Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 26
458 LÆKNAblaðið 2014/100
S a G a l æ k n i S F R æ ð i n n a R
samkomulag um að hefja Öldrunarrannsókn Hjartaverndar, eða
Age, Gene/Environment Susceptibility-Reykjavík Study, sem
hlaut skammstöfunina AGES Reykjavik Study. Upphafsupphæð
rannsóknarfjármagnsins var um 20 milljónir dollara, eða um tveir
milljarðar íslenskra króna.
Framkvæmdastjórn var sett yfir Öldrunarrannsóknina og
í henni áttu sæti fulltrúar frá Hjartavernd og NIA. Vilmundur
Guðnason varð formaður en auk hans sátu af Íslands hálfu
Gunnar Sigurðsson, Guðný Eiríksdóttir, Guðmundur Þorgeirsson,
Pálmi V. Jónsson og Ólafur Kjartansson. Af hálfu NIH sátu Tamara
B. Harris, Lenore J. Launer, Howard Hoffman og Mary Frances
Cotch.
Öldrunarrannsóknin hófst í febrúar 2002 en þá hafði Hjarta-
vernd orðið að flytja í stærra húsnæði þar sem myndgreining
var orðin meiriháttar þáttur í rannsókninni. Hjartavernd flutti í
Holtasmára 1 í Kópavog og fjölgaði starfsmönnum úr 20 í um það
bil 90.6 Segulómtæki, fjögurra sneiða tölvusneiðmyndatæki og óm-
skoðunartæki voru meðal nýrra tækja sem sett voru inn. Hjarta-
vernd setti upp fyrstu stafrænu myndgreiningadeildina á Íslandi
ásamt aðstöðu og útbúnaði til ítarlegrar úrvinnslu á myndunum.
Gífurleg vinna fór í að undirbúa Öldrunarrannsóknina og voru
sérfræðihópar stofnaðir um hverja þá svipgerð sem rannsökuð
var. Sérfræðihóparnir samanstóðu af íslenskum og erlendum vís-
indamönnum sem ákváðu þá vinnuferla sem síðar voru notaðir.
Undantekningarlaust var reynt að hafa aðferðirnar staðlaðar og
sambærilegar við það sem gert hafði verið annars staðar þannig
að hægt yrði að bera saman niðurstöðurnar síðar meir. Allar
mælingar Öldrunarrannsóknarinnar voru framkvæmdar á sér-
hverjum þátttakanda. Þannig fékkst mikið magn af upplýsingum
um hin ýmsu líffærakerfi einstaklinganna sem gerir rannsóknir á
samspili þeirra mögulega.
Innköllun fyrsta áfangans hófst í febrúar 2002 og stóð yfir til
ársins 2006. Rannsakaðir voru 5764 eftirlifandi þátttakendur úr
Reykjavíkurrannsókninni. Megináhersla var lögð á hjarta- og æða-
kerfi, heila- og taugakerfi, vöðva- og stoðkerfi og efnaskiptakerfi.
Árið 2007 hófst annar áfangi þessarar rannsóknar og stóð hann
til ársins 2011. Þá voru skoðaðir 3411 einstaklingar þar sem megin-
áhersla var lögð á að beita myndgreiningu til að fá endurteknar
mælingar og þá um leið hugmyndir um þróun sjúkdóma yfir
tímabil.
Innlend og erlend samvinna
Hjartavernd hefur verið í samvinnu við fjölmarga aðila á Íslandi
og má þar nefna samstarfsaðila innan Háskóla Íslands, Háskólans
í Reykjavík og Landspítala. Einnig tímabundið við fyrirtæki eins
og Íslenska erfðagreiningu, Mentis Cura og Risk Medical Soulu-
tions, svo nokkur séu nefnd.
Hjartavernd var og er í samvinnu við fjölmarga erlenda aðila.
Auk NIA hefur Hjartavernd samvinnu við tugi rannsóknahópa
í háskólum og stofnunum í Bandaríkjunum, Evrópu, Ástralíu
og Asíu. Einnig er samvinna við ýmis erlend fyrirtæki stór og
smá. Samvinnan byggir með einum eða öðrum hætti á nýtingu
gagna úr rannsóknum Hjartaverndar, fyrst og fremst Reykjavík-
urrannsókninni og Öldrunarrannsókninni. Á síðustu árum hefur
Hjartavernd átt þátt í að stofna tvo alþjóðlega vinnuhópa í faralds-
fræði og erfðafaraldsfræði. Einn fjölþjóðlegur samstarfshópur
nefnist Emerging Risk Factors Collaboration, skammstafað ERFC.
Þar hafa 125 framskyggnar hóprannsóknir í faraldsfræði hjarta- og
æðasjúkdóma með samtals um tvær milljónir þátttakenda samein-
ast í frekari úrvinnslu á þekktum áhættuþáttum hjarta- og æða-
sjúkdóma jafnframt því sem nýir áhættuþættir hafa verið kannað-
ir.7 Fjölmargar vísindagreinar hafa birst vegna þessarar samvinnu
í þekktustu vísindatímaritum heims, aðallega varðandi blóðfitur,
sykursýki og bólgur.8-15 Hjartavernd var einnig frumaðili árið 2009
að stofnun alþjóðlegs vinnuhóps um erfðafaraldsfræðirannsóknir
á flóknum sjúkdómum, Cohorts for Heart and Aging Research in
Genomic Epidemiology, skammstafað CHARGE. Þar leiða saman
hesta sína 5 framskyggnar rannsóknir í hjarta- og æðasjúkdómum,
Öldrunarrannsókn Hjartaverndar, Framingham-rannsóknin, At-
herosclerosis Risk in Communities-rannsóknin (ARIC), Cardio-
vascular Health Study (CHS) og Rotterdam-rannsóknin.16 Þessi
samvinna hefur leitt til fjölmargra uppgötvana á sviði erfðafræði
og hafa niðurstöðurnar birst í virtum tímaritum.
Frá stofnun Hjartaverndar hefur verið rekin rannsóknarstofa í klínískri lífefnafræði. Fljótlega eftir opnun tók Hjartavernd í notkun fyrsta sjálfvirka efnamælinn á Íslandi.
Fyrri myndin er frá þeim tíma, á henni eru Linda Wendel og Edda Emilsdóttir meinatæknar. Seinni myndin sýnir nútíma sjálfvirkan efnamæli og Kristín Bjarnadóttir lífeinda-
fræðingur stendur við hann. Rannsóknarstofustarfsemin er þríþætt; rekstur lífsýnasafns, erfðafræðirannsóknir og klínískar lífefnafræðirannsóknir. Klínísk lífefnafræðistofa Hjarta-
verndar fékk árið 2005, fyrst slíkra rannsóknarstofa á Íslandi, faggildingu á ákveðnar mælingar í samræmi við staðalinn ISO 15189:2003.
1970 2012