um hvernig eða hvort kannabis valdi geðrofi en vísbendingarnar væru sterkar og því mikilvægt að vara ungt fólk við þeirri hættu á geðrofi sem kann að fylgja neyslu kannabisefna. Önnur safngreining árið 2011 komst að þeirri nið- urstöðu að aldur við fyrsta geðrof var 2,7 árum fyrr hjá þeim sem notuðu kannabis samanborið við þá sem ekki höfðu notað það.44 Flestar þær tilfellaviðmiðarannsóknir sem gerðar hafa verið sýna fram á marktæk tengsl kannabisnotkunar við geðrof og styðja að kannabisnotkun geti leitt til geðrofs. Áhættuhlutföllin eru einnig í samræmi við niðurstöður ferilrannsóknanna. Í þeim tilfellaviðmiðarannsóknum er þó erfiðara að draga skýrar álykt- anir um samhengið vegna þess að áreiðanlegar mælingar á skýri- breytu (kannabis) og samhengi þess við tímasetningu geðrofs- einkenna skortir enn frekar en í ferilrannsóknum. Þegar álykta á um orsakasamhengi milli skýribreytna og svarbreytna eru fram- skyggnar ferilrannsóknir heppilegra snið en tilfellaviðmiðaðar þversniðsrannsóknir. Bent hefur verið á að ef orsakatengsl væru á milli kannabis og geðrofs ætti algengi geðrofs að sveiflast samhliða breytingum á kannabisnotkun á síðustu áratugum.45 Það er hins vegar mikil einföldun þar sem flókið samhengi virðist vera hér á milli. Geð- rofssjúkdómar geta tekið langan tíma að þróast og það er vanda- samt að mæla skýribreytu og svarbreytu af nákvæmni, og þó sér- staklega samhengið á milli þeirra. Einnig flækir málið að geðklofi er sjaldgæfari en geðrofseinkenni en á hinn bóginn stöðugri og áreiðanlegri svarbreyta en geðrof. Í sumum greinum benda rann- sakendur á að algengi langvinnra geðrofssjúkdóma á geðdeildum endurspegli ekki algengi skammvinns geðrofs eða geðrofsein- kenna í samfélaginu og byrði kannabis í því samhengi sé því ef til vill meiri en oft er talið.41,46,47 Flestir sem nota kannabis reglulega virðast stundum upplifa væg en skammvinn geðrofseinkenni sem eru skammtaháð og tengd styrk THC. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á undanförn- um árum benda til þess að styrkur THC fari víða vaxandi í þeim kannabisefnum sem eru á markaði.48,49 Þetta er áhyggjuefni þar sem THC er það efni í kannabisafleiðum sem eykur mest hættu á geðrofi og þessi þróun gæti því orðið til þess að auka líkur á geð- rofseinkennum hjá notendum. Í ljósi þeirra gagna sem við höfum kynnt í þessari yfirlitsgrein teljum við afar mikilvægt að auka þekkingu lækna, annarra heilbrigðisstétta og almennings á alvar- legum afleiðingum reglulegrar kannabisnotkunar hjá unglingum og ungum fullorðnum,50 og ekki síður á þeirri staðreynd að það er ekki hægt að spá fyrir um hverjir í hópi notenda kannabisefna veikist illa og til lengri tíma. LÆKNAblaðið 2014/100 449 Y F I R L I T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.